Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2021 10:59 Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri heilbrigðisstarfsmenn, sem ekki eru í samskiptum við sjúklinga, fari að fordæmi Dags, Þórólfs og fleiri. Vísir/Vilhlm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. Borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boð í bólusetningu með SMS-skilaboðum síðastliðinn föstudag. „Ég átti að mæta núna kl. 10.10 og fá skammt frá Pfizer. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur sem hefur starfað í pólitík í lengri tíma. Fer hann þannig að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að fólk sem ekki er í beinum tengslum við sjúklinga þiggi ekki boð um bólusetningu þótt það fái boð þess efnis. Ekki hafi verið hægt að greina á milli starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem sinni sjúklinga og annarra með réttindi sem jafnvel hafi ekki starfað við fagið í lengri tíma. „Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi.“ Hann segir að fyrirspurn sín um bólusetningaboðið hafi dregið fram ánægjulegar staðreyndir sem séu líklega ekki á allra vitorði. „Í þessari viku geta orðið margir stórir bólusetningardagar þótt þeir hafi ekki verið staðfestir og í næstu viku og þar næstu ættu stórir hópar fólks með undirliggjandi sjúkdóma að geta fengið bólusetningu.“ Styttist í kennara og leikskólastarfsfólk Alls séu þetta um fimmtíu þúsund manns og auk þess hafi allstór hópur þegar fengið sinn skammt vegna aldurs. „Forgangsraðaðað verður eftir aldri og mun ég glaður þiggja minn skammt þegar kemur að mér. Þetta þýðir einnig að það styttist í leikskólastarfsfólk og kennara og aðra forgangshópa og síðan almenna bólusetningu fyrir alla þótt þetta hafi ekki verið tímasett upp á dag.“ Hann segir bólusetningar í traustum höndum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og honum heyrist allir á einu máli um að skipulag og utanumhald sé til fyrirmyndar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boð í bólusetningu með SMS-skilaboðum síðastliðinn föstudag. „Ég átti að mæta núna kl. 10.10 og fá skammt frá Pfizer. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur sem hefur starfað í pólitík í lengri tíma. Fer hann þannig að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að fólk sem ekki er í beinum tengslum við sjúklinga þiggi ekki boð um bólusetningu þótt það fái boð þess efnis. Ekki hafi verið hægt að greina á milli starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem sinni sjúklinga og annarra með réttindi sem jafnvel hafi ekki starfað við fagið í lengri tíma. „Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi.“ Hann segir að fyrirspurn sín um bólusetningaboðið hafi dregið fram ánægjulegar staðreyndir sem séu líklega ekki á allra vitorði. „Í þessari viku geta orðið margir stórir bólusetningardagar þótt þeir hafi ekki verið staðfestir og í næstu viku og þar næstu ættu stórir hópar fólks með undirliggjandi sjúkdóma að geta fengið bólusetningu.“ Styttist í kennara og leikskólastarfsfólk Alls séu þetta um fimmtíu þúsund manns og auk þess hafi allstór hópur þegar fengið sinn skammt vegna aldurs. „Forgangsraðaðað verður eftir aldri og mun ég glaður þiggja minn skammt þegar kemur að mér. Þetta þýðir einnig að það styttist í leikskólastarfsfólk og kennara og aðra forgangshópa og síðan almenna bólusetningu fyrir alla þótt þetta hafi ekki verið tímasett upp á dag.“ Hann segir bólusetningar í traustum höndum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og honum heyrist allir á einu máli um að skipulag og utanumhald sé til fyrirmyndar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira