„Pabbi, við ætlum ekki að stoppa því mamma stoppaði aldrei“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 17:41 Shreeraj og Rajshree hlupu saman Royal Parks hálfmaraþonið árið 2018. Shreeraj Laturia Hinn 42 ára gamli Shreeraj Laturia, sem missti eiginkonu sína og ungbarn í bílslysi við Núpsvötn, segir að langhlaup hafi hjálpað honum mikið við að vinna úr sorginni sem fylgdi þessum mikla missi. Shreeraj og eiginkona hans Rajshree voru á ferðalagi um Ísland í desember 2018 með ellefu mánaða gömlu barni sínu og átta ára dóttur þegar slysið átti sér stað. Shreeraj, sem sat við stýri, missti stjórn á bílnum sem fór út af brúnni yfir Núpsvötnum. Fjölskyldan var ekki ein í bílnum, en þau voru á ferðalagi með bróður Shreeraj, eiginkonu hans og barni. Mágkona Shreeraj lést einnig í slysinu. Shreeraj og átta ára dóttir þeirra hjóna slösuðust alvarlega og segir hann í samtali við My London að það hafi tekið hann langan tíma að átta sig á því hvað hafi gerst. Hann hafi ítrekað spurt móður sína, sem ferðaðist til Íslands frá Indlandi, hvar Rajshree og barnið þeirra væru. „Ég spurði ítrekað hvers vegna ég var á Íslandi og, það sem skiptir meira máli, hvar barnið mitt og konan mín væru,“ segir Shreeraj í viðtali við My London. Hljóp hálfmaraþon stuttu eftir fæðingu Eftir nokkra dvöl á Landspítalanum voru Shreeraj og dóttir hans flutt á konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum þar sem þau náðu bata. Þau hjónin höfðu, stuttu fyrir slysið, byrjað að fá áhuga á langhlaupum og hlupu þau saman Royal Parks hálfmaraþonið árið 2018. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir liðnir frá því að Rajshree hafði fætt yngri dóttur þeirra hjóna. Shreeraj hafði sjálfur byrjað að hlaupa nokkru áður og hafði hlaupið Lundúnarmaraþonið árið 2017. Eftir fæðingu yngri dótturinnar fékk Rajshree hins vegar brennandi áhuga á langhlaupi og fóru þau hjónin að æfa saman fyrir Royal Parks hálfmaraþonið, þrátt fyrir að Rajshree væri enn að jafna sig eftir keisaraskurð. „Ég studdi hana. Það gladdi mig mikið að verja tíma með börnunum mínum á meðan konan mín var að æfa,“ segir Shreeraj. „Ég hélt á vatnsflöskunni hennar og við hlupum hlið við hlið í tvo klukkutíma og tuttugu mínútur. Það var frábær tími,“ segir Shreeraj þegar hann minnist hálfmaraþonsins sem þau hlupu saman. „Hún var svo ánægð með það að hafa náð að klára hálfmaraþonið. Vinir okkar biðu eftir okkur við markið með börnunum okkar. Ég á mjög góðar minningar frá þessum degi. Núna virðist það hafa verið fjarlægur draumur að við höfum stefnt að því að klára lengri hlaup saman. Það varð ekkert úr því,“ segir Shreeraj. „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa“ Frá slysinu hefur Shreeraj haldið áfram að hlaupa og segir hann að langhlaupin hafi hjálpað sér í sorgarferlinu. Hlaupið sé eins konar hugleiðsla. „Það að hafa misst barnið mitt og lífsförunaut minn, í fyrstu fannst mér eins og ég hefði enga ástæðu til að lifa. Enga ástæðu til að halda áfram,“ segir Shreeraj. Shreeraj segist áhyggjufullur yfir áhrifunum sem slysið hafði á dóttur hans, sem nú er tíu ára gömul. „Þetta er erfiðara fyrir dóttur mína sem er bara lítið barn. Enginn tími er góður til að missa foreldri. En sem svona ung manneskja, að hafa misst móður á svona ofbeldisfullan hátt og svona skyndilega – þetta var mikið áfall fyrir hana,“ segir Shreeraj. Þau feðginin hafa staðið þétt saman frá slysinu, fara reglulega í göngur og gera allt það sem „pabbar og dætur gera saman,“ á meðan þau reyna að finna hugarró. Árið 2019 eftir að þau höfðu náð bata eftir slysið hlupu þau fimm kílómetra hlaup til minningar fjölskyldu sinnar sem fórst í slysinu. „Ég hljóp Royal Parks hlaupið fyrir krakkana með dóttur minni. Þegar við byrjuðum að hlaupa sagði dóttir mín: „Pabbi við ætlum ekki að stoppa einu sinni, vegna þess að mamma stoppaði aldrei.“ „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa. Fyrir mér sýnir það að hún hefur erft staðfestu og ástríðu móður sinnar.“ Banaslys við Núpsvötn Bretland Tengdar fréttir Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Íslandi að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum. 13. janúar 2019 18:27 Fara á spítala á Bretlandi á morgun Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir. 7. janúar 2019 14:58 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Shreeraj og eiginkona hans Rajshree voru á ferðalagi um Ísland í desember 2018 með ellefu mánaða gömlu barni sínu og átta ára dóttur þegar slysið átti sér stað. Shreeraj, sem sat við stýri, missti stjórn á bílnum sem fór út af brúnni yfir Núpsvötnum. Fjölskyldan var ekki ein í bílnum, en þau voru á ferðalagi með bróður Shreeraj, eiginkonu hans og barni. Mágkona Shreeraj lést einnig í slysinu. Shreeraj og átta ára dóttir þeirra hjóna slösuðust alvarlega og segir hann í samtali við My London að það hafi tekið hann langan tíma að átta sig á því hvað hafi gerst. Hann hafi ítrekað spurt móður sína, sem ferðaðist til Íslands frá Indlandi, hvar Rajshree og barnið þeirra væru. „Ég spurði ítrekað hvers vegna ég var á Íslandi og, það sem skiptir meira máli, hvar barnið mitt og konan mín væru,“ segir Shreeraj í viðtali við My London. Hljóp hálfmaraþon stuttu eftir fæðingu Eftir nokkra dvöl á Landspítalanum voru Shreeraj og dóttir hans flutt á konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum þar sem þau náðu bata. Þau hjónin höfðu, stuttu fyrir slysið, byrjað að fá áhuga á langhlaupum og hlupu þau saman Royal Parks hálfmaraþonið árið 2018. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir liðnir frá því að Rajshree hafði fætt yngri dóttur þeirra hjóna. Shreeraj hafði sjálfur byrjað að hlaupa nokkru áður og hafði hlaupið Lundúnarmaraþonið árið 2017. Eftir fæðingu yngri dótturinnar fékk Rajshree hins vegar brennandi áhuga á langhlaupi og fóru þau hjónin að æfa saman fyrir Royal Parks hálfmaraþonið, þrátt fyrir að Rajshree væri enn að jafna sig eftir keisaraskurð. „Ég studdi hana. Það gladdi mig mikið að verja tíma með börnunum mínum á meðan konan mín var að æfa,“ segir Shreeraj. „Ég hélt á vatnsflöskunni hennar og við hlupum hlið við hlið í tvo klukkutíma og tuttugu mínútur. Það var frábær tími,“ segir Shreeraj þegar hann minnist hálfmaraþonsins sem þau hlupu saman. „Hún var svo ánægð með það að hafa náð að klára hálfmaraþonið. Vinir okkar biðu eftir okkur við markið með börnunum okkar. Ég á mjög góðar minningar frá þessum degi. Núna virðist það hafa verið fjarlægur draumur að við höfum stefnt að því að klára lengri hlaup saman. Það varð ekkert úr því,“ segir Shreeraj. „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa“ Frá slysinu hefur Shreeraj haldið áfram að hlaupa og segir hann að langhlaupin hafi hjálpað sér í sorgarferlinu. Hlaupið sé eins konar hugleiðsla. „Það að hafa misst barnið mitt og lífsförunaut minn, í fyrstu fannst mér eins og ég hefði enga ástæðu til að lifa. Enga ástæðu til að halda áfram,“ segir Shreeraj. Shreeraj segist áhyggjufullur yfir áhrifunum sem slysið hafði á dóttur hans, sem nú er tíu ára gömul. „Þetta er erfiðara fyrir dóttur mína sem er bara lítið barn. Enginn tími er góður til að missa foreldri. En sem svona ung manneskja, að hafa misst móður á svona ofbeldisfullan hátt og svona skyndilega – þetta var mikið áfall fyrir hana,“ segir Shreeraj. Þau feðginin hafa staðið þétt saman frá slysinu, fara reglulega í göngur og gera allt það sem „pabbar og dætur gera saman,“ á meðan þau reyna að finna hugarró. Árið 2019 eftir að þau höfðu náð bata eftir slysið hlupu þau fimm kílómetra hlaup til minningar fjölskyldu sinnar sem fórst í slysinu. „Ég hljóp Royal Parks hlaupið fyrir krakkana með dóttur minni. Þegar við byrjuðum að hlaupa sagði dóttir mín: „Pabbi við ætlum ekki að stoppa einu sinni, vegna þess að mamma stoppaði aldrei.“ „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa. Fyrir mér sýnir það að hún hefur erft staðfestu og ástríðu móður sinnar.“
Banaslys við Núpsvötn Bretland Tengdar fréttir Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Íslandi að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum. 13. janúar 2019 18:27 Fara á spítala á Bretlandi á morgun Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir. 7. janúar 2019 14:58 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Íslandi að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum. 13. janúar 2019 18:27
Fara á spítala á Bretlandi á morgun Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir. 7. janúar 2019 14:58
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37