Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 22:48 Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélgas Grindavíkur. samsett mynd Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. „Þetta var svolítið mikið högg, miklu meira heldur en manni finnst þegar maður sér myndband af þessu. Ég veit alveg af fólki þar sem að hlutir voru að hrynja niður úr hillunum hjá þeim, sem hefur ekki verið hingað til í skjálftunum en höggið var það mikið að það voru myndir að detta niður af veggjum veit ég í Grindavík í kvöld,“ útskýrir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, í samtali við Vísi. Molar úr veggnum Margir fyrri skjálftar hafa átt upptök sín við Fagradalsfjall en skjálftinn sem um ræðir átti upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík. „Okkur fannst bara eins og sprengju hefði verið varpað á húsið, þetta var svo mikill hvellur einhvern veginn. Þetta var alveg frekar scary,“ segir Jón Júlíus. Nokkur ummerki eru einnig eftir skjálftann í byggingunni líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. „Það kom ekki sprunga í sjálfan vegginn heldur bara þar sem pústingin hefur verið yfir á bitasamskeytunum. Það kom alveg ryk niður úr loftinu þegar að skjálftinn kom,“ segir Jón Júlíus. „Hann Andrew heldur þarna á nokkrum molunum sem komu úr veggnum,“ bætir hann við en hann birti meðfylgjandi mynd á Twitter af Andrew Horne, sem stóð vaktina á bakvið myndavélina í leik kvöldsins. Alvöru skjálfti mínutu fyrir leik í HS Orku Höllinni! Ný sprunga í veggnum og molar niður á golf. pic.twitter.com/u4tIezYrDe— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 4, 2021 Aðspurður segir hann að svo virðist sem jarðskjálftinn hafi þó ekki fengið mikið á leikmenn liðanna sem áttust við í kvöld. „Bæði lið skoruðu alveg 50 stig í fyrri hálfleik, en það er kannski bara varnarlega sem menn voru eitthvað skelkaðir,“ svarar Jón Júlíus, en Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík, 96-89. Áhorfendur klöppuðu „Það verður að gefa þeim frá Egilsstöðum töluvert hrós fyrir að þeir höndluðu þennan skjálfta töluvert betur en við. En ég horfði á dómarana aðeins og þeim leið ekki vel og ég get alveg ímyndað mér hvernig þetta var fyrir erlendu leikmennina og kannski þá sem eru, eins og þeir sem eru að austan og hafa kannski aldrei upplifað jarðskjálfta, þarna fengu þeir einn stórann. Þetta var bara hálfri mínútu fyrir leik.“ segir Jón Júlíus. Jarðskjálfti í beinni! Það var alvöru skjálfti sem skók HS Orku Höllina í Grindavík í kvöld rétt fyrir leik!Smá skjálfti en allir í lagi. Leikurinn hefði mátt fara betur en það er önnur saga. Þökkum Hetti fyrir góðan leik!#umfg #grindavik pic.twitter.com/Wn1DzIYMug— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) March 4, 2021 Jarðskjálftinn sást vel í beinni útsendingu frá leiknum sem var hafin þegar skjálftinn reið yfir. Lýsendur leiksins fóru ekki varhluta af skjálftanum og áhorfendur sem staddir voru í höllinni ekki heldur. „Ég hef aldrei verið í svona miklu fjölmenni í jarðskjálfta og það fóru allir að klappa, eins og Íslendingar gera alltaf í svona aðstæðum. Þetta var svona „klassískur Íslendingur í matsalnum“ sem veit ekkert betra að gera en að klappa,“ segir Jón Júlíus og hlær. „Það kom ryk úr loftinu. Við höfum alveg fundið fyrir stærri skjálftum en ég hef ekki fundið fyrir svona miklu höggi áður.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið högg, miklu meira heldur en manni finnst þegar maður sér myndband af þessu. Ég veit alveg af fólki þar sem að hlutir voru að hrynja niður úr hillunum hjá þeim, sem hefur ekki verið hingað til í skjálftunum en höggið var það mikið að það voru myndir að detta niður af veggjum veit ég í Grindavík í kvöld,“ útskýrir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, í samtali við Vísi. Molar úr veggnum Margir fyrri skjálftar hafa átt upptök sín við Fagradalsfjall en skjálftinn sem um ræðir átti upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík. „Okkur fannst bara eins og sprengju hefði verið varpað á húsið, þetta var svo mikill hvellur einhvern veginn. Þetta var alveg frekar scary,“ segir Jón Júlíus. Nokkur ummerki eru einnig eftir skjálftann í byggingunni líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. „Það kom ekki sprunga í sjálfan vegginn heldur bara þar sem pústingin hefur verið yfir á bitasamskeytunum. Það kom alveg ryk niður úr loftinu þegar að skjálftinn kom,“ segir Jón Júlíus. „Hann Andrew heldur þarna á nokkrum molunum sem komu úr veggnum,“ bætir hann við en hann birti meðfylgjandi mynd á Twitter af Andrew Horne, sem stóð vaktina á bakvið myndavélina í leik kvöldsins. Alvöru skjálfti mínutu fyrir leik í HS Orku Höllinni! Ný sprunga í veggnum og molar niður á golf. pic.twitter.com/u4tIezYrDe— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 4, 2021 Aðspurður segir hann að svo virðist sem jarðskjálftinn hafi þó ekki fengið mikið á leikmenn liðanna sem áttust við í kvöld. „Bæði lið skoruðu alveg 50 stig í fyrri hálfleik, en það er kannski bara varnarlega sem menn voru eitthvað skelkaðir,“ svarar Jón Júlíus, en Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík, 96-89. Áhorfendur klöppuðu „Það verður að gefa þeim frá Egilsstöðum töluvert hrós fyrir að þeir höndluðu þennan skjálfta töluvert betur en við. En ég horfði á dómarana aðeins og þeim leið ekki vel og ég get alveg ímyndað mér hvernig þetta var fyrir erlendu leikmennina og kannski þá sem eru, eins og þeir sem eru að austan og hafa kannski aldrei upplifað jarðskjálfta, þarna fengu þeir einn stórann. Þetta var bara hálfri mínútu fyrir leik.“ segir Jón Júlíus. Jarðskjálfti í beinni! Það var alvöru skjálfti sem skók HS Orku Höllina í Grindavík í kvöld rétt fyrir leik!Smá skjálfti en allir í lagi. Leikurinn hefði mátt fara betur en það er önnur saga. Þökkum Hetti fyrir góðan leik!#umfg #grindavik pic.twitter.com/Wn1DzIYMug— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) March 4, 2021 Jarðskjálftinn sást vel í beinni útsendingu frá leiknum sem var hafin þegar skjálftinn reið yfir. Lýsendur leiksins fóru ekki varhluta af skjálftanum og áhorfendur sem staddir voru í höllinni ekki heldur. „Ég hef aldrei verið í svona miklu fjölmenni í jarðskjálfta og það fóru allir að klappa, eins og Íslendingar gera alltaf í svona aðstæðum. Þetta var svona „klassískur Íslendingur í matsalnum“ sem veit ekkert betra að gera en að klappa,“ segir Jón Júlíus og hlær. „Það kom ryk úr loftinu. Við höfum alveg fundið fyrir stærri skjálftum en ég hef ekki fundið fyrir svona miklu höggi áður.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira