Styrkur til að nýta jarðvarma til kælingar á eplum Heimsljós 9. apríl 2021 16:00 Í fjallahéraðinu Kinnaur í norðurhluta Indlands er að finna lághita jarðvarma sem rannsaka á hvort nýta megi sem orkugjafa. Utanríkisráðuneytið hefur veitt GEG ehf. 30 milljóna króna styrk til þess að rannsaka möguleika á notkun lághita jarðvarma á Norður-Indlandi til að koma á fót kæligeymslum fyrir epli. Styrkurinn er veittur úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en GEG er þróunarfélag á sviði jarðhita með höfuðstöðvar á Íslandi. Verkefninu á að ljúka í árslok 2023. Í fjallahéraðinu Kinnaur í norðurhluta Indlands er að finna lághita jarðvarma. Að sögn Snorra Einarssonar framkvæmdastjóra tæknisviðs GEG er ætlun að nýta þá orku til að keyra gufudrifna kæliklefa. „Við viljum nýta þá tækni til að keyra kæligeymslu fyrir epli. Bein nýting jarðhitans til kælingar er ódýrari leið til að kæla eplin heldur en að nýta raforku,“ segir hann. Snorri bendir á að engar kæligeymslur séu fyrir hendi í héraðinu eins og staðan er í dag. Því neyðist bændur oft til þess að selja epli á lægra verði á uppskerutíma í stað þess að geta geymt þau í kælum og selt yfir lengri tíma og skapað þannig meiri verðmæti fyrir samfélagið. Verkefnið tengist fjórum af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Markmiði um sjálfbæra orku (7); markmiði um góða atvinnu og hagvöxt (8); markmiði um aukinn jöfnuð (10) og markmiði um aðgerðir í loftlagsmálum (13). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Indland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur veitt GEG ehf. 30 milljóna króna styrk til þess að rannsaka möguleika á notkun lághita jarðvarma á Norður-Indlandi til að koma á fót kæligeymslum fyrir epli. Styrkurinn er veittur úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en GEG er þróunarfélag á sviði jarðhita með höfuðstöðvar á Íslandi. Verkefninu á að ljúka í árslok 2023. Í fjallahéraðinu Kinnaur í norðurhluta Indlands er að finna lághita jarðvarma. Að sögn Snorra Einarssonar framkvæmdastjóra tæknisviðs GEG er ætlun að nýta þá orku til að keyra gufudrifna kæliklefa. „Við viljum nýta þá tækni til að keyra kæligeymslu fyrir epli. Bein nýting jarðhitans til kælingar er ódýrari leið til að kæla eplin heldur en að nýta raforku,“ segir hann. Snorri bendir á að engar kæligeymslur séu fyrir hendi í héraðinu eins og staðan er í dag. Því neyðist bændur oft til þess að selja epli á lægra verði á uppskerutíma í stað þess að geta geymt þau í kælum og selt yfir lengri tíma og skapað þannig meiri verðmæti fyrir samfélagið. Verkefnið tengist fjórum af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Markmiði um sjálfbæra orku (7); markmiði um góða atvinnu og hagvöxt (8); markmiði um aukinn jöfnuð (10) og markmiði um aðgerðir í loftlagsmálum (13). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Indland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent