„Það er ekkert að sjá í augnablikinu og það eru engar hamfarir að gerast“ Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2021 16:25 Óróapúls mældist suður við Keili á þriðja tímanum í dag. Vísir/Vilhelm Engin merki eru um að gos sé hafið á Reykjanesi og eru núverandi hreyfingar í samræmi við fyrirliggjandi sviðsmyndir. Óróapúls mældist fyrst á þriðja tímanum í dag suður af Keili við Litla-Hrút en slík merki mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. „Stóra málið í þessu öllu er að það eru engar stórar hamfarir að fara að gerast þarna, það er enginn í hættu, það er engin byggð í hættu eins og staðan er núna, þannig að fólk getur bara verið rólegt og haldið áfram með líf sitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna á upplýsingafundi sem efnt var til vegna mögulegs goss á Reykjanesi. „Núna erum við bara að virkja allt almannavarnakerfið til að vera algjörlega á tánum í því að miðla upplýsingum og grípa til aðgerða ef þörf krefur.“ Óvíst hvert kvikan leitar Kristín Jónsdóttir, hópstjóri hjá náttúruvárvöktun Veðurstofunnar, sagði að um 20 mínútur yfir 14 hafi virknin farið heldur að ágerast. Um væri að ræða litla skjálfta sem verða að samfelldri hrinu sem er þá kallaður óróapúls. Þær fregnir bárust nýlega frá sérfræðingum um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar að engin merki séu um að gos sé hafið. Kristín sagði að það hafi myndast þarna ákveðin sigdæld án þess að það hafi myndast sprungur á yfirborðinu en að rýna þurfi betur í gögnin áður en dregnar eru frekari ályktanir. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði að gögnin bendi til þess að kvika sé nú að brjóta skorpuna en óvíst sé hvert hún leitar. Ekki er vitað hvort kvikan eigi eftir að koma upp á yfirborðið. „Það er breyting í þróuninni og við þurfum að sjá hvert þetta leiðir varðandi þennan kvikugang og hvort hann hafi stækkað. Það kemur gervitunglamynd í kvöld sem verður unnið úr og það verða meiri upplýsingar um það á morgun. Þetta er bara mjög krítísk staða óróa sem sýnir að kvikan er að brjóta skorpuna en óvíst er hvert hún leitar og hvort það ferli nær að halda áfram.“ Horfa má á upplýsingafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Í samræmi við sviðsmyndir Víðir segir að sú virkni sem hafi sést í dag smellpassi inn í þær sviðsmyndir sem teiknaðar hafi verið upp og í samræmi við spálíkön Veðurstofunnar um hraunstrauma ef til goss kæmi. Þær spár gera ekki ráð fyrir því að hraun geti ógnað byggð. „Þetta er það svæði sem við höfum horft mest til þannig að líkur eru á því að það sem er að gerast núna verði bara mjög nálægt þessum líkönum sem höfum verið að birta. Síðan á eftir að koma í ljós hvað þetta verður eða hversu stórt þetta verður varðandi gasmengunina.“ Víðir hvatti fólk til þess að sleppa því að reyna að komast á svæðið hjá Keili þar sem mikil umferð sé nú á Reykjanesbraut. Hann sagði ekkert að sjá á svæðinu og mikilvægt væri að gera vísindamönnum kleift að komast að því. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58 Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18 Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður. 3. mars 2021 17:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Stóra málið í þessu öllu er að það eru engar stórar hamfarir að fara að gerast þarna, það er enginn í hættu, það er engin byggð í hættu eins og staðan er núna, þannig að fólk getur bara verið rólegt og haldið áfram með líf sitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna á upplýsingafundi sem efnt var til vegna mögulegs goss á Reykjanesi. „Núna erum við bara að virkja allt almannavarnakerfið til að vera algjörlega á tánum í því að miðla upplýsingum og grípa til aðgerða ef þörf krefur.“ Óvíst hvert kvikan leitar Kristín Jónsdóttir, hópstjóri hjá náttúruvárvöktun Veðurstofunnar, sagði að um 20 mínútur yfir 14 hafi virknin farið heldur að ágerast. Um væri að ræða litla skjálfta sem verða að samfelldri hrinu sem er þá kallaður óróapúls. Þær fregnir bárust nýlega frá sérfræðingum um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar að engin merki séu um að gos sé hafið. Kristín sagði að það hafi myndast þarna ákveðin sigdæld án þess að það hafi myndast sprungur á yfirborðinu en að rýna þurfi betur í gögnin áður en dregnar eru frekari ályktanir. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði að gögnin bendi til þess að kvika sé nú að brjóta skorpuna en óvíst sé hvert hún leitar. Ekki er vitað hvort kvikan eigi eftir að koma upp á yfirborðið. „Það er breyting í þróuninni og við þurfum að sjá hvert þetta leiðir varðandi þennan kvikugang og hvort hann hafi stækkað. Það kemur gervitunglamynd í kvöld sem verður unnið úr og það verða meiri upplýsingar um það á morgun. Þetta er bara mjög krítísk staða óróa sem sýnir að kvikan er að brjóta skorpuna en óvíst er hvert hún leitar og hvort það ferli nær að halda áfram.“ Horfa má á upplýsingafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Í samræmi við sviðsmyndir Víðir segir að sú virkni sem hafi sést í dag smellpassi inn í þær sviðsmyndir sem teiknaðar hafi verið upp og í samræmi við spálíkön Veðurstofunnar um hraunstrauma ef til goss kæmi. Þær spár gera ekki ráð fyrir því að hraun geti ógnað byggð. „Þetta er það svæði sem við höfum horft mest til þannig að líkur eru á því að það sem er að gerast núna verði bara mjög nálægt þessum líkönum sem höfum verið að birta. Síðan á eftir að koma í ljós hvað þetta verður eða hversu stórt þetta verður varðandi gasmengunina.“ Víðir hvatti fólk til þess að sleppa því að reyna að komast á svæðið hjá Keili þar sem mikil umferð sé nú á Reykjanesbraut. Hann sagði ekkert að sjá á svæðinu og mikilvægt væri að gera vísindamönnum kleift að komast að því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58 Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18 Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður. 3. mars 2021 17:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58
Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31
Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18
Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður. 3. mars 2021 17:10