Óttaðist að fólk kæmi á tónleikana og héldi að hann væri að spila á ónýtan flygil Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2021 08:01 Víkingur Heiðar Ólafsson á einum af fjórum tónleikum sínum í Hörpu um liðna helgi. Hann spilaði á flygil hússins, Víkinginn eins og starfsmenn Hörpu kalla hann, en Víkingur valdi gripinn og segir að flygillinn sé sá besti á Norðurlöndunum. Owen Fiene Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, segir að það sé í raun lítið kraftaverk að honum hafi tekist að halda einleikstónleika sína í Eldborgarsal Hörpu um liðna helgi þar sem selt hafi verið á tónleikana í samræmi við það að 1600 gestir gætu verið í salnum. Það var ekki mögulegt nú út af kórónuveirufaraldrinum en Víkingur kom fram á fjórum tónleikum frá föstudegi til þriðjudags. Um 800 gestir voru á hverjum tónleikum og var þeim skipt niður í fjögur sóttvarnarhólf þar sem í mesta lagi 200 manns máttu vera. „Við vorum að selja þetta löngu fyrir Covid. Þetta átti að vera í júní 2020 og miðasalan opnaði í október 2019 áður en nokkurn grunaði. Ég fylltist aðdáun að sjá vinnuna bakvið tjöldin, bæði að passa upp á að framkvæmdin sé fullkomlega örugg og að það sé allt bara nákvæmlega eins og ítrustu kröfur gera ráð fyrir. En líka bara að ná í allt fólkið, endurraða sölunum, það var alveg ótrúlegt að sjá. Það er ótrúlega vanþakklátt starf að vera að vinna í miðasölu í heimsfaraldri, ég er búinn að átta mig á því,“ segir Víkingur. Hann segir að sér hafi eiginlega fundist það ótrúlegt þegar föstudagurinn rann upp að tónleikarnir yrðu þá um kvöldið. Það hafi verið reynt þrisvar sinnum áður að halda tónleikana en alltaf þurft að hætta við vegna faraldursins. Tónleikarnir áttu að fara fram í júní í fyrra og vera opnunartónleikar Listahátíðar Reykjavíkur. Þeim var frestað nokkrum sinnum út af faraldrinum.Owen Fiene Lán í óláni að manneskjan sem reyndist smituð hélt sig til hlés Þegar fyrstu tónleikarnir fóru svo fram á föstudeginum hafði ekki greinst innanlandssmit utan sóttkvíar í meira en mánuð. Víkingur segir að það að lítið hafi verið um smit endurspeglist í því að tónleikarnir fóru loks fram. Síðan gerist það á sunnudeginum að fréttir berast af tveimur innanlandssmitum hjá einstaklingum sem voru utan sóttkvíar. Annar þeirra hafði sótt tónleikana hans Víkings á föstudeginum. Hann kveðst hafa heyrt af smitinu seint á laugardagskvöldið eftir tónleika númer tvö. „En þá fórum við rosalega vel yfir þetta og vissum að þetta var lán í ótrúlega miklu óláni því þessi manneskja hafði haldið sig svolítið til hlés.“ Þessi tiltekni tónleikagestur hafi til að mynda hvorki farið á klósettið né í veitingasöluna. Þá hafi hann verið á þriðju svölum og það hafi raðast þannig í sóttvarnarhólfin að fæstir voru akkúrat á þeim stað í salnum. Aðspurður hvernig honum sjálfum hafi orðið við þegar hann heyrði af smitinu segist Víkingur eiginlega hafa verið farinn að búast við hverju sem er. „Á þessum tímapunkti þegar við erum búin að vera eitt ár í Covid þá get ég ekki sagt að maður hafi verið eitthvað svona „Ha?!“ Maður er farinn að búast við eiginlega hverju sem er á þessum tímapunkti, alveg eins og ég bjóst við því að þurfa að aflýsa þessum tónleikum enn einu sinni.“ Víkingur segir að það hafi verið ótrúleg tilfinning að spila í Hörpu. Fólk hafi hlustað öðruvísi vegna þess að enginn taki því nú sem gefnu að geta verið á staðnum.Owen Fiene Framkvæmdin hugsuð til að koma í veg fyrir smit, jafnvel þótt einhver sé með Covid Þá hafi honum alls ekki liðið þannig að hann væri að stefna lífi fólks í einhverja hættu með því að halda tónleikana þar sem smit hafi ekki verið útbreitt í samfélaginu og ítrustu sóttvarnareglum hafi verið fylgt í Hörpu. Það hafi ekki verið neinar kjöraðstæður fyrir veiruna til að dreifa sér á tónleikunum. Allir hafi til dæmis verið með grímu, setið í sömu átt og vel loftræstri Eldborg. „Framkvæmdin er líka öll hugsuð til þess að koma í veg fyrir smit, jafnvel þótt það sé einhver með Covid í salnum. Þess vegna er fólk með grímur, þess vegnar eru þessi sóttvarnahólf og bil á milli tónleikagesta,“ segir Víkingur. Þá segist hann skilja vel alla umræðuna sem fór í gang í kjölfar þess að smitið greindist hjá tónleikagestinum. Sjálfur hafi hann ákveðið að fylgjast bara með og fókusera á tónlistina þegar hann sá umræðuna, fyrirsagnirnar og allt sem fór í gang. „Ég skil það ótrúlega vel allt sem að fylgdi því það kemur „panikk“ og við viljum ekki fara inn í nýtt svona ástand eins og við erum búin að gera svo oft áður.“ Víkingur Heiðar Ólafsson lítur upp til gesta á einum tónleikunum.Owen Fiene Ótrúleg tilfinning að spila á tónleikunum í Hörpu Þetta voru ekki fyrstu tónleikar Víkings Heiðars í kórónuveirufaraldrinum en hann spilaði til að mynda í kringum jólin á átta tónleikum í Japan fyrir um 2.500 gesti í hvert sinn. Þá hafði hann spilað á töluvert minni tónleikum í Evrópu, til dæmis í Noregi, fyrir fimmtíu til 200 manns. „En samt þetta að spila fyrir 800 manns á Íslandi, ég hef ekki spilað fyrir svo marga í Evrópu í eitt ár, það var ótrúleg tilfinning. Mér fannst líka bara merkilegt að spila þessa tónleika því fólk hlustaði allt öðruvísi því það er enginn sem tekur því sem gefnu að við getum verið á staðnum. Það var bara allir salirnir voru held ég mínir bestu salir á Íslandi og þótt það væru 800 manns þá fannst mér þéttari stemning heldur en þegar það eru 1600 eins og þegar það er venjulega,“ segir Víkingur. Þá hafi honum ekki fundist einhverjir tónleikar betri en aðrir. „Nei, ég myndi ekki segja það. Venjulega segi ég það og ég myndi alveg segja þér það. Ég var svo ótrúlega til í þetta öll kvöldin af ólíkum ástæðum. Það var alveg magnað líka á sunnudagskvöldið og það var alveg fullur salur þótt þessar fréttir og fyrirsagnir hefðu komið þarna tiltölulega seint á sunnudeginum,“ segir Víkingur og vísar í fréttirnar af smitaða tónleikagestinum. Víkingur segir það mikil forréttindi að geta spilað á tónleikum hér heima.Owen Fiene „Besti flygill Íslandssögunnar“ Í aðdraganda tónleikanna var píanóleikarinn í viðtali í útvarpsþættinum Segðu mér á Rás 1. Þar ræddi hann meðal annars um flygilinn í Eldborg og vakti frétt ruv.is upp úr þeim hluta viðtalsins mikla athygli. Fréttin birtist fyrst undir fyrirsögninni „Flygillinn í Elborg of gamall fyrir Víking“ en henni var svo breytt og er nú „Flygillinn í Eldborg of gamall fyrir einleikstónleika“. Flygillinn er um tíu ára gamall; hann var keyptur nýr þegar Harpa opnaði 2011. Víkingur segist ekki vilja kveinka sér undan fréttaflutningnum en er þó einlægur í því að honum hafi þótt upphafleg framsetning fréttarinnar leiðinleg enda hafi hún beinlínis verið röng. Flygillinn sé honum mjög kær enda valdi Víkingur hljóðfærið sjálfur og starfsmenn Hörpu nefndu gripinn í höfuðið á pínaóleikaranum; kalla hann Víkinginn. „Málið er að ég valdi þennan flygil og þetta er besti flygill Íslandssögunnar. Það sem ég sagði í viðtalinu, og allir geta hlustað á það, var ekki að hann væri orðinn of gamall þannig að fyrirsögnin á ruv.is var alveg vitlaus. Ég sagði að hann væri að verða of gamall fyrir þessa notkun, í Eldborg fyrir 1600 manns. Hann á kannski eitt til tvö, þrjú ár max eftir í því,“ segir Víkingur. Flygillinn haldi áfram að vera stórkostlegur í fimmtíu til hundrað ár í viðbót en bara í öðru hlutverki. „Allir sem þekkja eitthvað til flygla vita þetta en það brá öllum rosalega mikið að ég skyldi segja þetta af því ég held að þetta hafi aldrei verið sagt á Íslandi. Persónulega fannst mér það leiðinlegast því fyrirsögnin gaf til kynna annars vegar að ég væri mjög hrokafullur, „Flygillinn í Hörpu of gamall fyrir Víking,“ þetta hljómar eins og ég hafi sett þetta fram á einhvern hræðilegan hátt, og hins vegar það að þessi flygill er mér ótrúlega kær. þetta er flygillinn sem ég hef notað í allar Deutsche Grammophon-plöturnar mínar og ég vil bara þennan flygil af því ég valdi hann.“ Ítrustu sóttvarnareglum var fylgt í Hörpu. Hér sést Víkingur ræða við einn tónleikagest og eru þau bæði auðvitað með grímu.Owen Fiene Viðurinn í flyglinum tapar ákveðnum þéttleika Fyrir Víkingi sé flygillinn ekki aðeins besti flygill Íslandssögunnar heldur einnig sá besti á Norðurlöndunum. „Þannig að þetta er allt mjög persónulegt,“ segir hann og útskýrir síðan fyrir blaðamanni, sem hefur ekkert vit á flyglum, hvað málið sé. „Ástæðan að þeir geta ekki verið svona konsertflyglar í hundrað ár er viðurinn sem er í flyglinum tapar ákveðnum þéttleika, sem sagt viðurinn sem er undir strengjunum. Flygillinn missir þá þéttleika í hljómi og hættir að hafa eiginleikana til að drífa til dæmis yfir sinfóníuhljómsveit eða fylla 1600 manna sal.“ Flygillinn verði áfram enn mjög hljómfagur en einfaldlega ekki í þessu tiltekna rými í þessari tilteknu notkun. Víkingur segir að flygillinn verði til dæmis fullkominn í kammermúsík, minni einleikstónleika og ljóðasöng. „Bara alls konar en þetta er bara mjög sérhæfð notkun sem við erum að tala um, það er bara annað. Það er ekkert tónlistarhús í fremstu röð sem er að keyra á aðalhljóðfærin í meira en tíu ár með þessari notkun. Mér fannst þetta einna leiðinlegast því mér þykir svo vænt um þennan flygil að ég get eiginlega ekki útskýrt það. Ég valdi hann sjálfur og hef notað hann og verið ótrúlega viðriðinn þennan flygil,“ segir Víkingur. Víkingur Heiðar ræddi við tónleikagesti um tónlistina en líka um fréttaflutninginn sem var í aðdraganda tónleikanna og í kringum þá.Owen Fiene „Mér fannst það alveg hrikalegt“ Honum hafi einnig þótt mjög leiðinlegt, og óttaðist það í raun, að fyrirsögn á frétt RÚV um flygilinn yrði til þess að tónleikagestir færu inn í helgina haldandi að Víkingur Heiðar væri að fara að spila á ónýtan flygil. „Mér fannst það alveg hrikalegt. Það er svo langt frá því og langt frá upplifuninni sem ég hafði og vildi að fólk kæmi með þessa eftirvæntingu hafandi beðið eftir þessum tónleikum í eitt og hálft ár til þess eins að fara á tónleika og hlusta á mig leika á einhvern ónýtan flygil. Mér fannst það raunverulega leiðinlegt og ég var svolítið miður mín yfir því en það er eins og það er,“ segir Víkingur og bætir við að á tónleikunum hafi hann mikið rætt við fólk um tónlistina. Í leiðinni hafi hann rætt fréttaflutninginn á kómískum nótum. En það voru ekki bara kórónuveiran og fréttir af flyglinum sem settu svip sinn á tónleikana heldur einnig jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga sem hefur verið viðvarandi undanfarnar tvær vikur. Þannig byrjuðu tónleikarnir á tvöfaldri tilkynningu eins og Una Sighvatsdóttir, tónleikagestur og sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands, greindi frá á Twitter: Tónleikar Víkings Heiðars í Hörpu byrjuðu á tvöfaldri tilkynningu í kerfinu: Gestir í fyrsta lagi beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum ef jarðskjálfti kæmi og í öðru lagi að taka aldrei niður grímuna og gæta að fjarlægðarmörkum. What a time to be alive. Frábærir tónleikar samt.— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) March 9, 2021 Víkingur segir að það hafi ekki verið neinn skjálfti í sér á neinum tónleikanna og hann hafi ekki orðið var við hristing. Hann hafi þó smá reynslu af stórum skjálfta sem var raunar manngerður, ef svo má að orði komast. Sýningin varð að halda áfram þrátt fyrir þyrluna „Árið 2014 þá tók ég þátt í tónlistarmyndlistarverki sem var úti á Ítalíu á hátíð sem heitir TransArt. Ég var að spila á píanó úti á fljótandi sviði úti á vatni og áhorfendur voru á bakkanum að hlusta. Svo kemur þyrla sem var partur af verkinu en áhorfendur vita það ekkert. Það birtist þyrla í fjarska og fólk hugsar með sér „Ansans, þyrlan að trufla þennan fallega tónlistarflutning.“ Svo tekur þyrlan eiginlega stefnuna á fljótandi sviðið. Hún fer hættulega nálægt mér þannig að þrýstingurinn á mér við flygil á fljótandi sviðinu úti á vatni er þannig að ég held að jarðskjálfti þyrfti að vera talsvert stærri en sex á Richter til að ná því. Það var yfirgengilegt, það gusaðist vatn yfir mig og þetta var pínu geggjað,“ segir Víkingur. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá verkið: <a _tmplitem="20767" href="https://www.youtube.com/watch?v=ezzpPn5tUwM">watch on YouTube</a> Pælingin með verkinu, sem er eftir listamanninn Roman Signer, hafi verið sú að sýningin verði að halda áfram þótt það komi einhver truflun enda hélt Víkingur áfram að spila þrátt fyrir þyrluna. Hann segir að eftir þessa reynslu ógni íslenskir jarðskjálftar, eins og við þekkjum þá á okkar tíma, honum því ekkert sérstaklega í píanóleiknum. Um helgina spilar Víkingur á tvennum tónleikum á Akureyri og á fimmtudag kom hann fram á tónleikum á Ísafirði. Hann segist ekki hafa spilað á landsbyggðinni í mjög langan tíma svo honum þykir mjög gaman að geta nýtt tímann nú til þess að koma fram hér innanlands. „Það eru mikil forréttindi.“ Tónlist Menning Harpa Víkingur Heiðar Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það var ekki mögulegt nú út af kórónuveirufaraldrinum en Víkingur kom fram á fjórum tónleikum frá föstudegi til þriðjudags. Um 800 gestir voru á hverjum tónleikum og var þeim skipt niður í fjögur sóttvarnarhólf þar sem í mesta lagi 200 manns máttu vera. „Við vorum að selja þetta löngu fyrir Covid. Þetta átti að vera í júní 2020 og miðasalan opnaði í október 2019 áður en nokkurn grunaði. Ég fylltist aðdáun að sjá vinnuna bakvið tjöldin, bæði að passa upp á að framkvæmdin sé fullkomlega örugg og að það sé allt bara nákvæmlega eins og ítrustu kröfur gera ráð fyrir. En líka bara að ná í allt fólkið, endurraða sölunum, það var alveg ótrúlegt að sjá. Það er ótrúlega vanþakklátt starf að vera að vinna í miðasölu í heimsfaraldri, ég er búinn að átta mig á því,“ segir Víkingur. Hann segir að sér hafi eiginlega fundist það ótrúlegt þegar föstudagurinn rann upp að tónleikarnir yrðu þá um kvöldið. Það hafi verið reynt þrisvar sinnum áður að halda tónleikana en alltaf þurft að hætta við vegna faraldursins. Tónleikarnir áttu að fara fram í júní í fyrra og vera opnunartónleikar Listahátíðar Reykjavíkur. Þeim var frestað nokkrum sinnum út af faraldrinum.Owen Fiene Lán í óláni að manneskjan sem reyndist smituð hélt sig til hlés Þegar fyrstu tónleikarnir fóru svo fram á föstudeginum hafði ekki greinst innanlandssmit utan sóttkvíar í meira en mánuð. Víkingur segir að það að lítið hafi verið um smit endurspeglist í því að tónleikarnir fóru loks fram. Síðan gerist það á sunnudeginum að fréttir berast af tveimur innanlandssmitum hjá einstaklingum sem voru utan sóttkvíar. Annar þeirra hafði sótt tónleikana hans Víkings á föstudeginum. Hann kveðst hafa heyrt af smitinu seint á laugardagskvöldið eftir tónleika númer tvö. „En þá fórum við rosalega vel yfir þetta og vissum að þetta var lán í ótrúlega miklu óláni því þessi manneskja hafði haldið sig svolítið til hlés.“ Þessi tiltekni tónleikagestur hafi til að mynda hvorki farið á klósettið né í veitingasöluna. Þá hafi hann verið á þriðju svölum og það hafi raðast þannig í sóttvarnarhólfin að fæstir voru akkúrat á þeim stað í salnum. Aðspurður hvernig honum sjálfum hafi orðið við þegar hann heyrði af smitinu segist Víkingur eiginlega hafa verið farinn að búast við hverju sem er. „Á þessum tímapunkti þegar við erum búin að vera eitt ár í Covid þá get ég ekki sagt að maður hafi verið eitthvað svona „Ha?!“ Maður er farinn að búast við eiginlega hverju sem er á þessum tímapunkti, alveg eins og ég bjóst við því að þurfa að aflýsa þessum tónleikum enn einu sinni.“ Víkingur segir að það hafi verið ótrúleg tilfinning að spila í Hörpu. Fólk hafi hlustað öðruvísi vegna þess að enginn taki því nú sem gefnu að geta verið á staðnum.Owen Fiene Framkvæmdin hugsuð til að koma í veg fyrir smit, jafnvel þótt einhver sé með Covid Þá hafi honum alls ekki liðið þannig að hann væri að stefna lífi fólks í einhverja hættu með því að halda tónleikana þar sem smit hafi ekki verið útbreitt í samfélaginu og ítrustu sóttvarnareglum hafi verið fylgt í Hörpu. Það hafi ekki verið neinar kjöraðstæður fyrir veiruna til að dreifa sér á tónleikunum. Allir hafi til dæmis verið með grímu, setið í sömu átt og vel loftræstri Eldborg. „Framkvæmdin er líka öll hugsuð til þess að koma í veg fyrir smit, jafnvel þótt það sé einhver með Covid í salnum. Þess vegna er fólk með grímur, þess vegnar eru þessi sóttvarnahólf og bil á milli tónleikagesta,“ segir Víkingur. Þá segist hann skilja vel alla umræðuna sem fór í gang í kjölfar þess að smitið greindist hjá tónleikagestinum. Sjálfur hafi hann ákveðið að fylgjast bara með og fókusera á tónlistina þegar hann sá umræðuna, fyrirsagnirnar og allt sem fór í gang. „Ég skil það ótrúlega vel allt sem að fylgdi því það kemur „panikk“ og við viljum ekki fara inn í nýtt svona ástand eins og við erum búin að gera svo oft áður.“ Víkingur Heiðar Ólafsson lítur upp til gesta á einum tónleikunum.Owen Fiene Ótrúleg tilfinning að spila á tónleikunum í Hörpu Þetta voru ekki fyrstu tónleikar Víkings Heiðars í kórónuveirufaraldrinum en hann spilaði til að mynda í kringum jólin á átta tónleikum í Japan fyrir um 2.500 gesti í hvert sinn. Þá hafði hann spilað á töluvert minni tónleikum í Evrópu, til dæmis í Noregi, fyrir fimmtíu til 200 manns. „En samt þetta að spila fyrir 800 manns á Íslandi, ég hef ekki spilað fyrir svo marga í Evrópu í eitt ár, það var ótrúleg tilfinning. Mér fannst líka bara merkilegt að spila þessa tónleika því fólk hlustaði allt öðruvísi því það er enginn sem tekur því sem gefnu að við getum verið á staðnum. Það var bara allir salirnir voru held ég mínir bestu salir á Íslandi og þótt það væru 800 manns þá fannst mér þéttari stemning heldur en þegar það eru 1600 eins og þegar það er venjulega,“ segir Víkingur. Þá hafi honum ekki fundist einhverjir tónleikar betri en aðrir. „Nei, ég myndi ekki segja það. Venjulega segi ég það og ég myndi alveg segja þér það. Ég var svo ótrúlega til í þetta öll kvöldin af ólíkum ástæðum. Það var alveg magnað líka á sunnudagskvöldið og það var alveg fullur salur þótt þessar fréttir og fyrirsagnir hefðu komið þarna tiltölulega seint á sunnudeginum,“ segir Víkingur og vísar í fréttirnar af smitaða tónleikagestinum. Víkingur segir það mikil forréttindi að geta spilað á tónleikum hér heima.Owen Fiene „Besti flygill Íslandssögunnar“ Í aðdraganda tónleikanna var píanóleikarinn í viðtali í útvarpsþættinum Segðu mér á Rás 1. Þar ræddi hann meðal annars um flygilinn í Eldborg og vakti frétt ruv.is upp úr þeim hluta viðtalsins mikla athygli. Fréttin birtist fyrst undir fyrirsögninni „Flygillinn í Elborg of gamall fyrir Víking“ en henni var svo breytt og er nú „Flygillinn í Eldborg of gamall fyrir einleikstónleika“. Flygillinn er um tíu ára gamall; hann var keyptur nýr þegar Harpa opnaði 2011. Víkingur segist ekki vilja kveinka sér undan fréttaflutningnum en er þó einlægur í því að honum hafi þótt upphafleg framsetning fréttarinnar leiðinleg enda hafi hún beinlínis verið röng. Flygillinn sé honum mjög kær enda valdi Víkingur hljóðfærið sjálfur og starfsmenn Hörpu nefndu gripinn í höfuðið á pínaóleikaranum; kalla hann Víkinginn. „Málið er að ég valdi þennan flygil og þetta er besti flygill Íslandssögunnar. Það sem ég sagði í viðtalinu, og allir geta hlustað á það, var ekki að hann væri orðinn of gamall þannig að fyrirsögnin á ruv.is var alveg vitlaus. Ég sagði að hann væri að verða of gamall fyrir þessa notkun, í Eldborg fyrir 1600 manns. Hann á kannski eitt til tvö, þrjú ár max eftir í því,“ segir Víkingur. Flygillinn haldi áfram að vera stórkostlegur í fimmtíu til hundrað ár í viðbót en bara í öðru hlutverki. „Allir sem þekkja eitthvað til flygla vita þetta en það brá öllum rosalega mikið að ég skyldi segja þetta af því ég held að þetta hafi aldrei verið sagt á Íslandi. Persónulega fannst mér það leiðinlegast því fyrirsögnin gaf til kynna annars vegar að ég væri mjög hrokafullur, „Flygillinn í Hörpu of gamall fyrir Víking,“ þetta hljómar eins og ég hafi sett þetta fram á einhvern hræðilegan hátt, og hins vegar það að þessi flygill er mér ótrúlega kær. þetta er flygillinn sem ég hef notað í allar Deutsche Grammophon-plöturnar mínar og ég vil bara þennan flygil af því ég valdi hann.“ Ítrustu sóttvarnareglum var fylgt í Hörpu. Hér sést Víkingur ræða við einn tónleikagest og eru þau bæði auðvitað með grímu.Owen Fiene Viðurinn í flyglinum tapar ákveðnum þéttleika Fyrir Víkingi sé flygillinn ekki aðeins besti flygill Íslandssögunnar heldur einnig sá besti á Norðurlöndunum. „Þannig að þetta er allt mjög persónulegt,“ segir hann og útskýrir síðan fyrir blaðamanni, sem hefur ekkert vit á flyglum, hvað málið sé. „Ástæðan að þeir geta ekki verið svona konsertflyglar í hundrað ár er viðurinn sem er í flyglinum tapar ákveðnum þéttleika, sem sagt viðurinn sem er undir strengjunum. Flygillinn missir þá þéttleika í hljómi og hættir að hafa eiginleikana til að drífa til dæmis yfir sinfóníuhljómsveit eða fylla 1600 manna sal.“ Flygillinn verði áfram enn mjög hljómfagur en einfaldlega ekki í þessu tiltekna rými í þessari tilteknu notkun. Víkingur segir að flygillinn verði til dæmis fullkominn í kammermúsík, minni einleikstónleika og ljóðasöng. „Bara alls konar en þetta er bara mjög sérhæfð notkun sem við erum að tala um, það er bara annað. Það er ekkert tónlistarhús í fremstu röð sem er að keyra á aðalhljóðfærin í meira en tíu ár með þessari notkun. Mér fannst þetta einna leiðinlegast því mér þykir svo vænt um þennan flygil að ég get eiginlega ekki útskýrt það. Ég valdi hann sjálfur og hef notað hann og verið ótrúlega viðriðinn þennan flygil,“ segir Víkingur. Víkingur Heiðar ræddi við tónleikagesti um tónlistina en líka um fréttaflutninginn sem var í aðdraganda tónleikanna og í kringum þá.Owen Fiene „Mér fannst það alveg hrikalegt“ Honum hafi einnig þótt mjög leiðinlegt, og óttaðist það í raun, að fyrirsögn á frétt RÚV um flygilinn yrði til þess að tónleikagestir færu inn í helgina haldandi að Víkingur Heiðar væri að fara að spila á ónýtan flygil. „Mér fannst það alveg hrikalegt. Það er svo langt frá því og langt frá upplifuninni sem ég hafði og vildi að fólk kæmi með þessa eftirvæntingu hafandi beðið eftir þessum tónleikum í eitt og hálft ár til þess eins að fara á tónleika og hlusta á mig leika á einhvern ónýtan flygil. Mér fannst það raunverulega leiðinlegt og ég var svolítið miður mín yfir því en það er eins og það er,“ segir Víkingur og bætir við að á tónleikunum hafi hann mikið rætt við fólk um tónlistina. Í leiðinni hafi hann rætt fréttaflutninginn á kómískum nótum. En það voru ekki bara kórónuveiran og fréttir af flyglinum sem settu svip sinn á tónleikana heldur einnig jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga sem hefur verið viðvarandi undanfarnar tvær vikur. Þannig byrjuðu tónleikarnir á tvöfaldri tilkynningu eins og Una Sighvatsdóttir, tónleikagestur og sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands, greindi frá á Twitter: Tónleikar Víkings Heiðars í Hörpu byrjuðu á tvöfaldri tilkynningu í kerfinu: Gestir í fyrsta lagi beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum ef jarðskjálfti kæmi og í öðru lagi að taka aldrei niður grímuna og gæta að fjarlægðarmörkum. What a time to be alive. Frábærir tónleikar samt.— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) March 9, 2021 Víkingur segir að það hafi ekki verið neinn skjálfti í sér á neinum tónleikanna og hann hafi ekki orðið var við hristing. Hann hafi þó smá reynslu af stórum skjálfta sem var raunar manngerður, ef svo má að orði komast. Sýningin varð að halda áfram þrátt fyrir þyrluna „Árið 2014 þá tók ég þátt í tónlistarmyndlistarverki sem var úti á Ítalíu á hátíð sem heitir TransArt. Ég var að spila á píanó úti á fljótandi sviði úti á vatni og áhorfendur voru á bakkanum að hlusta. Svo kemur þyrla sem var partur af verkinu en áhorfendur vita það ekkert. Það birtist þyrla í fjarska og fólk hugsar með sér „Ansans, þyrlan að trufla þennan fallega tónlistarflutning.“ Svo tekur þyrlan eiginlega stefnuna á fljótandi sviðið. Hún fer hættulega nálægt mér þannig að þrýstingurinn á mér við flygil á fljótandi sviðinu úti á vatni er þannig að ég held að jarðskjálfti þyrfti að vera talsvert stærri en sex á Richter til að ná því. Það var yfirgengilegt, það gusaðist vatn yfir mig og þetta var pínu geggjað,“ segir Víkingur. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá verkið: <a _tmplitem="20767" href="https://www.youtube.com/watch?v=ezzpPn5tUwM">watch on YouTube</a> Pælingin með verkinu, sem er eftir listamanninn Roman Signer, hafi verið sú að sýningin verði að halda áfram þótt það komi einhver truflun enda hélt Víkingur áfram að spila þrátt fyrir þyrluna. Hann segir að eftir þessa reynslu ógni íslenskir jarðskjálftar, eins og við þekkjum þá á okkar tíma, honum því ekkert sérstaklega í píanóleiknum. Um helgina spilar Víkingur á tvennum tónleikum á Akureyri og á fimmtudag kom hann fram á tónleikum á Ísafirði. Hann segist ekki hafa spilað á landsbyggðinni í mjög langan tíma svo honum þykir mjög gaman að geta nýtt tímann nú til þess að koma fram hér innanlands. „Það eru mikil forréttindi.“
Tónlist Menning Harpa Víkingur Heiðar Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira