Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2021 11:30 Björn Steinbekk horfir fram á veginn, bæði hér á gossvæðinu og í lífinu. Vísir Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. Fjölmargir hafa lagt leið sína suður eftir til að verða vitni að þessu mikla sjónarspili persónulega en það er óhætt að segja að Íslendingar séu nú í mikilli forréttindastöðu; að geta upplifað slíkan viðburð og sjá þessa tilkomumiklu sjón með berum augum. Áhugi erlendis er einnig gríðarlegur en myndir af eldgosinu hafa ratað á margar helstu fréttaveitur heims að undanförnu. Þar má jafnvel segja að frumkvæði og áræðni eins manns hafi staðið upp úr. Björn Steinbekk er drónaljósmyndari og tökumaður sem hefur á síðustu vikum náð hreint ótrúlegum myndum sem hafa fengið gríðarlega dreifingu og vakið mikil viðbrögð. Dálítið eins og Disney gos Frosti Logason hitti Björn í Meradölum um daginn og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um það hvernig hann hefur upplifað síðustu vikur sem hafa verið mjög viðburðaríkar ekki síst fyrir hann persónulega. „Þetta er ofboðslega skemmtileg upplifun, að fá að koma aftur og sjá breytingarnar á náttúrunni og upplifa hvernig annað fólk horfir á þetta. Mér finnst líka svolítið gaman að sjá þessa fjölskyldustemningu. Þetta er svona svolítið eins og Disney gos. Það geta allir komið og sest fyrir framan þetta og notið þess. Þetta er bara eins og ein góð Disney mynd,“ segir Björn. Björn hefur náð ótrúlegu myndefni af gosinu. Björn hefur getið sér gott orð fyrir ótrúlega fallegar myndir af landslagi Íslands undanfarið en hann byrjaði bara fyrir nokkrum árum að fljúga drónum þegar hann var að vinna markaðsefni fyrir aðila í ferðaþjónustu hér á landi. Í dag er sú vinna orðin að aðalstarfi Bjössa og var hann því ekki lengi að rjúka af stað um leið og eldgosið hófst þann 19. mars síðastliðinn. Má segja að myndirnar sem hann náði strax á öðrum degi gossins hafi verið einhverjar best tímasettu fréttamyndir sem teknar hafa verið á síðustu árum hér á landi. Þær myndir hafa farið sem eldur í sinu á bæði samfélagsmiðlum og öllum helstu fréttaveitum heims en Bjössi segir að mómentið þegar hann náði skotinu, þegar drónin flaug eftir gosflæðinu upp að gígnum og svo að lokum inn í hraunsletturnar úr iðrum jarðar, hafi verið einstakt í alla staði. „Það var ótrúleg stund. Það kom svona þoka og rigning yfir. Það var mjög sérstakt andrúmsloft og mjög lítið af fólki og það var þá sem ég náði þessu fræga skoti þar sem ég fer í gegnum gíginn. Ég var að taka þetta saman um daginn með þetta sérstaka skot og fór í smá google leit og það tók mig fjóra tíma að fara í gegnum þetta allt. Ég myndi skjóta á, eftir þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá fyrirtækinu sem sér um að selja réttinn að þessu, að við séum komin í á aðra hundrað milljónir áhorfa og þetta er enn þá að fleygiferð.“ Það er sennilega óumdeilt að myndefni sem þetta er einhverja milljarða virði þegar kemur að markaðsetningu landsins og í raun ótrúlegt að á bak við það standi einn maður með dróna. En Björn segir að honum finnist einmitt merkilegast sjálfum hvað tæknin geti boðið upp á einfaldar lausnir til að ná til fjöldans í dag. „Þú getur farið út og náð að heilla fólk á ofboðslega stuttum tíma. Það líða kannski fjórir klukkutímar frá því að ég er búinn að skjóta myndbandið og þá er ég búinn að fara heim, hlaða því upp og setja það á netið. Við þurfum ekki lengur einhverja risastóra OB-bíla eða eitthvað annað. Ég er bara með minn bíl frá Toyota og þar er ég með 4g skipaloftnet, rafmagn og innbyggðar upptökusnúrur. Hvar sem ég er og kemst í símasamband get ég komið frá mér efni, mjög heiðarlegu efni.“ Hér má sjá Björn að störfum þegar ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali.vísir/vilhelm Björn segist ekki í nokkrum vafa um að þetta eldgos geti haft svipuð áhrif og gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem margir segja að hafi einfaldlega bjargað Íslandi upp úr fjármálahruninu árin á undan, en í kjölfar þess fór af stað áður óþekktur ferðamannaiðnaður hér á landi sem við vorum í raun enn að njóta góðs af þegar Covid-19 skall hér á fyrir rúmu ári síðan. Gárungar í markaðsmálum hafa gert því skóna að myndir á samfélagsmiðlun eins þær sem Bjössi hefur verið að birta að undanförnu gætu gert gæfumuninn í því að endurreisa þann ferðamannaiðnað við af miklum krafti eftir að kórónaveirunni sleppir. Maraþon útsending „Öll sú umræða sem við getum fengið um Ísland á jákvæðan hátt sé bara frábær. Ef ég get átt einhvern hlut í henni þá finnst mér það bara æðislegt og ég er rosalega stoltur af því. Ég hef líka fengið mikla hjálp og þú þarft fólk með þér í svona verkefnum. Við eigum að færa okkar einstöku náttúru til fólksins og nota til þess öll tæki og tól. Á næstu dögum ætlar Björn að standa fyrir 12 tíma maraþonútsendingu frá gosstöðvunum í samvinnu með Vísi þar sem hann verður vopnaður sex drónum og útsendingagræjum af fínustu sort. Sjálfur segist Björn ekki hafa hugmynd um hvað hann fái úr öllu þessu ævintýri fjárhagslega en hann hefur þegar gert samning við einskonar höfundarétthafamiðlun sem sér um að halda utan um dreifingu efnisins og rukka fyrir það greiðslur en verkefnið var einfaldlega orðið of stórt fyrir Björn sjálfan þegar hann var farinn að fá óskir frá tugum eða hundruðum sjónvarpsstöðva á sama deginum í síðustu viku. „Mér hefur verið gefið í skyn að ég fái pening fyrir þetta. Það er verið að koma efninu út og það er einhver milliliður sem tekur sitt. Það sem skiptir mestu máli er að þau byrjuðu að rukka inn fyrir YouTube og núna er myndbandið að detta í 800 þúsund áhorf þar, fyrir utan allar milljónirnar annars staðar, það hefur verulega að segja. Það sem ég hef verið að taka út úr þessu öllu er að vera auðmjúkur um þetta. Þetta er einstakt tækifæri sem ég hef fengið, sem fjölskyldan mín hefur fengið. Eins og t.d. þegar Will Smith birtir þetta myndband þá hleypur sonur minn út á sokkunum öskrandi. Það er svo auðvelt að fara hina leiðina og ég hef sjálfur verið þar sem einstaklingur og persóna, og ég hefði alveg getað orðið hrokafullur og voða ánægður með mig. Þeir sem þekkja mig vita alveg að ég get farið þangað. Ég passa mig bara að vera í auðmýktinni. Partur af því er að hringja mikið í vina mína og vera í jarðsambandi. Ég er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri og jafnvel það þriðja.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Fjölmargir hafa lagt leið sína suður eftir til að verða vitni að þessu mikla sjónarspili persónulega en það er óhætt að segja að Íslendingar séu nú í mikilli forréttindastöðu; að geta upplifað slíkan viðburð og sjá þessa tilkomumiklu sjón með berum augum. Áhugi erlendis er einnig gríðarlegur en myndir af eldgosinu hafa ratað á margar helstu fréttaveitur heims að undanförnu. Þar má jafnvel segja að frumkvæði og áræðni eins manns hafi staðið upp úr. Björn Steinbekk er drónaljósmyndari og tökumaður sem hefur á síðustu vikum náð hreint ótrúlegum myndum sem hafa fengið gríðarlega dreifingu og vakið mikil viðbrögð. Dálítið eins og Disney gos Frosti Logason hitti Björn í Meradölum um daginn og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um það hvernig hann hefur upplifað síðustu vikur sem hafa verið mjög viðburðaríkar ekki síst fyrir hann persónulega. „Þetta er ofboðslega skemmtileg upplifun, að fá að koma aftur og sjá breytingarnar á náttúrunni og upplifa hvernig annað fólk horfir á þetta. Mér finnst líka svolítið gaman að sjá þessa fjölskyldustemningu. Þetta er svona svolítið eins og Disney gos. Það geta allir komið og sest fyrir framan þetta og notið þess. Þetta er bara eins og ein góð Disney mynd,“ segir Björn. Björn hefur náð ótrúlegu myndefni af gosinu. Björn hefur getið sér gott orð fyrir ótrúlega fallegar myndir af landslagi Íslands undanfarið en hann byrjaði bara fyrir nokkrum árum að fljúga drónum þegar hann var að vinna markaðsefni fyrir aðila í ferðaþjónustu hér á landi. Í dag er sú vinna orðin að aðalstarfi Bjössa og var hann því ekki lengi að rjúka af stað um leið og eldgosið hófst þann 19. mars síðastliðinn. Má segja að myndirnar sem hann náði strax á öðrum degi gossins hafi verið einhverjar best tímasettu fréttamyndir sem teknar hafa verið á síðustu árum hér á landi. Þær myndir hafa farið sem eldur í sinu á bæði samfélagsmiðlum og öllum helstu fréttaveitum heims en Bjössi segir að mómentið þegar hann náði skotinu, þegar drónin flaug eftir gosflæðinu upp að gígnum og svo að lokum inn í hraunsletturnar úr iðrum jarðar, hafi verið einstakt í alla staði. „Það var ótrúleg stund. Það kom svona þoka og rigning yfir. Það var mjög sérstakt andrúmsloft og mjög lítið af fólki og það var þá sem ég náði þessu fræga skoti þar sem ég fer í gegnum gíginn. Ég var að taka þetta saman um daginn með þetta sérstaka skot og fór í smá google leit og það tók mig fjóra tíma að fara í gegnum þetta allt. Ég myndi skjóta á, eftir þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá fyrirtækinu sem sér um að selja réttinn að þessu, að við séum komin í á aðra hundrað milljónir áhorfa og þetta er enn þá að fleygiferð.“ Það er sennilega óumdeilt að myndefni sem þetta er einhverja milljarða virði þegar kemur að markaðsetningu landsins og í raun ótrúlegt að á bak við það standi einn maður með dróna. En Björn segir að honum finnist einmitt merkilegast sjálfum hvað tæknin geti boðið upp á einfaldar lausnir til að ná til fjöldans í dag. „Þú getur farið út og náð að heilla fólk á ofboðslega stuttum tíma. Það líða kannski fjórir klukkutímar frá því að ég er búinn að skjóta myndbandið og þá er ég búinn að fara heim, hlaða því upp og setja það á netið. Við þurfum ekki lengur einhverja risastóra OB-bíla eða eitthvað annað. Ég er bara með minn bíl frá Toyota og þar er ég með 4g skipaloftnet, rafmagn og innbyggðar upptökusnúrur. Hvar sem ég er og kemst í símasamband get ég komið frá mér efni, mjög heiðarlegu efni.“ Hér má sjá Björn að störfum þegar ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali.vísir/vilhelm Björn segist ekki í nokkrum vafa um að þetta eldgos geti haft svipuð áhrif og gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem margir segja að hafi einfaldlega bjargað Íslandi upp úr fjármálahruninu árin á undan, en í kjölfar þess fór af stað áður óþekktur ferðamannaiðnaður hér á landi sem við vorum í raun enn að njóta góðs af þegar Covid-19 skall hér á fyrir rúmu ári síðan. Gárungar í markaðsmálum hafa gert því skóna að myndir á samfélagsmiðlun eins þær sem Bjössi hefur verið að birta að undanförnu gætu gert gæfumuninn í því að endurreisa þann ferðamannaiðnað við af miklum krafti eftir að kórónaveirunni sleppir. Maraþon útsending „Öll sú umræða sem við getum fengið um Ísland á jákvæðan hátt sé bara frábær. Ef ég get átt einhvern hlut í henni þá finnst mér það bara æðislegt og ég er rosalega stoltur af því. Ég hef líka fengið mikla hjálp og þú þarft fólk með þér í svona verkefnum. Við eigum að færa okkar einstöku náttúru til fólksins og nota til þess öll tæki og tól. Á næstu dögum ætlar Björn að standa fyrir 12 tíma maraþonútsendingu frá gosstöðvunum í samvinnu með Vísi þar sem hann verður vopnaður sex drónum og útsendingagræjum af fínustu sort. Sjálfur segist Björn ekki hafa hugmynd um hvað hann fái úr öllu þessu ævintýri fjárhagslega en hann hefur þegar gert samning við einskonar höfundarétthafamiðlun sem sér um að halda utan um dreifingu efnisins og rukka fyrir það greiðslur en verkefnið var einfaldlega orðið of stórt fyrir Björn sjálfan þegar hann var farinn að fá óskir frá tugum eða hundruðum sjónvarpsstöðva á sama deginum í síðustu viku. „Mér hefur verið gefið í skyn að ég fái pening fyrir þetta. Það er verið að koma efninu út og það er einhver milliliður sem tekur sitt. Það sem skiptir mestu máli er að þau byrjuðu að rukka inn fyrir YouTube og núna er myndbandið að detta í 800 þúsund áhorf þar, fyrir utan allar milljónirnar annars staðar, það hefur verulega að segja. Það sem ég hef verið að taka út úr þessu öllu er að vera auðmjúkur um þetta. Þetta er einstakt tækifæri sem ég hef fengið, sem fjölskyldan mín hefur fengið. Eins og t.d. þegar Will Smith birtir þetta myndband þá hleypur sonur minn út á sokkunum öskrandi. Það er svo auðvelt að fara hina leiðina og ég hef sjálfur verið þar sem einstaklingur og persóna, og ég hefði alveg getað orðið hrokafullur og voða ánægður með mig. Þeir sem þekkja mig vita alveg að ég get farið þangað. Ég passa mig bara að vera í auðmýktinni. Partur af því er að hringja mikið í vina mína og vera í jarðsambandi. Ég er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri og jafnvel það þriðja.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira