Í stórum dráttum sáttur við niðurstöðuna og áfrýjar ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2021 13:42 Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að una dómi héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn dóttur sinni Aldísi Schram, fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Héraðsdómur dæmdi tvenn ummæli ómerk af þeim fjórtán sem Jón Baldvin stefndi vegna en dómur var kveðinn upp á föstudag. Jón Baldvin segir í tilkynningu til fjölmiðla ekki ætla að áfrýja niðurstöðunni. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið sé að alvarlegustu ásakanirnar hafi verið afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ Aldís lét falla í Morgunútvarpinu og hins vegar „og sigra hann og hans barnaníðingabandalag“ sem Aldís skrifaði á Facebook. „Hitt skiptir minna máli, þótt allskyns óhróður, hafður eftir sömu heimildum, sé látinn óátalinn. Skýringin er sögð sú að hugsanlega hafi viðkomandi upplifað þetta svona.“ Jón Baldvin segir orðið upplifun hafa öðlast nýja merkingu og vísar í ónefnda málfróða menn. „Hún lýsir ekki því sem gerðist heldur hinu sem maður heldur að hugsanlega gæti hafa gerst.“ Segir nóg komið af falsréttum og hatursumræðu Hann segist standa með og fagna því sjónarmiðið dómarans að standa vörð um tjáningarfrelsið. „En tjáningarfrelsið er þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað í réttarríkinu. Takmörkin eru þau að enginn maður á að þurfa að þola að vera borinn röngum og ærumeiðandi sökum í nafni tjárningarfrelsisins,“ segir Jón Baldvin. „En í mínu tilviki er þetta réttlætt með því að ég teljist enn vera „opinber persóna“, þótt næstum aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég yfirgaf vígvöll stjórnmálanna. Vonandi verður þetta þó ekki til þess að gefa út veiðileyfi fyrir falsfréttir og hatursumræðu um svokallaða stjórnmálamenn í komandi kosningabaráttu. Það er nóg komið af því.“ Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Aðilar hafa fjórar vikur frá dómsuppsögu til að áfrýja málum til Landsréttar. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04 Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38 Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi tvenn ummæli ómerk af þeim fjórtán sem Jón Baldvin stefndi vegna en dómur var kveðinn upp á föstudag. Jón Baldvin segir í tilkynningu til fjölmiðla ekki ætla að áfrýja niðurstöðunni. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið sé að alvarlegustu ásakanirnar hafi verið afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ Aldís lét falla í Morgunútvarpinu og hins vegar „og sigra hann og hans barnaníðingabandalag“ sem Aldís skrifaði á Facebook. „Hitt skiptir minna máli, þótt allskyns óhróður, hafður eftir sömu heimildum, sé látinn óátalinn. Skýringin er sögð sú að hugsanlega hafi viðkomandi upplifað þetta svona.“ Jón Baldvin segir orðið upplifun hafa öðlast nýja merkingu og vísar í ónefnda málfróða menn. „Hún lýsir ekki því sem gerðist heldur hinu sem maður heldur að hugsanlega gæti hafa gerst.“ Segir nóg komið af falsréttum og hatursumræðu Hann segist standa með og fagna því sjónarmiðið dómarans að standa vörð um tjáningarfrelsið. „En tjáningarfrelsið er þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað í réttarríkinu. Takmörkin eru þau að enginn maður á að þurfa að þola að vera borinn röngum og ærumeiðandi sökum í nafni tjárningarfrelsisins,“ segir Jón Baldvin. „En í mínu tilviki er þetta réttlætt með því að ég teljist enn vera „opinber persóna“, þótt næstum aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég yfirgaf vígvöll stjórnmálanna. Vonandi verður þetta þó ekki til þess að gefa út veiðileyfi fyrir falsfréttir og hatursumræðu um svokallaða stjórnmálamenn í komandi kosningabaráttu. Það er nóg komið af því.“ Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Aðilar hafa fjórar vikur frá dómsuppsögu til að áfrýja málum til Landsréttar.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04 Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38 Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04
Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38
Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01