Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. mars 2021 11:32 Rafmagnslaust var í Grindavík í þónokkuð langan tíma. Vísir/Egill Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. „Það er búið að finna orsökina, þetta var í tveimur spennistöðvum niðri í Grindavík, bæði háspennubúnaður sem var bilaður og svo lágpennubúnaður í öðru tilfelli. Tengist ekki neitt þannig. Við erum svo sem ekki búin að greina þetta þannig, þetta gætu verið einhverjar orsakir eftir þessa skjálfta en það þarf ekki að vera,“ segir Egill í samtali við fréttastofu. „Útslátturinn verður um tvö leytið, þá slær út hluti af Svartsengi og öll Grindavík, sá búnaður sem slær þessu út, það má segja að hann sé til að verja stóran spenni sem er í Svartsengi, á bara að sjá um það, en hann fer út fyrir sitt starfssvið, hann horfir lengra en bara á þann búnað sem hann á að verja og sér einhverja bilun og hún er niðri í Grindavík,“ útskýrir Egill. Í byrjun hafi starfsfólk ekki skynjað þetta og það hafi truflaði alla greiningu í byrjun. „Fyrst héldum við að það væri spennirinn sem var bilaður, þá fór tími í það og verið að ákveða hvort það ætti að skjóta á hann,“ segir Egill. Hefði átt að standa í um þrjá tíma í mesta lagi „Menn þurfa að vera fullvissir um að það sé ekkert bilað í spenninum þegar það er skotið á hann, þannig að það tekur tíma, síðan í framhaldinu þá fara menn að horfa aðeins út úr spenninum og þá telja menn líklegt að tengining frá Svartsengi og niður í Grindavík, að það sé eitthvað að þeim streng. Við förum í miklar mælingar til að sannfæra okkur um að þessir strengir séu í lagi, og þetta allt tekur mjög langan tíma, og þá loksins sjáum við að bilunin er raunverulega niðri í Grindavík,“ segir Egill. „Í byrjun þá hefði aldrei átt að slá út þessi búnaður sem að sló út í Svartsengi, hann átti ekkert að vera að skipta sér af þessu svæði og það er það sem truflaði okkur í byrjun með þessa bilanagreiningu og þess vegna tók þetta allt of langan tíma og þetta hefði kannski bara staðið yfir í þrjá, þrjá og hálfan tíma í mesta lagi og bara í hluta Grindavíkur ef að þessi búnaður hefði ekki verið að vinna svona upp. Búnaðurinn kominn til ára sinna Er ekki hægt að útiloka skjálftarnir hafi komið þessu af stað? „Það eru litlar líkur,“ svarar Egill. Það væri hálfgerð óheppni að slegið hafi út í Grindavík í ofanálag við allt annað sem þar hefur verið í gangi sökum jarðhræringa undanfarinna daga. „Ég held að þetta sé nú bara bæði það að rofinn sem fer þarna í háspennunni var kominn til ára sinna og það var svo sem planið að skipta honum út,“ segir Egill. Í mesta lagi sé möguleiki að bilunina sem upp kom í lágspennukerfi í nýju hverfi í Grindavík megi rekja til jarðskjálfta. Hann kveðst þó ekki geta fullyrt um það. Egill segir jafnframt að rafmagnsleysið í Grindavík og Svartsengi tengist ekkert rafmagnsleysinu á Selfossi í gær. „Á Selfossi þá töldu menn sig sjá eldingu í línu Landsnets sem liggur frá Eyrarfoss og niður á Selfoss og alla veganna sló sú lína út og um leið og hún fer út þá slær hún út bæði spenni fyrir okkur HS Veitur og Rarik á Selfossi,“ segir Egill. Mjög stuttan tíma hafi þó tekið að gera við þá bilun. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Grindavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
„Það er búið að finna orsökina, þetta var í tveimur spennistöðvum niðri í Grindavík, bæði háspennubúnaður sem var bilaður og svo lágpennubúnaður í öðru tilfelli. Tengist ekki neitt þannig. Við erum svo sem ekki búin að greina þetta þannig, þetta gætu verið einhverjar orsakir eftir þessa skjálfta en það þarf ekki að vera,“ segir Egill í samtali við fréttastofu. „Útslátturinn verður um tvö leytið, þá slær út hluti af Svartsengi og öll Grindavík, sá búnaður sem slær þessu út, það má segja að hann sé til að verja stóran spenni sem er í Svartsengi, á bara að sjá um það, en hann fer út fyrir sitt starfssvið, hann horfir lengra en bara á þann búnað sem hann á að verja og sér einhverja bilun og hún er niðri í Grindavík,“ útskýrir Egill. Í byrjun hafi starfsfólk ekki skynjað þetta og það hafi truflaði alla greiningu í byrjun. „Fyrst héldum við að það væri spennirinn sem var bilaður, þá fór tími í það og verið að ákveða hvort það ætti að skjóta á hann,“ segir Egill. Hefði átt að standa í um þrjá tíma í mesta lagi „Menn þurfa að vera fullvissir um að það sé ekkert bilað í spenninum þegar það er skotið á hann, þannig að það tekur tíma, síðan í framhaldinu þá fara menn að horfa aðeins út úr spenninum og þá telja menn líklegt að tengining frá Svartsengi og niður í Grindavík, að það sé eitthvað að þeim streng. Við förum í miklar mælingar til að sannfæra okkur um að þessir strengir séu í lagi, og þetta allt tekur mjög langan tíma, og þá loksins sjáum við að bilunin er raunverulega niðri í Grindavík,“ segir Egill. „Í byrjun þá hefði aldrei átt að slá út þessi búnaður sem að sló út í Svartsengi, hann átti ekkert að vera að skipta sér af þessu svæði og það er það sem truflaði okkur í byrjun með þessa bilanagreiningu og þess vegna tók þetta allt of langan tíma og þetta hefði kannski bara staðið yfir í þrjá, þrjá og hálfan tíma í mesta lagi og bara í hluta Grindavíkur ef að þessi búnaður hefði ekki verið að vinna svona upp. Búnaðurinn kominn til ára sinna Er ekki hægt að útiloka skjálftarnir hafi komið þessu af stað? „Það eru litlar líkur,“ svarar Egill. Það væri hálfgerð óheppni að slegið hafi út í Grindavík í ofanálag við allt annað sem þar hefur verið í gangi sökum jarðhræringa undanfarinna daga. „Ég held að þetta sé nú bara bæði það að rofinn sem fer þarna í háspennunni var kominn til ára sinna og það var svo sem planið að skipta honum út,“ segir Egill. Í mesta lagi sé möguleiki að bilunina sem upp kom í lágspennukerfi í nýju hverfi í Grindavík megi rekja til jarðskjálfta. Hann kveðst þó ekki geta fullyrt um það. Egill segir jafnframt að rafmagnsleysið í Grindavík og Svartsengi tengist ekkert rafmagnsleysinu á Selfossi í gær. „Á Selfossi þá töldu menn sig sjá eldingu í línu Landsnets sem liggur frá Eyrarfoss og niður á Selfoss og alla veganna sló sú lína út og um leið og hún fer út þá slær hún út bæði spenni fyrir okkur HS Veitur og Rarik á Selfossi,“ segir Egill. Mjög stuttan tíma hafi þó tekið að gera við þá bilun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Grindavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira