Ráða STJ sem ráðgjafa vegna útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 5. mars 2021 13:32 Alþingi hefur veitt heimild til að selja allt að 35 prósenta hlut í Íslandsbanka sem er alfarið í eigu ríkisins. Vísir/vilhelm Bankasýsla ríkisins hefur ráðið STJ Advisors Group Limited sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Alls gáfu sjö aðilar kost á sér með áhugayfirlýsingum til að verða sjálfstæður fjármálaráðgjafi en að lokum var STJ valið og hefur fyrirtækið þegar hafið störf. Í tilkynningu á vef Bankasýslunnar segir að STJ sé einn af leiðandi sjálfstæðum ráðgjöfum á sviði útboða á hlutabréfum í Evrópu. Marel vann með sama ráðgjafafyrirtæki þegar félagið vann að tvíhliðaskráningu hlutabréfa þess í Amsterdam og á Íslandi árið 2019. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ákvað í lok janúar að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslunnar. Gert er ráð fyrir því að selja 25 til 35 prósenta hlut í bankanum en hann er nú alfarið í eigu ríkisins. Þá hefur Bjarni sagt að stefnt verði að því að hluturinn verði í dreifðu eignarhaldi og að hámark verði sett á hlut hvers tilboðsgjafa sem gæti numið 2,5 til 3 prósentum af heildarhlutafé bankans. 42,7 prósent andvígir sölunni Óhætt er að segja að fyrirhuguð sala ríkisins á hlut sínum í bankanum hafi reynst umdeild en samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofuna í febrúar eru ríflega fjórir að hverjum tíu andvígir sölunni en rúmlega fjórðungur hlynntur henni. Þá hefur Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagt að það væri betra að bíða með söluna svo fólk fái meira traust á bankakerfinu og söluferlinu. Einnig telur hann hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. Komi til greina að bíða betri tíma Bjarni Benediktsson hefur sagt að ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir hlut sinn í Íslandsbanka og til að greina komi að bíða með söluna ef markaðsaðstæður henta ekki. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntingar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu í febrúar. Í núverandi áætlunum er stefnt á útboð í maí eða júní en næstu mánuðir fara í undirbúning, gerð útboðslýsingar og könnunar á hug fjárfesta. „Það verður þess vegna ekki fyrr en í maí sem við stöndum í rauninni frammi fyrir endanlegri ákvörðun en við viljum vera tilbúin til að skrá bankann þá,“ sagði Bjarni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sjálfstæðisfólk hlynntast sölu Íslandsbanka en sósíalistar andvígastir Ríflega fjórir af hverjum tíu eru andvígir sölu á Íslandsbanka samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Rúmlega fjórðungur er hlynntur henni. 22. febrúar 2021 23:03 Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. 10. febrúar 2021 23:29 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Bankasýslunnar segir að STJ sé einn af leiðandi sjálfstæðum ráðgjöfum á sviði útboða á hlutabréfum í Evrópu. Marel vann með sama ráðgjafafyrirtæki þegar félagið vann að tvíhliðaskráningu hlutabréfa þess í Amsterdam og á Íslandi árið 2019. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ákvað í lok janúar að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslunnar. Gert er ráð fyrir því að selja 25 til 35 prósenta hlut í bankanum en hann er nú alfarið í eigu ríkisins. Þá hefur Bjarni sagt að stefnt verði að því að hluturinn verði í dreifðu eignarhaldi og að hámark verði sett á hlut hvers tilboðsgjafa sem gæti numið 2,5 til 3 prósentum af heildarhlutafé bankans. 42,7 prósent andvígir sölunni Óhætt er að segja að fyrirhuguð sala ríkisins á hlut sínum í bankanum hafi reynst umdeild en samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofuna í febrúar eru ríflega fjórir að hverjum tíu andvígir sölunni en rúmlega fjórðungur hlynntur henni. Þá hefur Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagt að það væri betra að bíða með söluna svo fólk fái meira traust á bankakerfinu og söluferlinu. Einnig telur hann hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. Komi til greina að bíða betri tíma Bjarni Benediktsson hefur sagt að ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir hlut sinn í Íslandsbanka og til að greina komi að bíða með söluna ef markaðsaðstæður henta ekki. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntingar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu í febrúar. Í núverandi áætlunum er stefnt á útboð í maí eða júní en næstu mánuðir fara í undirbúning, gerð útboðslýsingar og könnunar á hug fjárfesta. „Það verður þess vegna ekki fyrr en í maí sem við stöndum í rauninni frammi fyrir endanlegri ákvörðun en við viljum vera tilbúin til að skrá bankann þá,“ sagði Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sjálfstæðisfólk hlynntast sölu Íslandsbanka en sósíalistar andvígastir Ríflega fjórir af hverjum tíu eru andvígir sölu á Íslandsbanka samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Rúmlega fjórðungur er hlynntur henni. 22. febrúar 2021 23:03 Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. 10. febrúar 2021 23:29 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Sjálfstæðisfólk hlynntast sölu Íslandsbanka en sósíalistar andvígastir Ríflega fjórir af hverjum tíu eru andvígir sölu á Íslandsbanka samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Rúmlega fjórðungur er hlynntur henni. 22. febrúar 2021 23:03
Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. 10. febrúar 2021 23:29
Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25
Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06