Færeyski skattstjórinn segist ekkert kannast við staðhæfingu Samherja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 20:46 Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Vísir/Sigurjón Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Útgerðarfélagið hafnaði því í dag að það væri til rannsóknar. Skattstjórinn segir ljóst að um einhver konar misskilning sé að ræða. Fullyrt var í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum. Var þar vísað til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, sem hann lét falla í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre og var þar vísað til ásakana um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann fullyrti að fyrirtækið hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft rangt eftir honum. „Að sjálfsögðu verður „málið“ sem var talað um í þættinum „Tey ómettuligu“ kannað af skattinum, eins og ég sagði í Degi og viku þann 11. Mars,“ skrifar Mørkøre á Facebook, þar sem hann deilir frétt KVF um yfirlýsingu Samherja. Sjálvandi verður "málið" sum varð umtalað í sendingini "Tey ómettuligu" kannað av TAKS, eins og eg segði í Degi og viku...Posted by Eyðun Mørkøre on Saturday, March 13, 2021 „Ég hef ekki á nokkurn hátt vottað fyrir Samherja á Íslandi að eitthvað væri öðruvísi en það sem ég sagði í Degi og viku. Það mun vera einhver misskilningur,“ skrifar Mørkøre. Samherjaskjölin Færeyjar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13. mars 2021 10:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Fullyrt var í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum. Var þar vísað til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, sem hann lét falla í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre og var þar vísað til ásakana um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann fullyrti að fyrirtækið hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft rangt eftir honum. „Að sjálfsögðu verður „málið“ sem var talað um í þættinum „Tey ómettuligu“ kannað af skattinum, eins og ég sagði í Degi og viku þann 11. Mars,“ skrifar Mørkøre á Facebook, þar sem hann deilir frétt KVF um yfirlýsingu Samherja. Sjálvandi verður "málið" sum varð umtalað í sendingini "Tey ómettuligu" kannað av TAKS, eins og eg segði í Degi og viku...Posted by Eyðun Mørkøre on Saturday, March 13, 2021 „Ég hef ekki á nokkurn hátt vottað fyrir Samherja á Íslandi að eitthvað væri öðruvísi en það sem ég sagði í Degi og viku. Það mun vera einhver misskilningur,“ skrifar Mørkøre.
Samherjaskjölin Færeyjar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13. mars 2021 10:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13. mars 2021 10:42