Kerfisbreyting – betri vinnutími Sandra B. Franks skrifar 25. mars 2021 14:59 Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. Útfærslan á þessum breytingum er ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki, og krefst innleiðingin á þessu mikils undirbúnings. Styttri vinnuvika 1. janúar 2021 Innleiðing styttri vinnuviku hjá sjúkraliðum í dagvinnu átti að ljúka um síðustu áramót. Samkomulag er um að vinnutíminn styttast um 13 mínútum á dag, í allt að fjórar klukkustundir á viku. Stjórnendur og starfsfólk hafa lagt mat á hversu mikil styttingin getur orðið og hvernig útfærslan verður á hverjum stað fyrir sig. Tilkynningar frá vinnustöðum sjúkraliða hafa borist til Sjúkraliðafélag Íslands sem sýna að allflestir hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir á viku. Betri vinnutími 1. maí 2021 Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar stundir, en að hámarki um átta klukkustundir, miðað við fullt starf hjá þeim sem eru með þyngstu vaktabyrðina. Með þessum breytingum er í raun gengið að kröfum sjúkraliða um að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Breytingin mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Sjúkraliðar sem eru í vaktavinnu hafa í gegnum árin sagt að mikill tími fari í að vinda ofan af breytilegum vinnutíma og í reynd sé lítil hvíld á milli vakta. Raunverulegt frí sé því lítið sem ekkert. Af þessum sökum hefur það reynst illmögulegt fyrir sjúkraliða í vaktavinnu að vera í 100% starfi. Allflestir, eða yfir 90% félagsmanna eru í hlutastarfi. Eftir breytingarnar munu sjúkraliðar geta unnið jafnmargar stundir og áður, og aukið þannig starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Kostnaður vegna betri vinnutíma tryggður Með þessu nýja vaktavinnufyrirkomulagi tekur launamyndun mið af öðrum þáttum en áður og mun umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan fyrir því er að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en allt annað. Dæmi sem styður það er veikindahlutfall sjúkraliða á Landspítala sem er um 11% á meðan veikindahlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði er að meðaltali um 4%. Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Á mörgum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og þá þarf að fjölga stöðugildum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þá er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur verið og er ófrávíkjanleg krafa Sjúkraliðafélags Íslands. Samtal, samráð og samvinna Innleiðing á betri vinnutíma er kerfisbreyting sem gerist ekki af sjálfu sér. Við öll, sem að þessu verkefni koma, þurfum að taka höndum saman svo innleiðingin skili því sem samið var um. Undanfarið hafa stjórnendur staðið í ströngu þar sem þeim var falið að taka samtöl við starfsmenn, meta starfsmannaþörf, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Sjúkraliðar hafa líka staðið frammi fyrir miklum áskorunum og þurft að treysta á ógegnsætt tímastjórnunarkerfi sem er enn í smíðum, nálgast breytingarnar á vinnutíma sínum með nýjum hætti og sýna því sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kerfisbreytingunni felast tækifæri og áskoranir sem við sjúkraliðar, samstarfsfélagar og stjórnendur, verðum í samtali, samráði og samvinnu að nýta til hins ítrasta til að bæta vinnustaðamenninguna, okkur öllum til hagsbóta. Til þess að það gangi eftir þurfum við öll að taka höndum saman til að takast á við þetta krefjandi samvinnuverkefni og hjálpast að svo við öll getum notið ávinningsins af styttri vinnuviku - betri vinnutíma. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Sandra B. Franks Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. Útfærslan á þessum breytingum er ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki, og krefst innleiðingin á þessu mikils undirbúnings. Styttri vinnuvika 1. janúar 2021 Innleiðing styttri vinnuviku hjá sjúkraliðum í dagvinnu átti að ljúka um síðustu áramót. Samkomulag er um að vinnutíminn styttast um 13 mínútum á dag, í allt að fjórar klukkustundir á viku. Stjórnendur og starfsfólk hafa lagt mat á hversu mikil styttingin getur orðið og hvernig útfærslan verður á hverjum stað fyrir sig. Tilkynningar frá vinnustöðum sjúkraliða hafa borist til Sjúkraliðafélag Íslands sem sýna að allflestir hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir á viku. Betri vinnutími 1. maí 2021 Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar stundir, en að hámarki um átta klukkustundir, miðað við fullt starf hjá þeim sem eru með þyngstu vaktabyrðina. Með þessum breytingum er í raun gengið að kröfum sjúkraliða um að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Breytingin mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Sjúkraliðar sem eru í vaktavinnu hafa í gegnum árin sagt að mikill tími fari í að vinda ofan af breytilegum vinnutíma og í reynd sé lítil hvíld á milli vakta. Raunverulegt frí sé því lítið sem ekkert. Af þessum sökum hefur það reynst illmögulegt fyrir sjúkraliða í vaktavinnu að vera í 100% starfi. Allflestir, eða yfir 90% félagsmanna eru í hlutastarfi. Eftir breytingarnar munu sjúkraliðar geta unnið jafnmargar stundir og áður, og aukið þannig starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Kostnaður vegna betri vinnutíma tryggður Með þessu nýja vaktavinnufyrirkomulagi tekur launamyndun mið af öðrum þáttum en áður og mun umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan fyrir því er að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en allt annað. Dæmi sem styður það er veikindahlutfall sjúkraliða á Landspítala sem er um 11% á meðan veikindahlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði er að meðaltali um 4%. Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Á mörgum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og þá þarf að fjölga stöðugildum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þá er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur verið og er ófrávíkjanleg krafa Sjúkraliðafélags Íslands. Samtal, samráð og samvinna Innleiðing á betri vinnutíma er kerfisbreyting sem gerist ekki af sjálfu sér. Við öll, sem að þessu verkefni koma, þurfum að taka höndum saman svo innleiðingin skili því sem samið var um. Undanfarið hafa stjórnendur staðið í ströngu þar sem þeim var falið að taka samtöl við starfsmenn, meta starfsmannaþörf, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Sjúkraliðar hafa líka staðið frammi fyrir miklum áskorunum og þurft að treysta á ógegnsætt tímastjórnunarkerfi sem er enn í smíðum, nálgast breytingarnar á vinnutíma sínum með nýjum hætti og sýna því sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kerfisbreytingunni felast tækifæri og áskoranir sem við sjúkraliðar, samstarfsfélagar og stjórnendur, verðum í samtali, samráði og samvinnu að nýta til hins ítrasta til að bæta vinnustaðamenninguna, okkur öllum til hagsbóta. Til þess að það gangi eftir þurfum við öll að taka höndum saman til að takast á við þetta krefjandi samvinnuverkefni og hjálpast að svo við öll getum notið ávinningsins af styttri vinnuviku - betri vinnutíma. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun