Lítið en mikilfenglegt „túristagos“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2021 19:43 Gosið er sannarlega stórkostlegt sjónarspil. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadal hefur nú staðið í næstum sólahring. Þetta er lítið gos en mikilfenglegt engu að síður, segja þeir sem hafa séð það með eigin augum. Fögur gígaröð er að mótast í gosinu, sem kann að vera það fyrsta af mörgum. Gosið hefur verið kallað „túristagos“ og margir freistað þess að leggja leið sína að hraunstreyminu. Vísindaráð Almannavarna hefur hins vegar varað fólk við að fara of nálægt og mælist til þess að fólk virði gosstöðvarnar fyrir sér af hæðunum í kringum dalinn. Ráðið hefur meðal annars varað við því að nýjar sprungur kunna að geta opnast í nágrenninu og þá geti hröð og skyndileg framhjáhlaup orðið þar sem hrauntungurnar brjótast fram. Lífshættulegar gastegundir geti einnig safnast í dældir og orðið mönnum að bana. Sjá: Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Lokað er fyrir umferð að svæðinu en fólki hleypt þangað fótgangandi og eru dæmi um að það sé að leggja af stað illa undirbúið, jafnvel í gallabuxum og á strigaskóm. Páll Einarsson, einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins, segir að gosið í Geldingadal sé til marks um að nýtt kvikuskeið sé runnið upp á Reykjanesinu. Umbrotið minni á upphaf Kröfluelda og það sé óhætt að gera ráð fyrir fleiri eldgosum á svæðinu í náinni framtíð. „Þetta er semsagt staðfesting á því að sennilega erum við að ganga inn í nýtt kvikuskeið,“ segir Páll en Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem stóð yfir á árunum 1975 til 1984 en tímabilið hófst með örlitlu gosi líkt og því sem nú sést í Geldingadal. Sjá: Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Hér fyrir neðan má finna hlekki á helstu upplýsingar: Almannavarnir Veðurstofa Íslands Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
Gosið hefur verið kallað „túristagos“ og margir freistað þess að leggja leið sína að hraunstreyminu. Vísindaráð Almannavarna hefur hins vegar varað fólk við að fara of nálægt og mælist til þess að fólk virði gosstöðvarnar fyrir sér af hæðunum í kringum dalinn. Ráðið hefur meðal annars varað við því að nýjar sprungur kunna að geta opnast í nágrenninu og þá geti hröð og skyndileg framhjáhlaup orðið þar sem hrauntungurnar brjótast fram. Lífshættulegar gastegundir geti einnig safnast í dældir og orðið mönnum að bana. Sjá: Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Lokað er fyrir umferð að svæðinu en fólki hleypt þangað fótgangandi og eru dæmi um að það sé að leggja af stað illa undirbúið, jafnvel í gallabuxum og á strigaskóm. Páll Einarsson, einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins, segir að gosið í Geldingadal sé til marks um að nýtt kvikuskeið sé runnið upp á Reykjanesinu. Umbrotið minni á upphaf Kröfluelda og það sé óhætt að gera ráð fyrir fleiri eldgosum á svæðinu í náinni framtíð. „Þetta er semsagt staðfesting á því að sennilega erum við að ganga inn í nýtt kvikuskeið,“ segir Páll en Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem stóð yfir á árunum 1975 til 1984 en tímabilið hófst með örlitlu gosi líkt og því sem nú sést í Geldingadal. Sjá: Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Hér fyrir neðan má finna hlekki á helstu upplýsingar: Almannavarnir Veðurstofa Íslands Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira