Búið að lagfæra bröttu brekkuna þar sem margir hafa örmagnast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2021 11:10 Margir hafa örmagnast við bröttu brekkuna sem fara þarf til að komast að eldgosinu. Lagfæringar hafa verið gerðar þar, Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn segir að margir hafi örmagnast við bratta brekku sem fólk hefur þurft að ganga til að komast að gosstöðvunum. Lagfæringar hafi verið gerðar á leiðinni til að auðvelda yfirferð. Lokað er á gosstöðvunum í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu hafa þrjátíu og sex þúsund manns gengið að eldgosinu í Geldingadölum frá því mælirinn var settur upp þar þann 24. mars. Fimm þúsund og eitthundrað manns voru á svæðinu í gær samkvæmt talningunni sem er svipað og á þriðjudaginn þegar bílaraðir náðu að álverinu í Straumsvík um tíma. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir sætaferðir frá Grindavík mikið nýttar þannig að nánast engar umferðarteppur hafi verið á svæðinu síðustu daga. Aðstæður í brekkunni hafa oft verið afar erfiðar. Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir allan þennan fjölda í gær var jafnvægi í bílaumferð allan daginn og engar langar raðir mynduðust. Sætaferðir frá Grindavík eru greinilega að skila sér. Vandamálið hefur verið fjöldi bíla ekki endilega fjöldi fólks,“ segir Gunnar. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu um tuttugu manns í gær sem höfuðu orðið fyrir minniháttar gönguhnjaski. „Oftast er óskað eftir aðstoð eftir að það fer að skyggja eða þegar komið er myrkur og fólk er á niðurleið og er þreytt,“ segir Gunnar. Margir hafa lagt leið sína að eldgosinu frá upphafi.Vísir/Vilhelm Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi örmagnast við bröttu brekkuna sem ganga þarf til að komast að eldsstöðvunum. Fjöldi manns hefur örmagnast þar í slíkum tilfellum höfum við aðstoðað fólk. Við lagfærðum leiðina aðeins í gær þannig að brekkan varð með því aðeins auðveldari,“ segir hann. Hann segir að ef farið sé frá upphafi stikuðu gönguleiðarinnar að Geldingadölum sé ekki nema þrír og hálfur kílómetri að eldgosinu. Því ætti fólk að gera sloppið með sjö kílómetra göngu báðar leiðir. Gosstöðvarnar eru lokaðar í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu hafa þrjátíu og sex þúsund manns gengið að eldgosinu í Geldingadölum frá því mælirinn var settur upp þar þann 24. mars. Fimm þúsund og eitthundrað manns voru á svæðinu í gær samkvæmt talningunni sem er svipað og á þriðjudaginn þegar bílaraðir náðu að álverinu í Straumsvík um tíma. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir sætaferðir frá Grindavík mikið nýttar þannig að nánast engar umferðarteppur hafi verið á svæðinu síðustu daga. Aðstæður í brekkunni hafa oft verið afar erfiðar. Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir allan þennan fjölda í gær var jafnvægi í bílaumferð allan daginn og engar langar raðir mynduðust. Sætaferðir frá Grindavík eru greinilega að skila sér. Vandamálið hefur verið fjöldi bíla ekki endilega fjöldi fólks,“ segir Gunnar. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu um tuttugu manns í gær sem höfuðu orðið fyrir minniháttar gönguhnjaski. „Oftast er óskað eftir aðstoð eftir að það fer að skyggja eða þegar komið er myrkur og fólk er á niðurleið og er þreytt,“ segir Gunnar. Margir hafa lagt leið sína að eldgosinu frá upphafi.Vísir/Vilhelm Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi örmagnast við bröttu brekkuna sem ganga þarf til að komast að eldsstöðvunum. Fjöldi manns hefur örmagnast þar í slíkum tilfellum höfum við aðstoðað fólk. Við lagfærðum leiðina aðeins í gær þannig að brekkan varð með því aðeins auðveldari,“ segir hann. Hann segir að ef farið sé frá upphafi stikuðu gönguleiðarinnar að Geldingadölum sé ekki nema þrír og hálfur kílómetri að eldgosinu. Því ætti fólk að gera sloppið með sjö kílómetra göngu báðar leiðir. Gosstöðvarnar eru lokaðar í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira