Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2021 08:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands en annar þeirra er starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á deildinni eru í sóttkví og þá teygir smitrakning sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sótti tónleika þar á föstudaginn. Tíu manns sem sátu næst þeim smitaða eru einnig komnir í sóttkví. Rætt var við Þórólf í Bítinu í morgun. Þar var hann spurður að því hvenær það komi í ljós hvort þessi tilteknu smit „springi í andlitið á okkur,“ eins og það var orðað. „Það kemur í ljós í dag og á morgun myndi ég halda í stórum dráttum. Það var mjög ánægjulegt að sjá að öll þessi sýni sem tekin voru í gær uppi á Landspítala og í kringum tilfellin hér innanlands voru öll neikvæð þannig að það er bara mjög ánægjulegt. Við höfum boðað þá sem voru í Hörpu á föstudaginn í sýnatöku í dag og vonandi gengur það bara vel og útkoman úr því góð,“ sagði Þórólfur. Innanlandssmitin tvö sem greindust um helgina eru fyrstu innanlandssmitin sem greinast utan sóttkvíar í um einn og hálfan mánuð. Grunur er um að fólkið hafi smitast af sameiginlegum snertiflötum á stigagangi og þá af nágranna sínum sem kom hingað til lands 26. febrúar. Sá var með neikvætt PCR-próf þegar hann kom til landsins og var neikvæður í fyrri sýnatöku við landamæraskimun. Viðkomandi fór í sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Veirustofninn reyndist vera hið svokallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur sagði að það ætti ekki að koma fólki á óvart að þessi staða hefði komið upp. Þetta er það sem maður eigi að búast við en auðvitað vona að gerist ekki. „Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli og þess vegna er það að við náum góðum árangri með þessum aðgerðum en við vitum að það mun alltaf eitthvað leka í gegn fyrr eða síðar og það er nánast sama hvað við gerum. En þá þurfum við bara að vera fljótir að grípa inn í og það er það sem var gert núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki til skoðunar að endurskoða aðgerðir á landamærunum í ljósi þessara smita. „Við munum aldrei geta komið algjörlega í veg fyrir að einhver smitaður komi inn, sama hvað við gerum. Auðvitað minnkum við líkurnar en þessar aðgerðir sem við höfum verið með á landamærunum hafa alveg sannað sig,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands en annar þeirra er starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á deildinni eru í sóttkví og þá teygir smitrakning sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sótti tónleika þar á föstudaginn. Tíu manns sem sátu næst þeim smitaða eru einnig komnir í sóttkví. Rætt var við Þórólf í Bítinu í morgun. Þar var hann spurður að því hvenær það komi í ljós hvort þessi tilteknu smit „springi í andlitið á okkur,“ eins og það var orðað. „Það kemur í ljós í dag og á morgun myndi ég halda í stórum dráttum. Það var mjög ánægjulegt að sjá að öll þessi sýni sem tekin voru í gær uppi á Landspítala og í kringum tilfellin hér innanlands voru öll neikvæð þannig að það er bara mjög ánægjulegt. Við höfum boðað þá sem voru í Hörpu á föstudaginn í sýnatöku í dag og vonandi gengur það bara vel og útkoman úr því góð,“ sagði Þórólfur. Innanlandssmitin tvö sem greindust um helgina eru fyrstu innanlandssmitin sem greinast utan sóttkvíar í um einn og hálfan mánuð. Grunur er um að fólkið hafi smitast af sameiginlegum snertiflötum á stigagangi og þá af nágranna sínum sem kom hingað til lands 26. febrúar. Sá var með neikvætt PCR-próf þegar hann kom til landsins og var neikvæður í fyrri sýnatöku við landamæraskimun. Viðkomandi fór í sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Veirustofninn reyndist vera hið svokallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur sagði að það ætti ekki að koma fólki á óvart að þessi staða hefði komið upp. Þetta er það sem maður eigi að búast við en auðvitað vona að gerist ekki. „Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli og þess vegna er það að við náum góðum árangri með þessum aðgerðum en við vitum að það mun alltaf eitthvað leka í gegn fyrr eða síðar og það er nánast sama hvað við gerum. En þá þurfum við bara að vera fljótir að grípa inn í og það er það sem var gert núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki til skoðunar að endurskoða aðgerðir á landamærunum í ljósi þessara smita. „Við munum aldrei geta komið algjörlega í veg fyrir að einhver smitaður komi inn, sama hvað við gerum. Auðvitað minnkum við líkurnar en þessar aðgerðir sem við höfum verið með á landamærunum hafa alveg sannað sig,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira