Týndist á gönguleiðinni en náði að láta vita af sér Sylvía Hall skrifar 21. mars 2021 20:56 Björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að tilkynning barst um týndan göngumann. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld vegna göngumanns sem hafði villst af leið nærri gossvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Leit var í startholunum þegar göngumaðurinn náði að láta vita af sér og þurfti ekki aðstoð. „Leit var í startholunum. Það var búið að kalla til fleiri hópa úr Reykjavík og fólkið sem er á svæðinu, það var búið að senda það af stað,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í átt að Geldingadal í því skyni að sjá eldgosið berum augum. Davíð segir björgunarsveitarfólk því í raun vera í samfelldu útkalli þar sem það er með viðveru á svæðinu ef fólk lendir í vandræðum og þarf aðstoð. „Björgunarsveitafólkið er bara búið að vera að bæta í. Það eru vaktaskipti núna eftir daginn og það er verið að kalla út fleira fólk til þess að vera til staðar í kvöld og í nótt. Veðrið er að versna og við viljum hafa nægan mannskap til að aðstoða fólk ef það lendir í vandræðum.“ Dæmi um að fólk vanmeti gönguleiðina Að sögn Davíðs hefur dagurinn gengið vel fyrir sig þó einhverjar tilkynningar hafi borist um fólk í vanda. Það sé aðallega fólk sem hafi orðið örmagna á gönguleiðinni eða þurfi aðstoð vegna meiðsla. „Það var einhver sem meiddi sig eitthvað á fæti og það var náð í hann og honum skutlað í sjúkrahús. Aðallega er þetta fólk sem er örmagna, illa búið, ekki með nesti eða vanmat að einhverju leyti tímann sem fer í að fara þarna og skoða gosstöðvarnar.“ Hann segir björgunarsveitafólk tilbúið til að aðstoða þá sem ætli sér að ganga að gosstöðvunum í nótt, enda fari aðstæður versnandi eftir því sem líður á kvöldið. „Veðrið er að versna og það dimmir núna. Það á að fjölga í mannskapnum til að hafa fólk á þessum helstu leiðum, svo hægt sé að aðstoða fólk í myrkrinu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14 Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Leit var í startholunum. Það var búið að kalla til fleiri hópa úr Reykjavík og fólkið sem er á svæðinu, það var búið að senda það af stað,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í átt að Geldingadal í því skyni að sjá eldgosið berum augum. Davíð segir björgunarsveitarfólk því í raun vera í samfelldu útkalli þar sem það er með viðveru á svæðinu ef fólk lendir í vandræðum og þarf aðstoð. „Björgunarsveitafólkið er bara búið að vera að bæta í. Það eru vaktaskipti núna eftir daginn og það er verið að kalla út fleira fólk til þess að vera til staðar í kvöld og í nótt. Veðrið er að versna og við viljum hafa nægan mannskap til að aðstoða fólk ef það lendir í vandræðum.“ Dæmi um að fólk vanmeti gönguleiðina Að sögn Davíðs hefur dagurinn gengið vel fyrir sig þó einhverjar tilkynningar hafi borist um fólk í vanda. Það sé aðallega fólk sem hafi orðið örmagna á gönguleiðinni eða þurfi aðstoð vegna meiðsla. „Það var einhver sem meiddi sig eitthvað á fæti og það var náð í hann og honum skutlað í sjúkrahús. Aðallega er þetta fólk sem er örmagna, illa búið, ekki með nesti eða vanmat að einhverju leyti tímann sem fer í að fara þarna og skoða gosstöðvarnar.“ Hann segir björgunarsveitafólk tilbúið til að aðstoða þá sem ætli sér að ganga að gosstöðvunum í nótt, enda fari aðstæður versnandi eftir því sem líður á kvöldið. „Veðrið er að versna og það dimmir núna. Það á að fjölga í mannskapnum til að hafa fólk á þessum helstu leiðum, svo hægt sé að aðstoða fólk í myrkrinu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14 Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21
Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14
Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39