„Hann átti þetta bara svo mikið skilið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2021 13:30 Guðmunda Pálmadóttir fór í gegnum ferlið með Eðvarði. Þriðji þátturinn í nýrri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fór í loftið í gærkvöldi. Þar var saga Guðmundar Kort Lorenzini rifjuð upp en hann fann fjölskylduna sína í Bandaríkjunum fyrir 3 árum. Saga Guðmundar vakti mikla athygli og hefur hann verið í miklum samskiptum við fjölskylduna sína síðan þá. Faðir Guðmundar var látinn þegar hann fann upprunann en hann átti nokkur systkini í Bandaríkjunum og er hann sérstaklega þakklátur fyrir að hafa fundið upprunann. En í þættinum í gær var einnig rætt við Eðvarð Þór Hackert en hann hafði dreymt um að fá svör um uppruna sinn allt frá því að hann var barn. Höskuldarviðvörun: Ef þú átt eftir að horfa á þáttinn sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi ættir þú ekki að lesa meira. . . . . . . Það er búið að vara þig við . . . . . . Eðvarð fæddist í september árið 1985 og var þriðja barn móður sinnar af fjórum. Ekkert þeirra er samfeðra. Faðir Eðvarðs var bandarískur hermaður sem var búsettur hér á landi þar til að Eðvarð var tæplega þriggja mánaða. Eftir að hann hélt aftur til Bandaríkjanna heyrðist ekkert frá honum. Hann hafði fyrst ekki áhuga á því að leita upprunans og vildi lítið vita af föður sínum. Uppvaxtarár hans voru ekki auðveld og var hann sjálfur kominn í fóstur þegar hann var 14 ára. Í þættinum í gær sagði Eðvarð söguna af því þegar hann horfði á þáttinn um Guðmund Kort og hafði þátturinn þau áhrif á hann að hann sá sig knúinn til að leita upprunans, sem hann gerði. Leitin gekk nokkuð vel og eftir að hafa google-að mjög mikið þá ákvað hann að senda staðlaðan póst á alla sem báru eftirnafn föður hans, Swainson. Einn daginn var Eðvarð inni í svefnherbergi heima hjá sér og kærastan hans að tilkynna vinkonum sínum að hún ætti von á barni inni í stofu. Eðvarð fær þá allt í einu póst frá systur sinni og í kjölfarið símtal. Kom ekki einu orði út Eðvarð vissi í raun ekkert hvað hann ætti að segja og kom varla upp orði. Hann hágrét og var hann allt í einu komin í samband við fjölskyldu sína. Eðvarð gekk fram í stofuna og reyndi að segja kærustunni sinni hvað hafði gerst. Hann kom aftur ekki upp orði og grét bara háfstöfum. Vinkonurnar héldu að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Í ljós kom að faðir Eðvars lést árið 2002 en hann komst að því að hann átti fjölmarga ættingja í Bandaríkjunum og Bermúda. Núverandi kærasta Eðvarðs og barnsmóðir Guðmunda Pálmadóttir hefur stutt hann í gegnum ferlið og tók það greinilega á fyrir hana að fylgjast með Eðvarði í leit sinni. „Það var bara fjölskyldufundur, það var bara neyðarfundur. Það vissi enginn af mér og þetta var svo absúrd fyrir alla og ég get ekki sett mig í þessu spor. Svo kemur í ljós að ég er líkastur pabba mínum af þeim öllum,“ segir Eðvarð. „Hann kemur inn í stofu og er að reyna segja eitthvað en brotnar bara saman. Hann nær að segja, ég fann systur mína og fer bara að gráta. Að heyra af þessum viðbrögðum frá þeim, þetta var svo gott í hjartað sko. Ég var bara grátandi í nokkra daga á eftir og þau senda strax vídeó þar sem er búið að klippa saman ættartréð og senda myndir. Ég sé myndir af pabba hans í fyrsta skipti. Það kom svo sterkt upp í mér, þessi litli strákur sem hann var en fékk aldrei svör. Hann átti þetta bara svo mikið skilið,“ segir Guðmunda Pálmadóttir. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en Eðvarð hefur farið út til Bandaríkjanna til að hitta bróður sinn, ömmu og fleiri ættingja og segir hann að ákveðið púsl sem alltaf hefur vantað sé fundið. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 en þar koma enn fleiri upplýsingar fram. Klippa: Hann átti þetta bara svo mikið skilið Leitin að upprunanum Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
Saga Guðmundar vakti mikla athygli og hefur hann verið í miklum samskiptum við fjölskylduna sína síðan þá. Faðir Guðmundar var látinn þegar hann fann upprunann en hann átti nokkur systkini í Bandaríkjunum og er hann sérstaklega þakklátur fyrir að hafa fundið upprunann. En í þættinum í gær var einnig rætt við Eðvarð Þór Hackert en hann hafði dreymt um að fá svör um uppruna sinn allt frá því að hann var barn. Höskuldarviðvörun: Ef þú átt eftir að horfa á þáttinn sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi ættir þú ekki að lesa meira. . . . . . . Það er búið að vara þig við . . . . . . Eðvarð fæddist í september árið 1985 og var þriðja barn móður sinnar af fjórum. Ekkert þeirra er samfeðra. Faðir Eðvarðs var bandarískur hermaður sem var búsettur hér á landi þar til að Eðvarð var tæplega þriggja mánaða. Eftir að hann hélt aftur til Bandaríkjanna heyrðist ekkert frá honum. Hann hafði fyrst ekki áhuga á því að leita upprunans og vildi lítið vita af föður sínum. Uppvaxtarár hans voru ekki auðveld og var hann sjálfur kominn í fóstur þegar hann var 14 ára. Í þættinum í gær sagði Eðvarð söguna af því þegar hann horfði á þáttinn um Guðmund Kort og hafði þátturinn þau áhrif á hann að hann sá sig knúinn til að leita upprunans, sem hann gerði. Leitin gekk nokkuð vel og eftir að hafa google-að mjög mikið þá ákvað hann að senda staðlaðan póst á alla sem báru eftirnafn föður hans, Swainson. Einn daginn var Eðvarð inni í svefnherbergi heima hjá sér og kærastan hans að tilkynna vinkonum sínum að hún ætti von á barni inni í stofu. Eðvarð fær þá allt í einu póst frá systur sinni og í kjölfarið símtal. Kom ekki einu orði út Eðvarð vissi í raun ekkert hvað hann ætti að segja og kom varla upp orði. Hann hágrét og var hann allt í einu komin í samband við fjölskyldu sína. Eðvarð gekk fram í stofuna og reyndi að segja kærustunni sinni hvað hafði gerst. Hann kom aftur ekki upp orði og grét bara háfstöfum. Vinkonurnar héldu að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Í ljós kom að faðir Eðvars lést árið 2002 en hann komst að því að hann átti fjölmarga ættingja í Bandaríkjunum og Bermúda. Núverandi kærasta Eðvarðs og barnsmóðir Guðmunda Pálmadóttir hefur stutt hann í gegnum ferlið og tók það greinilega á fyrir hana að fylgjast með Eðvarði í leit sinni. „Það var bara fjölskyldufundur, það var bara neyðarfundur. Það vissi enginn af mér og þetta var svo absúrd fyrir alla og ég get ekki sett mig í þessu spor. Svo kemur í ljós að ég er líkastur pabba mínum af þeim öllum,“ segir Eðvarð. „Hann kemur inn í stofu og er að reyna segja eitthvað en brotnar bara saman. Hann nær að segja, ég fann systur mína og fer bara að gráta. Að heyra af þessum viðbrögðum frá þeim, þetta var svo gott í hjartað sko. Ég var bara grátandi í nokkra daga á eftir og þau senda strax vídeó þar sem er búið að klippa saman ættartréð og senda myndir. Ég sé myndir af pabba hans í fyrsta skipti. Það kom svo sterkt upp í mér, þessi litli strákur sem hann var en fékk aldrei svör. Hann átti þetta bara svo mikið skilið,“ segir Guðmunda Pálmadóttir. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en Eðvarð hefur farið út til Bandaríkjanna til að hitta bróður sinn, ömmu og fleiri ættingja og segir hann að ákveðið púsl sem alltaf hefur vantað sé fundið. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 en þar koma enn fleiri upplýsingar fram. Klippa: Hann átti þetta bara svo mikið skilið
Leitin að upprunanum Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira