Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2021 00:59 Langatöng var ekki valin af handahófi þegar Jörundur Áki tók eftir því að verið væri að smella af honum mynd. Þar hefur verið á ferðinni einhver félagi hans í A-teyminu á leiðinni heim til sín í sóttkví. JörundurÁki Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. Landsliðin hafa verið á erlendri grundu undanfarna rúma viku. 21 árs landsliðið spilaði á Evrópumótinu í Ungverjalandi en A-liðið hefur verið á flakki á milli Þýskalands, Armeníu og Sviss auk þess sem spilað var í Liechtenstein. Að verkefni loknu hittust allir sem búa á Íslandi úr hópunum tveimur, héldu fjarlægð þó, í Zürich í Sviss hvaðan flogið var heim til Íslands í dag í Boeing 737-MAX vél Icelandair. 21 árs teymið sat aftast í vélinni en A-landsliðsteymið framar. Sama dag, í dag, tóku nýjar reglur gildi hér á landi varðandi landamæri og áhættusvæði. Breyttar reglur á landamærum Frá og með deginum í dag eru einstaklingar, Íslendingar sem ferðamenn, skikkaðir í farsóttarhús komi þeir frá löndum sem teljast til áhættusvæða. Um er að ræða lönd sem merkt eru dökkrauð á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu og fleiri. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður slapp við að fara í sóttvarnahús við komuna í dag líkt og aðrir í A-teyminu.Hafliði Breiðfjörð Meðal landa eru Svíþjóð, Pólland og Ungverjaland. Sömuleiðis Liechtenstein, hvar A-landsliðið vann 4-1 sigur í gærkvöldi. A-landsliðshópurinn sleppur þó við dvöl á sóttvarnahóteli. Ástæðan? Liðið dvaldi í grannríkinu Sviss og var í Liechtenstein skemur en 24 klukkustundir. Átta skimanir, einangrun og einkaflugvél... Við komuna til Íslands í dag fór A-landsliðsteymið því heim til sín í fimm daga sóttkví. U21 árs teymið er hins vegar búið að koma sér fyrir á Fosshóteli í Þórunnartúni, sóttvarnahótelinu sem opnað var í dag. „Eftir 8 skimanir og einangrun í Ungverjalandi þá bíður okkar dvöl í sóttvarnarhúsi fram á þriðjudag í næstu viku...alveg eðlilegt bara,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, knattspyrnuþjálfari sem er hluti af 21 árs teyminu, í færslu á Twitter. Færslunni fylgir langatöng sem ætti ekki að þurfa að útskýra hvað merkir fyrir lesendum. „Og einkaflug, ekki gleyma því,“ bætir Þórður Þórðarsson markvarðarþjálfari liðsins við sem líklega er kominn upp í rúm í öðru herbergi á sóttvarnahótelinu. Og einkaflug ekki gleyma því— Þórður Þórðarson (@ThordarsonTH) April 1, 2021 Liðið hefur verið í Ungverjalandi undanfarna rúma viku þar sem liðið hefur aðeins mátt yfirgefa hótelið til að fara á æfingar og í þrjá leiki sína. Sem enduðu allir með tapi. Svekkjandi og ekki síður að frétta ytra að teymið væri á leið í sóttvarnahús við komuna til landsins. Léttir að sleppa við sóttvarnahótelið Hafliði Breiðfjörð er framkvæmdastjóri, fréttamaður og ljósmyndari á Fótbolta.net. Hann fylgdi A-teyminu til Þýskalands, Armeníu og loks Sviss þar sem liðið dvaldi á hóteli en spilaði í kollhnísfjarlægð í smáríkinu Liechtenstein. Af fyrrnefndum löndum er aðeins Liechtenstein skilgreint sem áhættusvæði. Óvíst var þangað til í gær hvort A-landsliðið þyrfti fyrir vikið að fara í fimm daga sóttkví. Spennan var því ekki aðeins mikil hvort landsliðið skoraði sitt fyrsta mark og næði í sín fyrstu stig undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, hvar landsliðsferli hans sem leikmanns lauk með martröð. Nei, líka hvort þeir í hópnum sem eiga heima hér á landi þyrftu að dvelja á farsóttarhúsi. En nei, veran í Liechtenstein var innan við 24 klukkustundir svo A-teymið slapp. Hafliði viðurkennir fúslega að hafa verið ansi létt þegar hann komst að því að hann myndi sleppa við sóttvarnahúsið. Sæbjörn Steinke, starfsmaður Fótbolta.net sem fylgdi 21 árs liðinu var ekki jafn heppinn. „Þetta verður ein veisla“ Sæbjörn er kominn upp á herbergi í sóttvarnahótelinu og þegar búinn að fá matinn upp á herbergi. „Þetta er rosalegt combo. Rifinn ostur, núðlur, lax og brauð. Gerist ekki betra.“ Svo mikið key að bjóða upp á rifinn ost og lax saman í máltíð pic.twitter.com/JY2R45TqW4— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) April 1, 2021 Þeir sem eru á sóttvarnahótelinu fá þrjár máltíðir í dag. Telja má líklegt að Sæbjörn muni leyfa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með, og hefur húmor fyrir aðstæðum. „Þetta verður ein veisla,“ segir hann á Twitter. Gaddavírsgirðing á Keflavíkurflugvelli Hafliði Breiðfjörð mundaði myndavélina fyrir utan Keflavíkurflugvöll við komuna í kvöld. Þá var hann kominn undir bert loft líkt og Davíð Snorri Jónsson, þjálfari 21 árs landsliðsins. Gaddavírsgirðing skildi þá þó að. Gaddavír ofan á girðingunni til að varna því að fólk sem fara á í sóttkví reyni að komast undan.Hafliði Breiðfjörð „Gaddavírsgirðing skilur að A-landslið Íslands og U21 í Leifsstöð. U21 kom heim frá eldrauðu svæði og þurfti að fara á sóttvarnarhótel meðan hinir fóru heim í sóttkví. Kannski lýsandi fyrir frelsissviptinguna að gaddavírsgirðing sé notuð til að afmarka sem fóru á hótelið,“ segir Hafliði á Twitter.. Á Instagram veltir hann því fyrir sér hvort það ætti að kalla sóttvarnahótelið frekar sóttvarnafangelsi enda sé útivistartími þar minni en í fangelsi almennt. Það er að segja, enginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Keflavíkurflugvöllur EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. 1. apríl 2021 18:56 Fjarlægja Spán af lista yfir lönd skilgreind sem áhættusvæði Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fjarlægja meginland Spánar af landalista sóttvarnalæknis þar sem tilgreint er hvaða lönd eru skilgreind áhættusvæði vegna mikils nýgengis COVID-19 smita. Farþegar frá meginlandi Spánar skulu því sæta sóttkví í heimahúsi eftir breytinguna en ekki á sóttkvíarhóteli. 31. mars 2021 13:52 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Landsliðin hafa verið á erlendri grundu undanfarna rúma viku. 21 árs landsliðið spilaði á Evrópumótinu í Ungverjalandi en A-liðið hefur verið á flakki á milli Þýskalands, Armeníu og Sviss auk þess sem spilað var í Liechtenstein. Að verkefni loknu hittust allir sem búa á Íslandi úr hópunum tveimur, héldu fjarlægð þó, í Zürich í Sviss hvaðan flogið var heim til Íslands í dag í Boeing 737-MAX vél Icelandair. 21 árs teymið sat aftast í vélinni en A-landsliðsteymið framar. Sama dag, í dag, tóku nýjar reglur gildi hér á landi varðandi landamæri og áhættusvæði. Breyttar reglur á landamærum Frá og með deginum í dag eru einstaklingar, Íslendingar sem ferðamenn, skikkaðir í farsóttarhús komi þeir frá löndum sem teljast til áhættusvæða. Um er að ræða lönd sem merkt eru dökkrauð á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu og fleiri. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður slapp við að fara í sóttvarnahús við komuna í dag líkt og aðrir í A-teyminu.Hafliði Breiðfjörð Meðal landa eru Svíþjóð, Pólland og Ungverjaland. Sömuleiðis Liechtenstein, hvar A-landsliðið vann 4-1 sigur í gærkvöldi. A-landsliðshópurinn sleppur þó við dvöl á sóttvarnahóteli. Ástæðan? Liðið dvaldi í grannríkinu Sviss og var í Liechtenstein skemur en 24 klukkustundir. Átta skimanir, einangrun og einkaflugvél... Við komuna til Íslands í dag fór A-landsliðsteymið því heim til sín í fimm daga sóttkví. U21 árs teymið er hins vegar búið að koma sér fyrir á Fosshóteli í Þórunnartúni, sóttvarnahótelinu sem opnað var í dag. „Eftir 8 skimanir og einangrun í Ungverjalandi þá bíður okkar dvöl í sóttvarnarhúsi fram á þriðjudag í næstu viku...alveg eðlilegt bara,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, knattspyrnuþjálfari sem er hluti af 21 árs teyminu, í færslu á Twitter. Færslunni fylgir langatöng sem ætti ekki að þurfa að útskýra hvað merkir fyrir lesendum. „Og einkaflug, ekki gleyma því,“ bætir Þórður Þórðarsson markvarðarþjálfari liðsins við sem líklega er kominn upp í rúm í öðru herbergi á sóttvarnahótelinu. Og einkaflug ekki gleyma því— Þórður Þórðarson (@ThordarsonTH) April 1, 2021 Liðið hefur verið í Ungverjalandi undanfarna rúma viku þar sem liðið hefur aðeins mátt yfirgefa hótelið til að fara á æfingar og í þrjá leiki sína. Sem enduðu allir með tapi. Svekkjandi og ekki síður að frétta ytra að teymið væri á leið í sóttvarnahús við komuna til landsins. Léttir að sleppa við sóttvarnahótelið Hafliði Breiðfjörð er framkvæmdastjóri, fréttamaður og ljósmyndari á Fótbolta.net. Hann fylgdi A-teyminu til Þýskalands, Armeníu og loks Sviss þar sem liðið dvaldi á hóteli en spilaði í kollhnísfjarlægð í smáríkinu Liechtenstein. Af fyrrnefndum löndum er aðeins Liechtenstein skilgreint sem áhættusvæði. Óvíst var þangað til í gær hvort A-landsliðið þyrfti fyrir vikið að fara í fimm daga sóttkví. Spennan var því ekki aðeins mikil hvort landsliðið skoraði sitt fyrsta mark og næði í sín fyrstu stig undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, hvar landsliðsferli hans sem leikmanns lauk með martröð. Nei, líka hvort þeir í hópnum sem eiga heima hér á landi þyrftu að dvelja á farsóttarhúsi. En nei, veran í Liechtenstein var innan við 24 klukkustundir svo A-teymið slapp. Hafliði viðurkennir fúslega að hafa verið ansi létt þegar hann komst að því að hann myndi sleppa við sóttvarnahúsið. Sæbjörn Steinke, starfsmaður Fótbolta.net sem fylgdi 21 árs liðinu var ekki jafn heppinn. „Þetta verður ein veisla“ Sæbjörn er kominn upp á herbergi í sóttvarnahótelinu og þegar búinn að fá matinn upp á herbergi. „Þetta er rosalegt combo. Rifinn ostur, núðlur, lax og brauð. Gerist ekki betra.“ Svo mikið key að bjóða upp á rifinn ost og lax saman í máltíð pic.twitter.com/JY2R45TqW4— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) April 1, 2021 Þeir sem eru á sóttvarnahótelinu fá þrjár máltíðir í dag. Telja má líklegt að Sæbjörn muni leyfa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með, og hefur húmor fyrir aðstæðum. „Þetta verður ein veisla,“ segir hann á Twitter. Gaddavírsgirðing á Keflavíkurflugvelli Hafliði Breiðfjörð mundaði myndavélina fyrir utan Keflavíkurflugvöll við komuna í kvöld. Þá var hann kominn undir bert loft líkt og Davíð Snorri Jónsson, þjálfari 21 árs landsliðsins. Gaddavírsgirðing skildi þá þó að. Gaddavír ofan á girðingunni til að varna því að fólk sem fara á í sóttkví reyni að komast undan.Hafliði Breiðfjörð „Gaddavírsgirðing skilur að A-landslið Íslands og U21 í Leifsstöð. U21 kom heim frá eldrauðu svæði og þurfti að fara á sóttvarnarhótel meðan hinir fóru heim í sóttkví. Kannski lýsandi fyrir frelsissviptinguna að gaddavírsgirðing sé notuð til að afmarka sem fóru á hótelið,“ segir Hafliði á Twitter.. Á Instagram veltir hann því fyrir sér hvort það ætti að kalla sóttvarnahótelið frekar sóttvarnafangelsi enda sé útivistartími þar minni en í fangelsi almennt. Það er að segja, enginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Keflavíkurflugvöllur EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. 1. apríl 2021 18:56 Fjarlægja Spán af lista yfir lönd skilgreind sem áhættusvæði Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fjarlægja meginland Spánar af landalista sóttvarnalæknis þar sem tilgreint er hvaða lönd eru skilgreind áhættusvæði vegna mikils nýgengis COVID-19 smita. Farþegar frá meginlandi Spánar skulu því sæta sóttkví í heimahúsi eftir breytinguna en ekki á sóttkvíarhóteli. 31. mars 2021 13:52 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. 1. apríl 2021 18:56
Fjarlægja Spán af lista yfir lönd skilgreind sem áhættusvæði Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fjarlægja meginland Spánar af landalista sóttvarnalæknis þar sem tilgreint er hvaða lönd eru skilgreind áhættusvæði vegna mikils nýgengis COVID-19 smita. Farþegar frá meginlandi Spánar skulu því sæta sóttkví í heimahúsi eftir breytinguna en ekki á sóttkvíarhóteli. 31. mars 2021 13:52
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59