Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 8. mars 2021 10:30 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og í ár ber dagurinn yfirskriftina: ,,Choose To Challenge“ sem mætti yfirfæra á okkar ylhýra sem „Veldu að ögra“. Þemað í ár snýr því að áskorun, að taka ákvörðun um að ögra heiminum og halda honum á tánum því aðeins þannig breytast hlutirnir. Á vef International Women´s Day segir: ,,A challenged world is an alert world and from challenge comes change. So let's all choose to challenge." Mér finnst þetta góð áskorun og hvet öll til að taka henni og leggja sitt af mörkum í átt að kynjajafnrétti. Því kynjajafnrétti er ekki bara mál kvenna. Í aldanna rás hafa konur þurft að mæta alls kyns óréttlæti og öflum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér, eingöngu vegna þess að við erum konur. Í aldanna rás hafa konur þurft að berjast fyrir hvers kyns réttindum sem teljast sjálfsögð af flestum okkar í dag en kostuðu meira en við getum ímyndað okkur. Réttindum sem við erum enn að berjast fyrir, og mætum stöðugu mótlæti í baráttunni, eingöngu vegna þess að við erum konur. Og kynjakerfið vinnur ekki með konum. Ég fagna öllum sigrum í réttindabaráttunni og afrekum kvenna og ég er þakklát öllum þeim konum sem hafa rutt brautina í gegnum tíðina. Ég fyllist stolti þegar ég rekst á fréttir um fyrstu konuna til að ná ákveðnum áfanga. En á sama tíma fyllist ég líka ákveðnu hugarangri. Hugarangri yfir því að árið 2021 erum við enn að upplifa það að konur geri eitthvað í fyrsta skipti. Eitthvað sem þykir svo sjálfsagt að sé framkvæmt af körlum en hefur hingað til reynst ógjörningur fyrir konur. Eitthvað sem karlar hafa gert í aldanna rás en konur hafa sérstaklega þurft að berjast fyrir. Ég fyllist hugarangri vegna þess að slíkar fréttir sýna okkur hve langt við raunverulega eigum í land með að ná fullu kynjajafnrétti. Hugarangri yfir því að árið 2021 er kerfið okkar ennþá svo kyrfilega meitlað í stein og svo vandlega hugsað út frá körlum að aðrar breytur í samfélaginu eiga varla möguleika. Árið er 2021 og ennþá mætum við konur mótlæti af ýmsu tagi. Okkur er gert að klæða okkur svona eða hinsegin, tala svona eða hinsegin, vera sætar og prúðar en láta ekki of mikið á okkur bera því slíkt hæfir ekki konum. Konur þurfa bara alltaf að vera duglegri við að vera einhverjar allt aðrar en við erum bara vegna þess að þær sem við erum er annað hvort of mikið eða alls ekki nóg. Við eigum að vinna, sinna heimili og ná langt á framabrautinni en fáum lægri laun en karlar, bara vegna þess að við erum konur. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki keyra, mennta sig, vinna fyrir sér, kjósa eða taka þátt í stjórnmálum. Við búum í heimi þar sem konum er ekki óhætt að ganga einar heim í myrkrinu því þær gætu átt það á hættu að vera áreittar, nauðgað, drepnar. Við búum í heimi þar sem konur verða fyrir ofbeldi, bæði heima fyrir og annarsstaðar. Við búum í heimi þar sem líkamar kvenna eru notaðir í fjárhagsskyni og sem vopn í hernaði. Við búum í heimi þar sem sársaukafullar aðgerðir eru framkvæmdar á kynfærum kvenna án þeirra samþykkis vegna þess að konur eiga ekki að njóta kynlífs eins og karlar. Líkamar þeirra eru einungis til þess að ala börn og veita körlum þeirra unað. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki elska þau sem þær vilja og eru drepnar af fjölskyldumeðlimum því ást þeirra er synd og skömm fyrir fjölskylduna. Við búum í heimi þar sem konur mega hvorki sjást eða heyrast. Við búum í heimi þar sem ennþá er svo langt í kynjajafnrétti. Árás á eina konu er árás á alla þá baráttu sem konur hafa þurft að heyja öldum saman. Baráttu til að gefa næstu kynslóðum meiri möguleika en formæður okkar gátu nokkurn tímann vonast til að búa við sjálfar. Árás á eina konu er tilraun til að bæla niður allar konur og draga úr okkur kjark svo að kynjakerfinu verði haldið við. Sama kjark og við notum til að mæta öflunum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér. En við látum ekki draga úr okkur kjarkinn og við höldum ótrauðar áfram þar til fullu kynjajafnrétti er náð. Við sjáum dæmi um það á hverjum degi hvernig konur velja það að ögra heiminum. Formæður okkar, brautryðjendurnir, gerðu það og við þurfum að gæta þess að ekki slökkni í bálinu sem þær tendruðu. Við erum sem betur fer ekki einar í baráttunni og margt hefur áunnist í gegnum tíðina. En betur má ef duga skal. Þetta er ekkert flókið. Ég og kynsystur mínar höfum fullan rétt á því að ganga á þessari jörð óáreittar og með sömu réttindi og karlar. Ég vel því að ögra kerfinu sem við búum við í dag og legg af mörkum það sem ég get til að börnin mín fái vonandi að upplifa tíma þar sem fullu kynjajafnrétti er náð. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Við þurfum öll að velja það að ögra kerfinu á einn eða annan hátt. Fyrr náum við ekki fullu kynjajafnrétti og jöfnum tækifærum. Til hamingju með daginn! Höfundur er varaformaður Vinstri grænna í Reykjavík og situr í stjórn hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og í ár ber dagurinn yfirskriftina: ,,Choose To Challenge“ sem mætti yfirfæra á okkar ylhýra sem „Veldu að ögra“. Þemað í ár snýr því að áskorun, að taka ákvörðun um að ögra heiminum og halda honum á tánum því aðeins þannig breytast hlutirnir. Á vef International Women´s Day segir: ,,A challenged world is an alert world and from challenge comes change. So let's all choose to challenge." Mér finnst þetta góð áskorun og hvet öll til að taka henni og leggja sitt af mörkum í átt að kynjajafnrétti. Því kynjajafnrétti er ekki bara mál kvenna. Í aldanna rás hafa konur þurft að mæta alls kyns óréttlæti og öflum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér, eingöngu vegna þess að við erum konur. Í aldanna rás hafa konur þurft að berjast fyrir hvers kyns réttindum sem teljast sjálfsögð af flestum okkar í dag en kostuðu meira en við getum ímyndað okkur. Réttindum sem við erum enn að berjast fyrir, og mætum stöðugu mótlæti í baráttunni, eingöngu vegna þess að við erum konur. Og kynjakerfið vinnur ekki með konum. Ég fagna öllum sigrum í réttindabaráttunni og afrekum kvenna og ég er þakklát öllum þeim konum sem hafa rutt brautina í gegnum tíðina. Ég fyllist stolti þegar ég rekst á fréttir um fyrstu konuna til að ná ákveðnum áfanga. En á sama tíma fyllist ég líka ákveðnu hugarangri. Hugarangri yfir því að árið 2021 erum við enn að upplifa það að konur geri eitthvað í fyrsta skipti. Eitthvað sem þykir svo sjálfsagt að sé framkvæmt af körlum en hefur hingað til reynst ógjörningur fyrir konur. Eitthvað sem karlar hafa gert í aldanna rás en konur hafa sérstaklega þurft að berjast fyrir. Ég fyllist hugarangri vegna þess að slíkar fréttir sýna okkur hve langt við raunverulega eigum í land með að ná fullu kynjajafnrétti. Hugarangri yfir því að árið 2021 er kerfið okkar ennþá svo kyrfilega meitlað í stein og svo vandlega hugsað út frá körlum að aðrar breytur í samfélaginu eiga varla möguleika. Árið er 2021 og ennþá mætum við konur mótlæti af ýmsu tagi. Okkur er gert að klæða okkur svona eða hinsegin, tala svona eða hinsegin, vera sætar og prúðar en láta ekki of mikið á okkur bera því slíkt hæfir ekki konum. Konur þurfa bara alltaf að vera duglegri við að vera einhverjar allt aðrar en við erum bara vegna þess að þær sem við erum er annað hvort of mikið eða alls ekki nóg. Við eigum að vinna, sinna heimili og ná langt á framabrautinni en fáum lægri laun en karlar, bara vegna þess að við erum konur. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki keyra, mennta sig, vinna fyrir sér, kjósa eða taka þátt í stjórnmálum. Við búum í heimi þar sem konum er ekki óhætt að ganga einar heim í myrkrinu því þær gætu átt það á hættu að vera áreittar, nauðgað, drepnar. Við búum í heimi þar sem konur verða fyrir ofbeldi, bæði heima fyrir og annarsstaðar. Við búum í heimi þar sem líkamar kvenna eru notaðir í fjárhagsskyni og sem vopn í hernaði. Við búum í heimi þar sem sársaukafullar aðgerðir eru framkvæmdar á kynfærum kvenna án þeirra samþykkis vegna þess að konur eiga ekki að njóta kynlífs eins og karlar. Líkamar þeirra eru einungis til þess að ala börn og veita körlum þeirra unað. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki elska þau sem þær vilja og eru drepnar af fjölskyldumeðlimum því ást þeirra er synd og skömm fyrir fjölskylduna. Við búum í heimi þar sem konur mega hvorki sjást eða heyrast. Við búum í heimi þar sem ennþá er svo langt í kynjajafnrétti. Árás á eina konu er árás á alla þá baráttu sem konur hafa þurft að heyja öldum saman. Baráttu til að gefa næstu kynslóðum meiri möguleika en formæður okkar gátu nokkurn tímann vonast til að búa við sjálfar. Árás á eina konu er tilraun til að bæla niður allar konur og draga úr okkur kjark svo að kynjakerfinu verði haldið við. Sama kjark og við notum til að mæta öflunum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér. En við látum ekki draga úr okkur kjarkinn og við höldum ótrauðar áfram þar til fullu kynjajafnrétti er náð. Við sjáum dæmi um það á hverjum degi hvernig konur velja það að ögra heiminum. Formæður okkar, brautryðjendurnir, gerðu það og við þurfum að gæta þess að ekki slökkni í bálinu sem þær tendruðu. Við erum sem betur fer ekki einar í baráttunni og margt hefur áunnist í gegnum tíðina. En betur má ef duga skal. Þetta er ekkert flókið. Ég og kynsystur mínar höfum fullan rétt á því að ganga á þessari jörð óáreittar og með sömu réttindi og karlar. Ég vel því að ögra kerfinu sem við búum við í dag og legg af mörkum það sem ég get til að börnin mín fái vonandi að upplifa tíma þar sem fullu kynjajafnrétti er náð. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Við þurfum öll að velja það að ögra kerfinu á einn eða annan hátt. Fyrr náum við ekki fullu kynjajafnrétti og jöfnum tækifærum. Til hamingju með daginn! Höfundur er varaformaður Vinstri grænna í Reykjavík og situr í stjórn hreyfingarinnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun