Mikilvægi tjáningarfrelsisins Anna Lúðvíksdóttir skrifar 22. mars 2021 08:31 Almenningi er tamt að nota orðið hatursorðræða þegar viðhöfð eru móðgandi eða særandi ummæli í garð einstaklings en þegar að er gáð er ljóst að skilgreining á hatursorðræðu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er mun þrengri. Afstaða Amnesty International til hatursorðræðu byggir á fyrrgreindum samningi. Þar segir að allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Hatursorðræða er því meira en aðeins tjáning á hugmyndum eða skoðunum sem fela í sér hatur í garð einstaklinga innan ákveðins hóps. Hatursorðræða er því málflutningur til stuðnings haturs sem sýnir með skýrum hætti ásetning þar sem aðrir eru hvattir til að mismuna, sýna andúð eða beita tiltekinn hóp ofbeldi. Í Rabat-aðgerðaáætluninni sem samin var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig stemma mætti stigu við hvatningu til haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga, er settur fram sex þrepa mælikvarði til að ákvarða hvort tjáning teljist til hatursorðræðu og sé refsiverð. Í þrepunum er horft til þess í hvaða samhengi ummælin eru látin falla, hver tjáir sig, ásetnings, innihalds, umfangs og hverjar líkurnar eru á því að tjáningin leiði til skaða. Rétturinn til tjáningarfrelsis nær til tjáningar sem kemur öðrum úr jafnvægi, móðgar og truflar. Tjáning sem gengur á hlut einhvers en telst ekki sem stuðningur til haturs eða sem hvatning um mismunun, fjandskap eða ofbeldi á ekki að vera refsiverð né takmörkuð nema slíkt byggi á lögum, þjóni lögmætu markmiði og sé nauðsynlegt. Í Rabat-aðgerðaáætluninni er lagt til að refsingar vegna tjáningar sem brjóta í bága við lög teljist til síðustu úrræða sem gripið er til. Það skal undirstrika að afstaða Amnesty International felur ekki í sér að láta tjáningu eins og fordómafull ummæli óátalin. Í því sambandi vísum við til Rabat-aðgerðaáætlunarinnar þar sem ríki eru hvött til þess að stemma stigu við ólögmætum ummælum með öðrum viðurlögum en refsingu.til að koma í veg fyrir ólögmæta tjáningu, svo sem með réttinum til að krefjast bóta, réttinum til leiðréttinga og svara. Ríkjum er ætlað að banna málflutning til stuðnings haturs sem felur í sér fyrrgreinda hvatningu. Mikilvægt er að slík bönn séu sett fram í lögum með nákvæmum hætti þannig að stjórnvöld hafi ekki svigrúm til að misbeita þeim. Amnesty International hefur skrásett fjölda dæma frá löndum eins og Egyptalandi, Nígeríu, Pakistan og Veneseúela þar sem mistækri og óljósri löggjöf er beitt með vísan í víða skilgreiningu á hatursorðræðu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem stjórnvöldum hugnast ekki. Amnesty International krefst þess að vel sé gætt að jafnvægi milli réttarins um bann við mismunun og réttinum til tjáningarfrelsis. Takmarkanir á tjáningu sem byggja ekki á lögum, þjóna ekki lögmætu markmiði eða eru ekki nauðsynlegar standast ekki samning Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Aðgerðir sem takmarka tjáningu með refsingu séu ekki árangursríkar í baráttu gegn mismunun. Ríki eiga heldur að setja sér yfirgripsmikla löggjöf um bann við mismunun og tryggja víðtækar stefnumótunaraðgerðir til að takast á við undirrót umburðarleysis. Skilvirk vernd og félagsleg þátttaka jaðarsettra hópa krefst víðtækra aðgerða ríkisins og samfélagsins alls. Meðal annars með því að stuðlað sé að samræðum milli ólíkra menningarheima, fræðslu um fjölbreytni og fjölhyggju og valdeflingu minnihlutahópa til að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Í því samhengi er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar tali gegn orðræðu sem felur í sér mismunun, hvar sem hún á sér stað. Amnesty International heldur áfram baráttunni fyrir mannréttindum allra einstaklinga og hópa með það að leiðarljósi að efla jafnrétti meðal fólks og sporna gegn mismunun. Grunnurinn að opnu og sanngjörnu samfélagi byggir á því að fólk geti notið þessara réttinda, óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Í slíku samfélagi njóta almennir borgarar réttlætis og mannréttinda. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis og verndun þess er nauðsynleg í heilbrigðri lýðræðislegri umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Almenningi er tamt að nota orðið hatursorðræða þegar viðhöfð eru móðgandi eða særandi ummæli í garð einstaklings en þegar að er gáð er ljóst að skilgreining á hatursorðræðu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er mun þrengri. Afstaða Amnesty International til hatursorðræðu byggir á fyrrgreindum samningi. Þar segir að allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Hatursorðræða er því meira en aðeins tjáning á hugmyndum eða skoðunum sem fela í sér hatur í garð einstaklinga innan ákveðins hóps. Hatursorðræða er því málflutningur til stuðnings haturs sem sýnir með skýrum hætti ásetning þar sem aðrir eru hvattir til að mismuna, sýna andúð eða beita tiltekinn hóp ofbeldi. Í Rabat-aðgerðaáætluninni sem samin var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig stemma mætti stigu við hvatningu til haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga, er settur fram sex þrepa mælikvarði til að ákvarða hvort tjáning teljist til hatursorðræðu og sé refsiverð. Í þrepunum er horft til þess í hvaða samhengi ummælin eru látin falla, hver tjáir sig, ásetnings, innihalds, umfangs og hverjar líkurnar eru á því að tjáningin leiði til skaða. Rétturinn til tjáningarfrelsis nær til tjáningar sem kemur öðrum úr jafnvægi, móðgar og truflar. Tjáning sem gengur á hlut einhvers en telst ekki sem stuðningur til haturs eða sem hvatning um mismunun, fjandskap eða ofbeldi á ekki að vera refsiverð né takmörkuð nema slíkt byggi á lögum, þjóni lögmætu markmiði og sé nauðsynlegt. Í Rabat-aðgerðaáætluninni er lagt til að refsingar vegna tjáningar sem brjóta í bága við lög teljist til síðustu úrræða sem gripið er til. Það skal undirstrika að afstaða Amnesty International felur ekki í sér að láta tjáningu eins og fordómafull ummæli óátalin. Í því sambandi vísum við til Rabat-aðgerðaáætlunarinnar þar sem ríki eru hvött til þess að stemma stigu við ólögmætum ummælum með öðrum viðurlögum en refsingu.til að koma í veg fyrir ólögmæta tjáningu, svo sem með réttinum til að krefjast bóta, réttinum til leiðréttinga og svara. Ríkjum er ætlað að banna málflutning til stuðnings haturs sem felur í sér fyrrgreinda hvatningu. Mikilvægt er að slík bönn séu sett fram í lögum með nákvæmum hætti þannig að stjórnvöld hafi ekki svigrúm til að misbeita þeim. Amnesty International hefur skrásett fjölda dæma frá löndum eins og Egyptalandi, Nígeríu, Pakistan og Veneseúela þar sem mistækri og óljósri löggjöf er beitt með vísan í víða skilgreiningu á hatursorðræðu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem stjórnvöldum hugnast ekki. Amnesty International krefst þess að vel sé gætt að jafnvægi milli réttarins um bann við mismunun og réttinum til tjáningarfrelsis. Takmarkanir á tjáningu sem byggja ekki á lögum, þjóna ekki lögmætu markmiði eða eru ekki nauðsynlegar standast ekki samning Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Aðgerðir sem takmarka tjáningu með refsingu séu ekki árangursríkar í baráttu gegn mismunun. Ríki eiga heldur að setja sér yfirgripsmikla löggjöf um bann við mismunun og tryggja víðtækar stefnumótunaraðgerðir til að takast á við undirrót umburðarleysis. Skilvirk vernd og félagsleg þátttaka jaðarsettra hópa krefst víðtækra aðgerða ríkisins og samfélagsins alls. Meðal annars með því að stuðlað sé að samræðum milli ólíkra menningarheima, fræðslu um fjölbreytni og fjölhyggju og valdeflingu minnihlutahópa til að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Í því samhengi er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar tali gegn orðræðu sem felur í sér mismunun, hvar sem hún á sér stað. Amnesty International heldur áfram baráttunni fyrir mannréttindum allra einstaklinga og hópa með það að leiðarljósi að efla jafnrétti meðal fólks og sporna gegn mismunun. Grunnurinn að opnu og sanngjörnu samfélagi byggir á því að fólk geti notið þessara réttinda, óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Í slíku samfélagi njóta almennir borgarar réttlætis og mannréttinda. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis og verndun þess er nauðsynleg í heilbrigðri lýðræðislegri umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun