Vextir að öllum líkindum lágir út árið Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2021 11:40 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri fóru yfir stöðu paningamála og vaxta á upplýsingafundi í morgun. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. Eftirspurnin í þjóðfélaginu hefur reynst meiri en spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir.Á upplýsingafundi í morgun kom fram að samdráttur landsframleiðslu hafi verið 6,6% í fyrra en ekki 7,7 prósent eins og spá Seðlabankans í febrúar gerði ráð fyrir. Efnahagsumsvif hafi reynst kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins verið nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Peningastefnunefnd segir að óvissan sé hins vegar enn mikil. Þróun efnahagsmála hér og erlendis muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar og hversu vel bólusetning gegn henni gangi. Verðbólga hefur hjaðnað töluvert hægar en Seðlabankinn reiknaði með og mældist 4,1% í febrúar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri reiknkar með að vextir verði áfram lágir út þetta ár.Stöð 2/Egill Eruð þið að sjá fram á að það séu miklar líkur á að hún lækki á næstu þremur mánuðum? „Á næstu sex mánuðum myndi ég halda af því að nú hefur gengið verið að styrkjast undanfarið. Það eru ýmsir aðrir þættir að vinna með henni þannig að ég held að hún sé að fara að ganga niður,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Seðlabankinn hafði í fyrri spám reiknað með að verðbólga fær ört lækkandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en hún er enn 1,6 prósentustigum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Heimilin hafa verið dugleg í lántökum fyrir húsnæði undanfarin misseri vegna sögulega hagstæðra vaxta. Ásgeir reiknar með að vextir verði áfram lágir. „Við munum ekki hækka vexti nema við nauðsynlega þurfum. Við skulum orða það þannig. Að einhverju leyti höfum við líka önnur stýritæki sem við getum beitt. Okkar spár segja að við þurfum í rauninni ekki að grípa til vaxtahækkana á þessu ári ef allt gengur eftir,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Eftirspurnin í þjóðfélaginu hefur reynst meiri en spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir.Á upplýsingafundi í morgun kom fram að samdráttur landsframleiðslu hafi verið 6,6% í fyrra en ekki 7,7 prósent eins og spá Seðlabankans í febrúar gerði ráð fyrir. Efnahagsumsvif hafi reynst kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins verið nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Peningastefnunefnd segir að óvissan sé hins vegar enn mikil. Þróun efnahagsmála hér og erlendis muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar og hversu vel bólusetning gegn henni gangi. Verðbólga hefur hjaðnað töluvert hægar en Seðlabankinn reiknaði með og mældist 4,1% í febrúar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri reiknkar með að vextir verði áfram lágir út þetta ár.Stöð 2/Egill Eruð þið að sjá fram á að það séu miklar líkur á að hún lækki á næstu þremur mánuðum? „Á næstu sex mánuðum myndi ég halda af því að nú hefur gengið verið að styrkjast undanfarið. Það eru ýmsir aðrir þættir að vinna með henni þannig að ég held að hún sé að fara að ganga niður,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Seðlabankinn hafði í fyrri spám reiknað með að verðbólga fær ört lækkandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en hún er enn 1,6 prósentustigum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Heimilin hafa verið dugleg í lántökum fyrir húsnæði undanfarin misseri vegna sögulega hagstæðra vaxta. Ásgeir reiknar með að vextir verði áfram lágir. „Við munum ekki hækka vexti nema við nauðsynlega þurfum. Við skulum orða það þannig. Að einhverju leyti höfum við líka önnur stýritæki sem við getum beitt. Okkar spár segja að við þurfum í rauninni ekki að grípa til vaxtahækkana á þessu ári ef allt gengur eftir,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira