Stefnir í að 13 prósent kvenna í heiminum búi við sárafátækt Heimsljós 16. mars 2021 10:37 Ljósmynd frá Namibíu gunnisal Konum og stúlkum í heiminum sem draga fram lífið á 250 krónum íslenskum á dag fjölgar um 47 milljónir á árinu. Heimsfaraldur kórónuveirunnar bitnar harkalega á konum. Að mati UN Women verður það hlutskipti 13 prósenta kvenna í heiminum að búa við sárafátækt á þessu ári. Konum og stúlkum sem draga fram lífið á 250 krónum íslenskum á dag fjölgar um 47 milljónir á árinu. Þetta er eitt þeirra atriða sem UN Women bendir á, nú þegar hafinn er 65. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW65), fjölmennasti fundur baráttunnar fyrir auknu jafnrétti og bættri stöðu kvenna. Fundurinn er árlega haldinn í New York en fer að þessu sinni að mestu leyti fram í fjarfundaformi. Fólk hvaðanæva úr heiminum sækir fundinn, þeirra á meðal eru þjóðarleiðtogar, fulltrúar frjálsra félagasamtaka, starfsfólk fastanefnda ríkja og aðgerðasinnar grasrótarhreyfinga. Þema fundarins í ár er: Árangursrík og full þátttaka kvenna við ákvarðanatökur í opinberu lífi og útrýming ofbeldis, til að ná jafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna. UN Women bendir á að nýútkomin gögn sýni að framfarir í jafnréttismálum séu alltof of hægar: Konur fylla aðeins 25 prósent þingsæta á heimsvísu Aðeins þrjú lönd hafa 50 prósent eða fleiri konur á þingi, innan við eitt prósent eru konur yngri en 30 ára Konur eru aðeins 13 prósent samningsaðila, 6 prósent sáttasemjara og aðeins 6 prósent þeirra sem undirrita formlega friðarsamninga eru konur Árið 2020 voru aðeins 7,4 prósent af Fortune 500 fyrirtækjum rekin af konum Aðeins 22 lönd í heiminum hafa konur í forsæti „Við hjá UN Women á Íslandi búumst við kraftmiklum fundi í ár þar sem hann er sérstaklega mikilvægur í ljósi COVID-19 og þess bakslags sem á sér stað í jafnréttismálum á heimsvísu,“ segir í frétt frá landsnefnd UN Women á Íslandi. „Aukin réttindi og bætt staða kvenna og stúlkna er lykilþáttur í uppbygginga ríkja í kjölfar heimsfaraldursins. Við væntum þess að að sjá skýrar kröfur kvennahreyfingarinnar og jafnréttissamtaka lagðar fram sem munu þrýsta sem aldrei fyrr á ríki heims að kynjamiða aðgerðir og skilja engan eftir í aðgerðaráætlunum við uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins. Við trúum því að nú sé tækifæri ríkja heims til að gera jafnrétti, fimmta heimsmarkmiðið, þverlægt í öllum aðgerðum og opna augun fyrir því að konur og stúlkur er rúmur helmingur mannkyns, sem nýtur ekki grundvallarmannréttinda.“ Dagskrá fundarins Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Heimsfaraldur kórónuveirunnar bitnar harkalega á konum. Að mati UN Women verður það hlutskipti 13 prósenta kvenna í heiminum að búa við sárafátækt á þessu ári. Konum og stúlkum sem draga fram lífið á 250 krónum íslenskum á dag fjölgar um 47 milljónir á árinu. Þetta er eitt þeirra atriða sem UN Women bendir á, nú þegar hafinn er 65. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW65), fjölmennasti fundur baráttunnar fyrir auknu jafnrétti og bættri stöðu kvenna. Fundurinn er árlega haldinn í New York en fer að þessu sinni að mestu leyti fram í fjarfundaformi. Fólk hvaðanæva úr heiminum sækir fundinn, þeirra á meðal eru þjóðarleiðtogar, fulltrúar frjálsra félagasamtaka, starfsfólk fastanefnda ríkja og aðgerðasinnar grasrótarhreyfinga. Þema fundarins í ár er: Árangursrík og full þátttaka kvenna við ákvarðanatökur í opinberu lífi og útrýming ofbeldis, til að ná jafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna. UN Women bendir á að nýútkomin gögn sýni að framfarir í jafnréttismálum séu alltof of hægar: Konur fylla aðeins 25 prósent þingsæta á heimsvísu Aðeins þrjú lönd hafa 50 prósent eða fleiri konur á þingi, innan við eitt prósent eru konur yngri en 30 ára Konur eru aðeins 13 prósent samningsaðila, 6 prósent sáttasemjara og aðeins 6 prósent þeirra sem undirrita formlega friðarsamninga eru konur Árið 2020 voru aðeins 7,4 prósent af Fortune 500 fyrirtækjum rekin af konum Aðeins 22 lönd í heiminum hafa konur í forsæti „Við hjá UN Women á Íslandi búumst við kraftmiklum fundi í ár þar sem hann er sérstaklega mikilvægur í ljósi COVID-19 og þess bakslags sem á sér stað í jafnréttismálum á heimsvísu,“ segir í frétt frá landsnefnd UN Women á Íslandi. „Aukin réttindi og bætt staða kvenna og stúlkna er lykilþáttur í uppbygginga ríkja í kjölfar heimsfaraldursins. Við væntum þess að að sjá skýrar kröfur kvennahreyfingarinnar og jafnréttissamtaka lagðar fram sem munu þrýsta sem aldrei fyrr á ríki heims að kynjamiða aðgerðir og skilja engan eftir í aðgerðaráætlunum við uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins. Við trúum því að nú sé tækifæri ríkja heims til að gera jafnrétti, fimmta heimsmarkmiðið, þverlægt í öllum aðgerðum og opna augun fyrir því að konur og stúlkur er rúmur helmingur mannkyns, sem nýtur ekki grundvallarmannréttinda.“ Dagskrá fundarins Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent