Sjaldgæfur hvalreki í Eyjafirði vakti athygli Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 16:39 Ekki var annað að sjá en að norðsnjáldrinn væri í góðu líkamlegu ástandi. Mynd/Stefani Lohman Norðsnjáldri af ætt svínhvala fannst rekinn dauður í síðustu viku skammt sunnan við Grenivík í Eyjafirði. Dánarorsök er ókunn en hvalrekinn er sagður teljast til tíðinda þar sem aðeins er vitað um átta önnur tilvik hér við land frá því að skráningu hófst með skipulögðum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Dýrið var 4,73 metrar að lengd, líklega fullorðinn tarfur en stærstir verða norðsnjáldrar 5−5,5 metrar og allt að 1,5 tonn. Kristinn Ásmundsson, bóndi á Höfða II, tilkynnti um hvalrekann eftir að hafa fundið hvalinn í svokallaðri Bót nærri bænum. Hvalshræið var urðað í fjöru þar sem það verður látið rotna. Beinagrindin verður hirt síðar og rannsökuð og einnig má nota hana í sýningahaldi, að sögn Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúrminjasafnsins. Sverrir Daníel Halldórsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, fór á vettvang hvalrekans ásamt Hlyni Péturssyni, útibússtjóra stofnunarinnar á Akureyri, þar sem þeir mældu hvalinn og tóku sýni til nánari rannsókna. Ekkert plast í maga hvalsins Fram kemur í tilkynningu að ekki væri annað að sjá en að norðsnjáldrinn (Mesoplodon bidens) væri í góðu líkamlegu ástandi. Engar fæðuleifar fundust í maga hans og ekkert plast heldur, sem að undanförnu hefur fundist í töluverðu magni í mögum annarra hvala af svínhvalaætt (Ziphidae). Hræið var að lokum urðað í fjöru.Mynd/Stefani Lohman Að sögn Náttúruminjasafnsins lifa norðsnjáldrar, líkt og aðrir tannhvalir, mest á bein- og brjóskfiskum og smokkfiski en almennt er lítið vitað um lífshætti dýranna. „Óvíst er um ævilengd norðsnjáldra, en miðað við aðra svínhvali geta þeir orðið 15−30 ára að jafnaði. Dýrin eru gráleit og dekkri á baki en kviði. Á baki eru oft rispur og rákir, líklega eftir slagsmál. Enda þótt norðsnjáldri tilheyri tannhvölum hefur hann aðeins eitt par af tönnum, líkt og latneska nafn hans gefur til kynna, bidens - tvær tennur. Tennurnar eru á miðjum neðri kjálka, en aðeins í karldýrum því kýrnar eru tannlausar.“ Að sögn Náttúruminjasafnsins finnast norðsnjáldrar í Norður-Atlantshafi, aðallega djúpt úti og meira í því austanverðu en vestan hafs. Norðsnjáldrar halda sig mest fjarri landi djúpt á hafi úti og eru auk þess mjög styggir. Ekki er vitað um stofnstærð tegundarinnar, hvorki hér á landi né hjá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu (IUCN) eða Umhverfisstofnun Evrópusambandsins (EEA). Einungis er vitað um átta önnur tilvik hvalreka á ströndum Íslands frá því Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti árið 1980. Fyrsti staðfesti fundurinn var árið 1992 við bæinn Ós í Breiðdal og síðasti árið 2018, þegar tarf rak á land í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Dýr Grýtubakkahreppur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Dýrið var 4,73 metrar að lengd, líklega fullorðinn tarfur en stærstir verða norðsnjáldrar 5−5,5 metrar og allt að 1,5 tonn. Kristinn Ásmundsson, bóndi á Höfða II, tilkynnti um hvalrekann eftir að hafa fundið hvalinn í svokallaðri Bót nærri bænum. Hvalshræið var urðað í fjöru þar sem það verður látið rotna. Beinagrindin verður hirt síðar og rannsökuð og einnig má nota hana í sýningahaldi, að sögn Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúrminjasafnsins. Sverrir Daníel Halldórsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, fór á vettvang hvalrekans ásamt Hlyni Péturssyni, útibússtjóra stofnunarinnar á Akureyri, þar sem þeir mældu hvalinn og tóku sýni til nánari rannsókna. Ekkert plast í maga hvalsins Fram kemur í tilkynningu að ekki væri annað að sjá en að norðsnjáldrinn (Mesoplodon bidens) væri í góðu líkamlegu ástandi. Engar fæðuleifar fundust í maga hans og ekkert plast heldur, sem að undanförnu hefur fundist í töluverðu magni í mögum annarra hvala af svínhvalaætt (Ziphidae). Hræið var að lokum urðað í fjöru.Mynd/Stefani Lohman Að sögn Náttúruminjasafnsins lifa norðsnjáldrar, líkt og aðrir tannhvalir, mest á bein- og brjóskfiskum og smokkfiski en almennt er lítið vitað um lífshætti dýranna. „Óvíst er um ævilengd norðsnjáldra, en miðað við aðra svínhvali geta þeir orðið 15−30 ára að jafnaði. Dýrin eru gráleit og dekkri á baki en kviði. Á baki eru oft rispur og rákir, líklega eftir slagsmál. Enda þótt norðsnjáldri tilheyri tannhvölum hefur hann aðeins eitt par af tönnum, líkt og latneska nafn hans gefur til kynna, bidens - tvær tennur. Tennurnar eru á miðjum neðri kjálka, en aðeins í karldýrum því kýrnar eru tannlausar.“ Að sögn Náttúruminjasafnsins finnast norðsnjáldrar í Norður-Atlantshafi, aðallega djúpt úti og meira í því austanverðu en vestan hafs. Norðsnjáldrar halda sig mest fjarri landi djúpt á hafi úti og eru auk þess mjög styggir. Ekki er vitað um stofnstærð tegundarinnar, hvorki hér á landi né hjá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu (IUCN) eða Umhverfisstofnun Evrópusambandsins (EEA). Einungis er vitað um átta önnur tilvik hvalreka á ströndum Íslands frá því Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti árið 1980. Fyrsti staðfesti fundurinn var árið 1992 við bæinn Ós í Breiðdal og síðasti árið 2018, þegar tarf rak á land í Höfðavík í Vestmannaeyjum.
Dýr Grýtubakkahreppur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira