„Ef ég hefði verið þarna í klukkutíma í viðbót hefði ég frosið til dauða“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 13:31 Pétur áttaði sig á því árum eftir slysið að hann hafði verið í afneitun. Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Pétur, sem var mikill útivistargarpur en hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir 10 árum. Í hlaðvarpinu segir Pétur frá slysinu og þeim erfiðleikum sem á honum dundu í kjölfarið. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Pétur fór með fólki í strætó upp fjall sem er við borgina Innsbruk á nýársnótt til að horfa á flugeldana ofan frá. Þegar tími var kominn til að fara til baka var strætisvagninn fullur af fólki og Pétur fékk vin sinn til að labba með sér niður í staðinn. „Hann reyndi að stoppa mig, af því að við vissum ekki hversu löng leiðin væri niður eða hversu bratt það væri, en ég hlustaði ekki. Maður var búinn að vera þarna á snjóbretti í mörg ár og það gerðist aldrei neitt, þannig að manni leið eins og maður væri óbrjótanlegur. Það var frost og mið nótt og lá snjór yfir öllu. Við löbbuðum inn í skóg og ég var á undan honum og ég hoppaði í átt að tré sem var þarna, en missti af því og byrjaði að rúlla stjórnlaust niður brekkuna. En ég var vanur því á snjóbrettinu, þannig að ég man að ég hugsaði á meðan ég rúllaði niður brekkuna að þetta væri nú ekkert stórmál, en svo var 12 metra klettur þarna fyrir neðan. Ég skaust fram af honum og lenti á skógarvegi þar fyrir neðan. Næsta sem ég vissi var að ég lá á maganum og ætlaði að standa upp og halda áfram, en þá var bara búið að slíta líkamann í sundur og lappirnar virkuðu ekki. En þrátt fyrir þetta var ég ekki enn að kveikja og fannst það tóm vitleysa hjá vini mínum að hringja á björgunarsveitirnar. Ég var alveg aftengdur veruleikanum,” segir Pétur og heldur áfram: „Ég lá í 4 klukkutíma þarna á veginum af því að það var svo erfitt að komast að þessu. Líkamshitinn var kominn niður í 31 gráðu og ef ég hefði verið þarna í klukkutíma í viðbót hefði ég frosið til dauða. Ég var líka með blæðingu inn á heila og samfallin lungu. Síðan man ég eftir að ég var sprautaður niður og ég opnaði svo augun í herbergi með kremlitaða veggi og læknirinn kemur inn og segir mér að hann hafi framkvæmt á mér aðgerð sem hafi tekið 8 klukkutíma og að ég muni aldrei ganga aftur. Hann sagði þetta bara við mig kalt og beint. En jafnvel þó að læknirinn hafi sagt þetta við mig neitaði ég bara að trúa þessu. Ég var handviss um að ég myndi ganga aftur. Þetta augnablik var ekki nærri jafn erfitt eins og þegar ég áttaði mig á því tveimur árum síðar að ég væri búinn að vera í afneitun allan þennan tíma. Þá var ég búinn að vera í þrotlausum æfingum marga klukkutíma á dag alla daga, en áttaði mig á því að ég væri ekki að meðtaka raunveruleikann.” Víkkaði út veruleikann Stóra áfallið hjá Pétri var ekki slysið sjálft, heldur þegar hann áttaði sig á því 2-3 árum síðar að hann hefði verið í harkalegri afneitun: „Ég gjörsamlega hrundi og var fullkomlega ,,dysfunctional” í heilt ár eftir að ég áttaði mig á stöðunni. Ég sökk í eins djúpt þunglyndi og það gerist og var farinn að skoða “Suicidal-Clinic” í Sviss, sem eru stofnanir þar sem fólk getur ákveðið sjálft að enda líf sitt af því að þjáningin er orðin of mikil." Eftir margra ára sjálfsvinnu er Pétur nú kominn á stað þar sem hann vinnur við að hjálpa fólki öðru fólki. Eitt af því sem hefur hjálpað honum hve mest er notkun á hugvíkkandi efnum, einkum psilociben, virka efninu í sveppum: „Þessi efni hafa verið notuð í þúsundir ára víða um heim. Það sem gerðist hjá mér eftir að ég byrjaði að vinna með þessi efni fór ég að víkka út veruleikann og sjá hlutina með öðrum augum. Það hjálpaði mér að byrja að eiga við raunveruleikann og sætta mig við stöðuna. Ég áttaði mig á því að ég gæti ekki komist framhjá mænuskaðanum sem ég hafði orðið fyrir og neyddist til að horfast í augu við veruleikann í stað þess að flýja hann. Ég endaði á að flytja í sumarbústað á afskekktum stað og vann með þessi efni heilan vetur.“ Það var mjög erfitt ferli, en ég endurfæddist í raun. Upp frá þessum vetri byrjaði Pétur að leiða aðra í gegnum reynslu með hugvíkkandi efni: „Þessi efni geta auðveldlega verið hættuleg ef þau eru notuð í röngum aðstæðum. Ef þú ert í partýi og veist ekki hvað þú ert að gera getur það gerst mjög hratt að þetta snúist upp í andhverfu sína. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að gera þetta í réttum aðstæðum undir handleiðslu,” segir Pétur, sem játar samt að það sé óþægilegt að vinna við þetta á meðan það er strangt til tekið ólöglegt: „En ég er kominn út úr skápnum með þetta og finnst ég bara verða að gera það. Það er komið svo gríðarlegt magn af rannsóknum sem staðfesta árangurinn sem þessi efni hafa varðandi þunglyndi, áföll, kvíða og fleira. Fólk sem er í lögreglunni veit þetta og það er ekkert verið að handtaka mig. Ég hef hingað til verið látinn í friði af lögreglunni. Þetta er á gráu svæði, af því að það er mjög erfitt að banna eitthvað sem vex út á grasfleti. Þetta er þegar orðið löglegt í Amsterdam, Portúgal og í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum, þannig að það er ákveðin bylting í gangi. Við erum oft aðeins eftir á hér á Íslandi, en samviska mín leyfir mér ekki að gera þetta ekki. Þetta hjálpaði mér út úr það erfiðum hlutum að mér finnst eins og ég verði að gefa öðrum færi á því sama.” Í þættinum ræða Sölvi og Pétur um slysið, listina við að gefast ekki upp, hugvíkkandi efni og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva Geðheilbrigði Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Pétur fór með fólki í strætó upp fjall sem er við borgina Innsbruk á nýársnótt til að horfa á flugeldana ofan frá. Þegar tími var kominn til að fara til baka var strætisvagninn fullur af fólki og Pétur fékk vin sinn til að labba með sér niður í staðinn. „Hann reyndi að stoppa mig, af því að við vissum ekki hversu löng leiðin væri niður eða hversu bratt það væri, en ég hlustaði ekki. Maður var búinn að vera þarna á snjóbretti í mörg ár og það gerðist aldrei neitt, þannig að manni leið eins og maður væri óbrjótanlegur. Það var frost og mið nótt og lá snjór yfir öllu. Við löbbuðum inn í skóg og ég var á undan honum og ég hoppaði í átt að tré sem var þarna, en missti af því og byrjaði að rúlla stjórnlaust niður brekkuna. En ég var vanur því á snjóbrettinu, þannig að ég man að ég hugsaði á meðan ég rúllaði niður brekkuna að þetta væri nú ekkert stórmál, en svo var 12 metra klettur þarna fyrir neðan. Ég skaust fram af honum og lenti á skógarvegi þar fyrir neðan. Næsta sem ég vissi var að ég lá á maganum og ætlaði að standa upp og halda áfram, en þá var bara búið að slíta líkamann í sundur og lappirnar virkuðu ekki. En þrátt fyrir þetta var ég ekki enn að kveikja og fannst það tóm vitleysa hjá vini mínum að hringja á björgunarsveitirnar. Ég var alveg aftengdur veruleikanum,” segir Pétur og heldur áfram: „Ég lá í 4 klukkutíma þarna á veginum af því að það var svo erfitt að komast að þessu. Líkamshitinn var kominn niður í 31 gráðu og ef ég hefði verið þarna í klukkutíma í viðbót hefði ég frosið til dauða. Ég var líka með blæðingu inn á heila og samfallin lungu. Síðan man ég eftir að ég var sprautaður niður og ég opnaði svo augun í herbergi með kremlitaða veggi og læknirinn kemur inn og segir mér að hann hafi framkvæmt á mér aðgerð sem hafi tekið 8 klukkutíma og að ég muni aldrei ganga aftur. Hann sagði þetta bara við mig kalt og beint. En jafnvel þó að læknirinn hafi sagt þetta við mig neitaði ég bara að trúa þessu. Ég var handviss um að ég myndi ganga aftur. Þetta augnablik var ekki nærri jafn erfitt eins og þegar ég áttaði mig á því tveimur árum síðar að ég væri búinn að vera í afneitun allan þennan tíma. Þá var ég búinn að vera í þrotlausum æfingum marga klukkutíma á dag alla daga, en áttaði mig á því að ég væri ekki að meðtaka raunveruleikann.” Víkkaði út veruleikann Stóra áfallið hjá Pétri var ekki slysið sjálft, heldur þegar hann áttaði sig á því 2-3 árum síðar að hann hefði verið í harkalegri afneitun: „Ég gjörsamlega hrundi og var fullkomlega ,,dysfunctional” í heilt ár eftir að ég áttaði mig á stöðunni. Ég sökk í eins djúpt þunglyndi og það gerist og var farinn að skoða “Suicidal-Clinic” í Sviss, sem eru stofnanir þar sem fólk getur ákveðið sjálft að enda líf sitt af því að þjáningin er orðin of mikil." Eftir margra ára sjálfsvinnu er Pétur nú kominn á stað þar sem hann vinnur við að hjálpa fólki öðru fólki. Eitt af því sem hefur hjálpað honum hve mest er notkun á hugvíkkandi efnum, einkum psilociben, virka efninu í sveppum: „Þessi efni hafa verið notuð í þúsundir ára víða um heim. Það sem gerðist hjá mér eftir að ég byrjaði að vinna með þessi efni fór ég að víkka út veruleikann og sjá hlutina með öðrum augum. Það hjálpaði mér að byrja að eiga við raunveruleikann og sætta mig við stöðuna. Ég áttaði mig á því að ég gæti ekki komist framhjá mænuskaðanum sem ég hafði orðið fyrir og neyddist til að horfast í augu við veruleikann í stað þess að flýja hann. Ég endaði á að flytja í sumarbústað á afskekktum stað og vann með þessi efni heilan vetur.“ Það var mjög erfitt ferli, en ég endurfæddist í raun. Upp frá þessum vetri byrjaði Pétur að leiða aðra í gegnum reynslu með hugvíkkandi efni: „Þessi efni geta auðveldlega verið hættuleg ef þau eru notuð í röngum aðstæðum. Ef þú ert í partýi og veist ekki hvað þú ert að gera getur það gerst mjög hratt að þetta snúist upp í andhverfu sína. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að gera þetta í réttum aðstæðum undir handleiðslu,” segir Pétur, sem játar samt að það sé óþægilegt að vinna við þetta á meðan það er strangt til tekið ólöglegt: „En ég er kominn út úr skápnum með þetta og finnst ég bara verða að gera það. Það er komið svo gríðarlegt magn af rannsóknum sem staðfesta árangurinn sem þessi efni hafa varðandi þunglyndi, áföll, kvíða og fleira. Fólk sem er í lögreglunni veit þetta og það er ekkert verið að handtaka mig. Ég hef hingað til verið látinn í friði af lögreglunni. Þetta er á gráu svæði, af því að það er mjög erfitt að banna eitthvað sem vex út á grasfleti. Þetta er þegar orðið löglegt í Amsterdam, Portúgal og í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum, þannig að það er ákveðin bylting í gangi. Við erum oft aðeins eftir á hér á Íslandi, en samviska mín leyfir mér ekki að gera þetta ekki. Þetta hjálpaði mér út úr það erfiðum hlutum að mér finnst eins og ég verði að gefa öðrum færi á því sama.” Í þættinum ræða Sölvi og Pétur um slysið, listina við að gefast ekki upp, hugvíkkandi efni og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan:
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Podcast með Sölva Tryggva Geðheilbrigði Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira