Rosalegt keppnisskap Hlyns: „Hann drap sig hreinlega á hverri einustu æfingu“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2021 13:29 Hlynur Andrésson á Íslandsmet í sjö greinum utanhúss. Mynd/ÍSÍ „Þetta er rosalegt hlaup hjá honum og bara flott hjá honum að leggja allt undir,“ segir Kári Steinn Karlsson um fyrsta maraþonhlaup Hlyns Andréssonar. Hlynur sló í hlaupinu tæplega tíu ára gamalt Íslandsmet Kára. Hlynur hefur tekið fleiri Íslandsmet af Kára síðustu ár og er nú handhafi Íslandsmeta í sjö greinum utanhúss, eftir að hafa slegið metið í maraþoni í Dresden í Þýskalandi í gær. Hlynur hefur verið búsettur í Hollandi frá árinu 2018 og keppti áður fyrir Eastern Michigan háskólann í Bandaríkjunum. Snemma á hlaupaferlinum var Eyjamaðurinn hins vegar æfingafélagi Kára Steins, þegar þeir æfðu undir handleiðslu Gunnars Páls Jóakimssonar. Óttaðist að hann myndi keyra sig út þegar þeir æfðu saman Keppnisskapið í Hlyni, sem nú hefur meðal annars skilað honum Íslandsmetum í sjö hlaupagreinum utanhúss, var alltaf augljóst: „Ég man það alveg að hann var grjótharður. Það er rosalegt keppnisskap í honum. Þarna fyrir mörgum árum, þegar hann var langt frá mínu getustigi, þá skipti það hann engu máli. Hann óð alltaf í mann og reyndi að fylgja manni eins og hann gat, og hvellsprakk þá bara í staðinn fyrir að sýna einhverja skynsemi,“ segir Kári Steinn. „Hann gaf aldrei þumlung eftir – drap sig hreinlega á hverri einustu æfingu og maður óttaðist að það væri kannski of mikið kapp í honum. Að hann myndi bara keyra sig út á þessu öllu saman. En hann hefur heldur betur afsannað það. Svo hefur hann eflaust lært með árunum að sýna aðeins meiri skynsemi, en það sást strax hversu mikill keppnismaður hann er.“ View this post on Instagram A post shared by Hlynur Andresson (@hlynurand12) Kári segir það í raun ekki koma á óvart að Hlyni hafi tekist að slá Íslandsmet í sínu fyrsta maraþonhlaupi. Hlynur hljóp á 2:13:37 klukkustundum en metið hans Kára var 2:17:12. Hlynur ætlaði sér að ná ólympíulágmarki en var tæpum tveimur mínútum frá því, eftir að hafa haldið nægilega góðum hraða fram að síðustu kílómetrum hlaupsins. Erfiðir síðustu kílómetrar en hann á nóg inni „Það er ótrúlega flott hjá honum að klára á þessum tíma því þetta er brútal grein. Þegar menn fara að missa hraðann þá geta þeir misst hausinn og farið hressilega niður. Í 50% en ekki bara 80 eða 90%. Þetta verða stór skil þegar menn missa taktinn. En hann var kominn það langt inn í hlaupið að hann náði að kreista sig í gegnum síðustu kílómetrana. Þetta hafa verið helvíti erfiðir síðustu kílómetrar hjá honum,“ sagði Kári Steinn. „Hann hljóp þrátt fyrir allt á hörkutíma og slátraði alveg þessu meti, svo það er ágætissárabót þó svo að hann hafi að sjálfsögðu viljað ná þessu lágmarki. Hann hefur eflaust vitað að þetta væri mjög bratt markmið, þó að hann hafi vissulega átt góðan séns eins og hann sýndi. Hann á nóg inni, þetta er hans fyrsta hlaup og hann náði ekki að útfæra það fullkomlega. Það kemur bara næst þá,“ sagði Kári. Á enn mörg ár til að bæta sig og ætti að horfa til Parísar Hlynur, sem er 27 ára gamall, hefur gefið út að hann muni ekki reyna aftur við lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. En ætti hann ekki hiklaust að stefna á leikana í París eftir þrjú ár? „Jú, mér finnst það. Hann hefur sýnt að hann er greinilega týpan í maraþon. Hann er hörkugóður á hlaupabrautinni líka, þar sem menn eru kannski að toppa rétt fyrir þrítugt, en í maraþoni geta menn verið að toppa til 35 ára aldurs. Hann veit best sjálfur hvað er skynsamlegt en það gæti verið gott hjá honum að taka tvö ár á hlaupabrautinni í viðbót, vinna í hraðanum. Að sama skapi gæti hann fært sig strax upp í maraþonið frekar,“ sagði Kári. Frjálsar íþróttir Hlaup Tengdar fréttir Á nú sjö gildandi Íslandsmet Hlynur Andrésson byrjaði maraþonferil sinn með því að bæta Íslandsmetið og það með glæsibrag. 22. mars 2021 10:31 Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki. 21. mars 2021 14:50 Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Hlynur hefur tekið fleiri Íslandsmet af Kára síðustu ár og er nú handhafi Íslandsmeta í sjö greinum utanhúss, eftir að hafa slegið metið í maraþoni í Dresden í Þýskalandi í gær. Hlynur hefur verið búsettur í Hollandi frá árinu 2018 og keppti áður fyrir Eastern Michigan háskólann í Bandaríkjunum. Snemma á hlaupaferlinum var Eyjamaðurinn hins vegar æfingafélagi Kára Steins, þegar þeir æfðu undir handleiðslu Gunnars Páls Jóakimssonar. Óttaðist að hann myndi keyra sig út þegar þeir æfðu saman Keppnisskapið í Hlyni, sem nú hefur meðal annars skilað honum Íslandsmetum í sjö hlaupagreinum utanhúss, var alltaf augljóst: „Ég man það alveg að hann var grjótharður. Það er rosalegt keppnisskap í honum. Þarna fyrir mörgum árum, þegar hann var langt frá mínu getustigi, þá skipti það hann engu máli. Hann óð alltaf í mann og reyndi að fylgja manni eins og hann gat, og hvellsprakk þá bara í staðinn fyrir að sýna einhverja skynsemi,“ segir Kári Steinn. „Hann gaf aldrei þumlung eftir – drap sig hreinlega á hverri einustu æfingu og maður óttaðist að það væri kannski of mikið kapp í honum. Að hann myndi bara keyra sig út á þessu öllu saman. En hann hefur heldur betur afsannað það. Svo hefur hann eflaust lært með árunum að sýna aðeins meiri skynsemi, en það sást strax hversu mikill keppnismaður hann er.“ View this post on Instagram A post shared by Hlynur Andresson (@hlynurand12) Kári segir það í raun ekki koma á óvart að Hlyni hafi tekist að slá Íslandsmet í sínu fyrsta maraþonhlaupi. Hlynur hljóp á 2:13:37 klukkustundum en metið hans Kára var 2:17:12. Hlynur ætlaði sér að ná ólympíulágmarki en var tæpum tveimur mínútum frá því, eftir að hafa haldið nægilega góðum hraða fram að síðustu kílómetrum hlaupsins. Erfiðir síðustu kílómetrar en hann á nóg inni „Það er ótrúlega flott hjá honum að klára á þessum tíma því þetta er brútal grein. Þegar menn fara að missa hraðann þá geta þeir misst hausinn og farið hressilega niður. Í 50% en ekki bara 80 eða 90%. Þetta verða stór skil þegar menn missa taktinn. En hann var kominn það langt inn í hlaupið að hann náði að kreista sig í gegnum síðustu kílómetrana. Þetta hafa verið helvíti erfiðir síðustu kílómetrar hjá honum,“ sagði Kári Steinn. „Hann hljóp þrátt fyrir allt á hörkutíma og slátraði alveg þessu meti, svo það er ágætissárabót þó svo að hann hafi að sjálfsögðu viljað ná þessu lágmarki. Hann hefur eflaust vitað að þetta væri mjög bratt markmið, þó að hann hafi vissulega átt góðan séns eins og hann sýndi. Hann á nóg inni, þetta er hans fyrsta hlaup og hann náði ekki að útfæra það fullkomlega. Það kemur bara næst þá,“ sagði Kári. Á enn mörg ár til að bæta sig og ætti að horfa til Parísar Hlynur, sem er 27 ára gamall, hefur gefið út að hann muni ekki reyna aftur við lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. En ætti hann ekki hiklaust að stefna á leikana í París eftir þrjú ár? „Jú, mér finnst það. Hann hefur sýnt að hann er greinilega týpan í maraþon. Hann er hörkugóður á hlaupabrautinni líka, þar sem menn eru kannski að toppa rétt fyrir þrítugt, en í maraþoni geta menn verið að toppa til 35 ára aldurs. Hann veit best sjálfur hvað er skynsamlegt en það gæti verið gott hjá honum að taka tvö ár á hlaupabrautinni í viðbót, vinna í hraðanum. Að sama skapi gæti hann fært sig strax upp í maraþonið frekar,“ sagði Kári.
Frjálsar íþróttir Hlaup Tengdar fréttir Á nú sjö gildandi Íslandsmet Hlynur Andrésson byrjaði maraþonferil sinn með því að bæta Íslandsmetið og það með glæsibrag. 22. mars 2021 10:31 Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki. 21. mars 2021 14:50 Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Á nú sjö gildandi Íslandsmet Hlynur Andrésson byrjaði maraþonferil sinn með því að bæta Íslandsmetið og það með glæsibrag. 22. mars 2021 10:31
Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki. 21. mars 2021 14:50
Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10