Barátta í 105 ár og enn skal barist Drífa Snædal skrifar 12. mars 2021 14:30 Í dag eru 105 ár síðan Alþýðusamband Íslands var stofnað og vil ég nota tækifærið og óska launafólki til hamingju með samstöðuna og árangurinn í rúma öld. Lífsgæðin eru allt önnur en þau voru en verkefnin eru enn þau sömu; að tryggja fólki mannsæmandi laun, gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum, lífsgæði í formi hvíldar og frítíma og tryggingar ef eitthvað út af ber. Árangur samstöðu verkafólks sést best á því að í þeim löndum þar sem sterk verkalýðshreyfing hefur verið við lýði er minni ójöfnuður og betri almenn lífsgæði. Það á sannanlega við um Ísland í samfélagi þjóðanna. Markmiðið er að launafólk njóti þeirra gæða sem búin eru til og að samfélagið rúmi okkur öll. Þar er langt í land og þótt síðustu 105 ár hafa fleytt okkur áfram þá hafa bakslögin líka verið mörg og alvarleg. Í vikunni fengum við tvær afgerandi áminningar um það. Á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki er atvinnuöryggi a.m.k. 140 starfsmanna hjúkrunarheimila í Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjum stefnt í voða með yfirvofandi uppsögnum og hugsanlegum endurráðningum á lakari kjörum. Sveitarfélögin benda á ríkið og ríkið bendir beint til baka á sveitarfélögin. Tveir vasar á sömu buxum rífast á meðan launafólk veit ekki hvort það mun eiga í sig og á. Hin áminningin barst frá Orkuveitunni þar sem laun forstjórans voru hækkuð tvö ár afturvirkt, langt úr takti við aðra launaþróun, margfalt á við hækkanir láglaunafólks og reyndar líka langt umfram laun stjórnenda á sama tímabili. Einnig var týnd til stytting vinnuvikunnar bæði á almenna og opinbera markaðnum til að hækka laun forstjórans! Aðaleigandi Orkuveitunnar er Reykjavíkurborg. Fyrir ári síðan var ekki hægt að hækka laun fólksins sem heldur grunnstarfsemi borgarinnar gangandi án þess að efna til harkalegra kjaradeilna. Á afmæli ASÍ er gott að líta um öxl og fagna því sem hefur áunnist. En á sama tíma brýnum við okkur í baráttunni. Því við erum rétt að byrja. Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í dag eru 105 ár síðan Alþýðusamband Íslands var stofnað og vil ég nota tækifærið og óska launafólki til hamingju með samstöðuna og árangurinn í rúma öld. Lífsgæðin eru allt önnur en þau voru en verkefnin eru enn þau sömu; að tryggja fólki mannsæmandi laun, gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum, lífsgæði í formi hvíldar og frítíma og tryggingar ef eitthvað út af ber. Árangur samstöðu verkafólks sést best á því að í þeim löndum þar sem sterk verkalýðshreyfing hefur verið við lýði er minni ójöfnuður og betri almenn lífsgæði. Það á sannanlega við um Ísland í samfélagi þjóðanna. Markmiðið er að launafólk njóti þeirra gæða sem búin eru til og að samfélagið rúmi okkur öll. Þar er langt í land og þótt síðustu 105 ár hafa fleytt okkur áfram þá hafa bakslögin líka verið mörg og alvarleg. Í vikunni fengum við tvær afgerandi áminningar um það. Á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki er atvinnuöryggi a.m.k. 140 starfsmanna hjúkrunarheimila í Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjum stefnt í voða með yfirvofandi uppsögnum og hugsanlegum endurráðningum á lakari kjörum. Sveitarfélögin benda á ríkið og ríkið bendir beint til baka á sveitarfélögin. Tveir vasar á sömu buxum rífast á meðan launafólk veit ekki hvort það mun eiga í sig og á. Hin áminningin barst frá Orkuveitunni þar sem laun forstjórans voru hækkuð tvö ár afturvirkt, langt úr takti við aðra launaþróun, margfalt á við hækkanir láglaunafólks og reyndar líka langt umfram laun stjórnenda á sama tímabili. Einnig var týnd til stytting vinnuvikunnar bæði á almenna og opinbera markaðnum til að hækka laun forstjórans! Aðaleigandi Orkuveitunnar er Reykjavíkurborg. Fyrir ári síðan var ekki hægt að hækka laun fólksins sem heldur grunnstarfsemi borgarinnar gangandi án þess að efna til harkalegra kjaradeilna. Á afmæli ASÍ er gott að líta um öxl og fagna því sem hefur áunnist. En á sama tíma brýnum við okkur í baráttunni. Því við erum rétt að byrja. Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun