Hasar í háhýsum í 5. umferð Vodafonedeildarinnar Snorri Rafn Hallsson skrifar 27. mars 2021 12:01 Sýnt var frá þremur leikjum í Vodafonedeildinni í CS:GO í gærkvöldi. Hart var tekist á í Vertigo kortinu og sigurganga Dusty heldur áfram eftir öruggan sigur á botnliðinu Aurora. Úrslit kvöldsins voru ekki óvænt en KR og Dusty styrktu stöðu sína á toppnum þar sem bæði liðin eru ósigruð eftir fimm umferðir. XY kom sér upp í þriðja sæti með sigri á Tindastóli en ásamt Fylki, Þór Akureyri og Hafinu berjast liðin um að komast í úrslitakeppnina. Segja má að deildin sé strax orðin nokkuð lagskipt, eins og spáð var, þar sem nýliðar Tindastóls og Aurora sitja á botninum. Tindastóll - XY Í fyrsta leik kvöldsins tóku Tindastóll á móti XY. Tindastóll byrjaði í sókn (Terrorist) og tók fyrstu lotuna en síðan lá leiðin niður á við. XY bar því einfaldan sigur úr býtum. Tindastóll var á heimavelli og valdi Vertigo kortið eftir að XY bannaði Overpass. Það reyndist Tindastóli dýrkeypt því eftir snöggan sigur í fyrstu lotu komst XY upp á lagið og náði forskoti sem þeir héldu í gegnum leikinn. Með þéttri vörn tókst XY svo gott sem að loka á tilburði Tindastóls, sem sóttu mikið á sprengjusvæði A upp rampinn. Spike hjá XY stóð sig vel í vörninni en leikmenn Tindastóls virtust hugmyndasnauðir og tókst ekki að koma fyrir sprengju fyrr en í níundu lotu. Hægar og bitlausar sóknir gerðu XY kleift að sjá fyrir aðgerðir Tindastóls, sem náði þó að nýta tækifærin þegar þeir gátu skapað glundroða. Staða í hálfleik: Tindastóll 4-11 XY XY hélt stjórninni á leiknum í síðari hálfleik og hóf sóknina á að sækja hratt inn á sprengjusvæðin, planta C4 og koma leikmönnum Tindastóls á óvart. Þar kom Narfi sterkur inn með taktísk tætaraskot, en Stalz og Spike náður báðir að fella 22 menn. Tindastólsmegin var Cris stigahæstur með 21 fellu, en hann var oftar en ekki einn eftir í liðinu og því í engri stöðu til að veita mikla mótspyrnu. Úrslitin voru því öruggur sigur fyrir XY sem vermir nú þriðja sætið í deildinni með sex stig, en Tindastóll er í því sjöunda með tvö stig. Lokastaða: Tindastóll 7 - 16 XY Dusty - Aurora Í annarri viðureign kvöldsins tók toppliðið Dusty á móti botnliðinu Aurora á Inferno kortinu. Dusty var ósigrað en Aurora hafði ekki tekist að næla sér í nein stig hingað til og fór leikurinn eins og við var að búast. Dusty hófu leikinn í sókn (terrorist) og létu Aurora strax finna fyrir því í fyrstu lotu með því að planta sprengju og klára dæmið með hnífastungu. Næstu þrjár loturnar féllu Dusty einnig í skaut þar sem þeir sóttu hratt og með látum. Þrátt fyrir góða spretti gegn Þór Akureyri í síðustu viku voru leikmenn Aurora langt því frá sannfærandi og gátu litla mótstöðu veitt. Dusty menn nýttu sér öll þau færi sem gáfust og þegar LeFluff var mættur á WAP-ann var sigurinn nánast í höfn. Dusty sótti hratt og skipulega, safnaði vel í bankann og þeir svo gott sem léku sér að því að stráfella andstæðingana. Staða í hálfleik: Dusty 13 - 2 Aurora Eftir að hafa tryggt sér yfirburðaforystu í fyrri hálfleik var ekki á brattan að sækja hjá Dusty sem kláraði leikinn með því að sigra þrjár af fjórum lotum í síðari hálfleik. Aurora megin voru það Sveittur og TripleG sem héldu uppi vörnum fyrir liðið, en Thor og LeFluff sköruðu fram úr hjá Dusty. Dusty nældi sér þannig í tvö auðveld stig og trónir nú á toppnum ásamt KR, en gæti mætt meiri mótstöðu í næstu viku þegar þeir leika gegn Hafinu. Aurora situr hins vegar eftir á botninum. Næst spila þeir gegn KR og mögulega er breytinga þörf á liðinu ef leikurinn á ekki að endurtaka sig. Lokastaða: Dusty 16 - 3 Aurora Fylkir - Hafið Mest spennandi leikur kvöldins var án efa sá þriðji og síðasti þar sem Fylkir mætti Hafinu í Vertigo kortinu. Bæði lið sýndu góða tilburði en Fylkir hafði betur. Aftur var leikið í Vertigo kortinu sem oft er bannað vegna einhæfrar spilunar, en engu að síður var hart barist þar sem Hafið valdi að hefja leikinn í vörn (counter-terrorist). Fylkir vann fyrstu þrjár loturnar örugglega og fjárfesti snemma í vopnum og búnaði. Mikið var sótt á sprengjusvæði A, en Fylkismenn áttu ekki í sömu vandræðum og Tindastóll fyrr um kvöldið að komast upp rampinn. Liðin skiptust á að sigra næstu lotur Fylkismenn náðu forskoti með því að vera útsjónarsamir og snöggir að koma fyrir sprengjum. Í elleftu lotu voru Hundzi og Brnr einir eftir og hafði Brnr betur, en segja má að hann hafi átt stórleik í kvöld þar sem hann var fyrstur til að rjúfa 30 fellu múrinn á þessu tímabili með 31 fellu alls. Undir lok síðari hálfleiks tókst Hafinu að veita góða viðspyrnu, Hundzi átti frábæra aftengingu í þrettándu lotu og Hafið tók einnig næstu tvær lotur. Staða í hálfleik: Fylkir 9 - 6 Hafið Í fyrri hálfleik hafði Fylkir náð tökum á leiknum með því að halda fjárhagi Hafsins niðri og sagan endurtók sig í síðari hálfleik. Fylkir tók fimm lotur í röð og komust í 15 -7. Þá gáfu leikmenn Hafsins í og náðu að klóra í bakkann, en maður leiksins Brnr lokaði dæminu fyrir Fylki í æsispennandi lokalotu. Liðin eru nú jöfn að stigum ásamt Þór Akureyri í 4-6 sæti og Fylkir sýndi að þeim er full alvara í þessari keppni. Lokastaða: Fylkir 16 - 10 Hafið Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Úrslit kvöldsins voru ekki óvænt en KR og Dusty styrktu stöðu sína á toppnum þar sem bæði liðin eru ósigruð eftir fimm umferðir. XY kom sér upp í þriðja sæti með sigri á Tindastóli en ásamt Fylki, Þór Akureyri og Hafinu berjast liðin um að komast í úrslitakeppnina. Segja má að deildin sé strax orðin nokkuð lagskipt, eins og spáð var, þar sem nýliðar Tindastóls og Aurora sitja á botninum. Tindastóll - XY Í fyrsta leik kvöldsins tóku Tindastóll á móti XY. Tindastóll byrjaði í sókn (Terrorist) og tók fyrstu lotuna en síðan lá leiðin niður á við. XY bar því einfaldan sigur úr býtum. Tindastóll var á heimavelli og valdi Vertigo kortið eftir að XY bannaði Overpass. Það reyndist Tindastóli dýrkeypt því eftir snöggan sigur í fyrstu lotu komst XY upp á lagið og náði forskoti sem þeir héldu í gegnum leikinn. Með þéttri vörn tókst XY svo gott sem að loka á tilburði Tindastóls, sem sóttu mikið á sprengjusvæði A upp rampinn. Spike hjá XY stóð sig vel í vörninni en leikmenn Tindastóls virtust hugmyndasnauðir og tókst ekki að koma fyrir sprengju fyrr en í níundu lotu. Hægar og bitlausar sóknir gerðu XY kleift að sjá fyrir aðgerðir Tindastóls, sem náði þó að nýta tækifærin þegar þeir gátu skapað glundroða. Staða í hálfleik: Tindastóll 4-11 XY XY hélt stjórninni á leiknum í síðari hálfleik og hóf sóknina á að sækja hratt inn á sprengjusvæðin, planta C4 og koma leikmönnum Tindastóls á óvart. Þar kom Narfi sterkur inn með taktísk tætaraskot, en Stalz og Spike náður báðir að fella 22 menn. Tindastólsmegin var Cris stigahæstur með 21 fellu, en hann var oftar en ekki einn eftir í liðinu og því í engri stöðu til að veita mikla mótspyrnu. Úrslitin voru því öruggur sigur fyrir XY sem vermir nú þriðja sætið í deildinni með sex stig, en Tindastóll er í því sjöunda með tvö stig. Lokastaða: Tindastóll 7 - 16 XY Dusty - Aurora Í annarri viðureign kvöldsins tók toppliðið Dusty á móti botnliðinu Aurora á Inferno kortinu. Dusty var ósigrað en Aurora hafði ekki tekist að næla sér í nein stig hingað til og fór leikurinn eins og við var að búast. Dusty hófu leikinn í sókn (terrorist) og létu Aurora strax finna fyrir því í fyrstu lotu með því að planta sprengju og klára dæmið með hnífastungu. Næstu þrjár loturnar féllu Dusty einnig í skaut þar sem þeir sóttu hratt og með látum. Þrátt fyrir góða spretti gegn Þór Akureyri í síðustu viku voru leikmenn Aurora langt því frá sannfærandi og gátu litla mótstöðu veitt. Dusty menn nýttu sér öll þau færi sem gáfust og þegar LeFluff var mættur á WAP-ann var sigurinn nánast í höfn. Dusty sótti hratt og skipulega, safnaði vel í bankann og þeir svo gott sem léku sér að því að stráfella andstæðingana. Staða í hálfleik: Dusty 13 - 2 Aurora Eftir að hafa tryggt sér yfirburðaforystu í fyrri hálfleik var ekki á brattan að sækja hjá Dusty sem kláraði leikinn með því að sigra þrjár af fjórum lotum í síðari hálfleik. Aurora megin voru það Sveittur og TripleG sem héldu uppi vörnum fyrir liðið, en Thor og LeFluff sköruðu fram úr hjá Dusty. Dusty nældi sér þannig í tvö auðveld stig og trónir nú á toppnum ásamt KR, en gæti mætt meiri mótstöðu í næstu viku þegar þeir leika gegn Hafinu. Aurora situr hins vegar eftir á botninum. Næst spila þeir gegn KR og mögulega er breytinga þörf á liðinu ef leikurinn á ekki að endurtaka sig. Lokastaða: Dusty 16 - 3 Aurora Fylkir - Hafið Mest spennandi leikur kvöldins var án efa sá þriðji og síðasti þar sem Fylkir mætti Hafinu í Vertigo kortinu. Bæði lið sýndu góða tilburði en Fylkir hafði betur. Aftur var leikið í Vertigo kortinu sem oft er bannað vegna einhæfrar spilunar, en engu að síður var hart barist þar sem Hafið valdi að hefja leikinn í vörn (counter-terrorist). Fylkir vann fyrstu þrjár loturnar örugglega og fjárfesti snemma í vopnum og búnaði. Mikið var sótt á sprengjusvæði A, en Fylkismenn áttu ekki í sömu vandræðum og Tindastóll fyrr um kvöldið að komast upp rampinn. Liðin skiptust á að sigra næstu lotur Fylkismenn náðu forskoti með því að vera útsjónarsamir og snöggir að koma fyrir sprengjum. Í elleftu lotu voru Hundzi og Brnr einir eftir og hafði Brnr betur, en segja má að hann hafi átt stórleik í kvöld þar sem hann var fyrstur til að rjúfa 30 fellu múrinn á þessu tímabili með 31 fellu alls. Undir lok síðari hálfleiks tókst Hafinu að veita góða viðspyrnu, Hundzi átti frábæra aftengingu í þrettándu lotu og Hafið tók einnig næstu tvær lotur. Staða í hálfleik: Fylkir 9 - 6 Hafið Í fyrri hálfleik hafði Fylkir náð tökum á leiknum með því að halda fjárhagi Hafsins niðri og sagan endurtók sig í síðari hálfleik. Fylkir tók fimm lotur í röð og komust í 15 -7. Þá gáfu leikmenn Hafsins í og náðu að klóra í bakkann, en maður leiksins Brnr lokaði dæminu fyrir Fylki í æsispennandi lokalotu. Liðin eru nú jöfn að stigum ásamt Þór Akureyri í 4-6 sæti og Fylkir sýndi að þeim er full alvara í þessari keppni. Lokastaða: Fylkir 16 - 10 Hafið
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira