Viðraði hugmyndir um sérstakan „pott“ fyrir fjárfestingar hins opinbera Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 16:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Heimis Más í Víglínunni á sunnudag. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir fjárfestingu hins opinbera ekki hafa vaxið og að rekja megi það til samdráttar hjá sveitarfélögum. Hann sér fyrir sér að hægt væri að breyta fjárfestingarfyrirkomulagi hjá hinu opinbera, til að mynda með opinberum potti fyrir fjárfestingar. „Jafnvel þó við höfum veitt fjárheimildirnar í fyrra, þá hefur stjórnkerfinu okkar ekki tekist alveg nægilega vel að koma öllum þessum fjármunum í vinnu. Ég hefði viljað sjá meiri vöxt. Það var vöxtur í fyrra og ég hef trú á því að það geti orðið töluvert mikill vöxtur í ár. Við verðum að spyrja okkur spurninga, hvort við séum nægilega skilvirk, þegar svona háar fjárhæðir eru í lok árs ónýttar og þurfa að flytjast yfir á árið 2021 núna,“ sagði Bjarni í Víglínunni um liðna helgi. Hann segir að um sé að ræða fjármuni sem ríkisstjórnin hafi viljað sjá fara í vinnu í fyrra. Verkefni hafi verið handvalin út frá þáttum á borð við þjóðhagslegri hagkvæmni, hvað væri mannaflsfrekt og hvað væri tilbúið. „Þessir listar voru byggðir á svörum innan úr stjórnkerfinu um þessi atriði,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hefði viljað sjá meiri fjárfestingar á síðasta ári og hann hefði væntingar um að „töluvert mikill sláttur“ á þeim á þessu ári. Seðlabanki og ríki hafi ekki verið nógu samstíga Bjarni segir þá að velta megi því upp hvort breyta eigi fyrirkomulaginu, líkt og tæpt var á í nýrri fjármálaáætlun. „Hvort við ættum mögulega að vera með pott, til þess að vera sveigjanleg. Um leið og við sjáum að eitthvað er að frestast getum við brugðist strax við og breytt forgangsröðun. Þarna erum við að tala um atriði sem er gríðarlega mikilvægt í hagstjórnarlegu tilliti, vegna þess að sögulega þá hefur skort á að ríki og sveitarfélög annars vegar, og Seðlabankinn hins vegar, væru að ganga í takt,“ segir Bjarni. Hann segir að með fjármálaáætluninni sé gerð tilraun til að sjá hlutina betur fyrir og ná betri yfirsýn. Stilla saman strengi, eins og hann orðar það. „Þannig að þegar Seðlabankinn er að reyna að kæla hagkerfið, þá sé ekki ríkið einmitt nýbyrjað að valda þenslu.“ Ríkið geti gert betur í fasteignamálum Bjarni segir þá að ríkið sé „ekkert sérstaklega góður eigandi að mörgum fasteignum.“ Fasteignir ríkisins liggi víða undir skemmdum. „Við settum sérstakt viðbótarfjármagn til að gera bragarbót á þessu og erum í slíkum endurbótum. Margar eignir eru ýmist beint undir ríkiseignum, og við höfum ekki verið að fjármagna nægilega vel viðhald og endurbætur, en erum að gera bragarbót á því, eins og ég segi.“ Þá segir Bjarni að mikið af eignum sé í stofnunum sem mögulega séu lítið sem ekkert að nota umræddar eignir. Hann tekur dæmi úr sínum heimabæ, Garðabæ. „Við erum með Vífilsstaði og Vífilsstaðaspítala. Þar er gamli yfirlæknabústaðurinn bara í algerri niðurníðslu,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Jafnvel þó við höfum veitt fjárheimildirnar í fyrra, þá hefur stjórnkerfinu okkar ekki tekist alveg nægilega vel að koma öllum þessum fjármunum í vinnu. Ég hefði viljað sjá meiri vöxt. Það var vöxtur í fyrra og ég hef trú á því að það geti orðið töluvert mikill vöxtur í ár. Við verðum að spyrja okkur spurninga, hvort við séum nægilega skilvirk, þegar svona háar fjárhæðir eru í lok árs ónýttar og þurfa að flytjast yfir á árið 2021 núna,“ sagði Bjarni í Víglínunni um liðna helgi. Hann segir að um sé að ræða fjármuni sem ríkisstjórnin hafi viljað sjá fara í vinnu í fyrra. Verkefni hafi verið handvalin út frá þáttum á borð við þjóðhagslegri hagkvæmni, hvað væri mannaflsfrekt og hvað væri tilbúið. „Þessir listar voru byggðir á svörum innan úr stjórnkerfinu um þessi atriði,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hefði viljað sjá meiri fjárfestingar á síðasta ári og hann hefði væntingar um að „töluvert mikill sláttur“ á þeim á þessu ári. Seðlabanki og ríki hafi ekki verið nógu samstíga Bjarni segir þá að velta megi því upp hvort breyta eigi fyrirkomulaginu, líkt og tæpt var á í nýrri fjármálaáætlun. „Hvort við ættum mögulega að vera með pott, til þess að vera sveigjanleg. Um leið og við sjáum að eitthvað er að frestast getum við brugðist strax við og breytt forgangsröðun. Þarna erum við að tala um atriði sem er gríðarlega mikilvægt í hagstjórnarlegu tilliti, vegna þess að sögulega þá hefur skort á að ríki og sveitarfélög annars vegar, og Seðlabankinn hins vegar, væru að ganga í takt,“ segir Bjarni. Hann segir að með fjármálaáætluninni sé gerð tilraun til að sjá hlutina betur fyrir og ná betri yfirsýn. Stilla saman strengi, eins og hann orðar það. „Þannig að þegar Seðlabankinn er að reyna að kæla hagkerfið, þá sé ekki ríkið einmitt nýbyrjað að valda þenslu.“ Ríkið geti gert betur í fasteignamálum Bjarni segir þá að ríkið sé „ekkert sérstaklega góður eigandi að mörgum fasteignum.“ Fasteignir ríkisins liggi víða undir skemmdum. „Við settum sérstakt viðbótarfjármagn til að gera bragarbót á þessu og erum í slíkum endurbótum. Margar eignir eru ýmist beint undir ríkiseignum, og við höfum ekki verið að fjármagna nægilega vel viðhald og endurbætur, en erum að gera bragarbót á því, eins og ég segi.“ Þá segir Bjarni að mikið af eignum sé í stofnunum sem mögulega séu lítið sem ekkert að nota umræddar eignir. Hann tekur dæmi úr sínum heimabæ, Garðabæ. „Við erum með Vífilsstaði og Vífilsstaðaspítala. Þar er gamli yfirlæknabústaðurinn bara í algerri niðurníðslu,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira