Svigrúm spítalans til að bregðast við náttúruhamförum takmarkað að sögn bráðalæknis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. mars 2021 13:39 Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Baldur Landspítalinn hefur nú gefið út þau skilaboð til almennings að hann leiti til heilsugæslu eða læknavaktar frekar en á bráðamóttöku ef kostur er vegna afar þungrar stöðu á bráðamóttökunni. Allar legudeildir spítalans eru yfirfullar. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðalækninga hjá Landspítalanum segir að á bráðamóttöku sé nauðsynlegt að alltaf séu laus pláss, sér í lagi ef til náttúruhamfara kemur. Því sé ekki fyrir að fara á bráðamóttökunni sem stendur. „Staðan á bráðamóttökunni og Landspítalanum öllum er mjög þung þessa dagana. Akkúrat núna eru rúmlega 50 sjúklingar á bráðamóttökunni á deild sem hefur formlega pláss fyrir 44 sjúklinga en þar af eru 20 sjúklingar sem bíða innlagnar á legudeildir. Allar legudeildir Landspítalans má heita að séu yfirfullar núna. Fólk kemst ekki í viðeigandi legudeildarpláss og það gerir okkur erfiðara fyrir að gefa fólki jafn skjóta og góða þjónustu og við viljum geta veitt á bráðamóttöku.“ Hjalti var spurður hvað skýrði þessa þröngu stöðu. „Það virðist bara vera þannig að það séu á Landspítala ekki nægilega mörg legudeildarpláss fyrir þá sem þurfa innlögn og hluti skýringar þess er væntanlega að tugir einstaklinga hafa lokið meðferð á Landspítala en kemst ekki í viðeigandi hjúkrunarúrræði og eru þess vegna fastir í óheppilegum bráðaplássum inni á sjúkrahúsi.“ Svigrúm spítalans til að rýma pláss og útskrifa sé takmarkað ef til hópslyss kemur Nú þegar jarðskjálftahrina ríður yfir suðvesturhorn landsins eru almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar að draga upp mismunandi sviðsmyndir. Tvær þeirra eru fremur dökkar; annars vegar að gjósi og hins vegar að jarðskjálfti allt upp í 6,5 að stærð muni ríða yfir. Hjalti segir að við slíkar aðstæður sé nauðsynlegt að viðbragðsgeta bráðamóttöku sé góð. „Landspítalinn er með mjög ítarlegar viðbragðsáætlanir, sem gera ráð fyrir því að ef til náttúruhamfara kemur þá verði hægt að rýma deildir og skapa pláss fyrir mikinn fjölda slasaðra eða bráðveikra sem þurfa að koma á spítalann en í allri bráðaþjónustu þá er almennt nauðsynlegt að það séu alltaf tóm og laus pláss til að það sé eitthvað svigrúm til að bregðast við en það er ljóst að mínu mati að geta Landspítalans og heilbrigðiskerfisins til þess að bregðast við mögulegum náttúruhamförum - ef þær verða - er ekki eins góð og hún þyrfti að vera og svigrúm okkar er mjög takmarkað í að útskrifa og rýma pláss ef til hópslyss kemur.“ Of mikill hægagangur og vill aðgerðir strax Segjum sem svo að jarðskjálfti upp á 6,5 að stærð myndi ríða yfir í þessum töluðu orðum og að slys yrðu á fólki. Væri bráðamóttakan í stakk búin að taka á móti fjölda slasaðra? „Þá værum við náttúrulega með ítarlegar viðbragðsáætlanir sem gera ráð fyrir rýmingu og ég hef fulla trú á því að við myndum geta leyst það mál en það er ljóst að svigrúm okkar og möguleikar á að gera það eins vel og viljum eru mjög takmarkaðir. Það er óásættanlegur rekstur í heilbrigðiskerfinu að það sé viðvarandi skortur á legudeildarplássum; að það séu alltaf fleiri sjúklingar inniliggjandi heldur en skipulögð pláss leyfa.“ Hjalti segir starfsfólk bráðamóttökunnar lengja mjög eftir raunverulegum aðgerðum til að leysa vandann. „Ég veit að það er verið að vinna mjög öflugt starf víða í heilbrigðiskerfinu í uppbyggingu hjúkrunarheimila hvað varðar bætt flæði og skipulag innan Landspítalans en mér þykir það ganga hægar en vonir stóðu til eftir skýrslu átakshóps um stöðu bráðamóttökunnar og innlagnarmála síðasta vor og okkur er mjög farið að lengja eftir aðgerðum sem raunverulega skila bættri stöðu í innlagnarmálum.“ Staðan eins og hún er núna sé alls ekki nógu góð. „Það er ekki ásættanlegt að fólk sem er slasað eða bráðveikt þurfi að leita á bráðamóttöku og að þar þurfi að vera lengri bið en á pósthúsinu eða almennt eins gengur og gerist í þjónustu í samfélaginu. Þetta er sá tímapunktur í lífinu þar sem maður vill fá fljótasta þjónustu og það á að vera möguleiki að byggja upp það en það er ómögulegt að gera á meðan staðan í innlagnarmálum á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu er með þessum hætti.“ Landspítalinn Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mögulega á leið inn í nýja umbrotahrinu en ekki þar með sagt að hún „snúi öllu á hvolf“ Mjög ólíklegt er að hraun loki öllum vegum á Reykjanesi, komi til eldgoss, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings. Mesta hraunrennslið yrði í upphafi eldgossins og toppurinn gæti varað í einhverja daga. Hann telur líklegt að við séum á leið inn í nýtt umbrotatímabil á Reykjanesi - en það þýði þó ekki að allt „snúist á hvolf“. 2. mars 2021 17:09 „Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49 Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðalækninga hjá Landspítalanum segir að á bráðamóttöku sé nauðsynlegt að alltaf séu laus pláss, sér í lagi ef til náttúruhamfara kemur. Því sé ekki fyrir að fara á bráðamóttökunni sem stendur. „Staðan á bráðamóttökunni og Landspítalanum öllum er mjög þung þessa dagana. Akkúrat núna eru rúmlega 50 sjúklingar á bráðamóttökunni á deild sem hefur formlega pláss fyrir 44 sjúklinga en þar af eru 20 sjúklingar sem bíða innlagnar á legudeildir. Allar legudeildir Landspítalans má heita að séu yfirfullar núna. Fólk kemst ekki í viðeigandi legudeildarpláss og það gerir okkur erfiðara fyrir að gefa fólki jafn skjóta og góða þjónustu og við viljum geta veitt á bráðamóttöku.“ Hjalti var spurður hvað skýrði þessa þröngu stöðu. „Það virðist bara vera þannig að það séu á Landspítala ekki nægilega mörg legudeildarpláss fyrir þá sem þurfa innlögn og hluti skýringar þess er væntanlega að tugir einstaklinga hafa lokið meðferð á Landspítala en kemst ekki í viðeigandi hjúkrunarúrræði og eru þess vegna fastir í óheppilegum bráðaplássum inni á sjúkrahúsi.“ Svigrúm spítalans til að rýma pláss og útskrifa sé takmarkað ef til hópslyss kemur Nú þegar jarðskjálftahrina ríður yfir suðvesturhorn landsins eru almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar að draga upp mismunandi sviðsmyndir. Tvær þeirra eru fremur dökkar; annars vegar að gjósi og hins vegar að jarðskjálfti allt upp í 6,5 að stærð muni ríða yfir. Hjalti segir að við slíkar aðstæður sé nauðsynlegt að viðbragðsgeta bráðamóttöku sé góð. „Landspítalinn er með mjög ítarlegar viðbragðsáætlanir, sem gera ráð fyrir því að ef til náttúruhamfara kemur þá verði hægt að rýma deildir og skapa pláss fyrir mikinn fjölda slasaðra eða bráðveikra sem þurfa að koma á spítalann en í allri bráðaþjónustu þá er almennt nauðsynlegt að það séu alltaf tóm og laus pláss til að það sé eitthvað svigrúm til að bregðast við en það er ljóst að mínu mati að geta Landspítalans og heilbrigðiskerfisins til þess að bregðast við mögulegum náttúruhamförum - ef þær verða - er ekki eins góð og hún þyrfti að vera og svigrúm okkar er mjög takmarkað í að útskrifa og rýma pláss ef til hópslyss kemur.“ Of mikill hægagangur og vill aðgerðir strax Segjum sem svo að jarðskjálfti upp á 6,5 að stærð myndi ríða yfir í þessum töluðu orðum og að slys yrðu á fólki. Væri bráðamóttakan í stakk búin að taka á móti fjölda slasaðra? „Þá værum við náttúrulega með ítarlegar viðbragðsáætlanir sem gera ráð fyrir rýmingu og ég hef fulla trú á því að við myndum geta leyst það mál en það er ljóst að svigrúm okkar og möguleikar á að gera það eins vel og viljum eru mjög takmarkaðir. Það er óásættanlegur rekstur í heilbrigðiskerfinu að það sé viðvarandi skortur á legudeildarplássum; að það séu alltaf fleiri sjúklingar inniliggjandi heldur en skipulögð pláss leyfa.“ Hjalti segir starfsfólk bráðamóttökunnar lengja mjög eftir raunverulegum aðgerðum til að leysa vandann. „Ég veit að það er verið að vinna mjög öflugt starf víða í heilbrigðiskerfinu í uppbyggingu hjúkrunarheimila hvað varðar bætt flæði og skipulag innan Landspítalans en mér þykir það ganga hægar en vonir stóðu til eftir skýrslu átakshóps um stöðu bráðamóttökunnar og innlagnarmála síðasta vor og okkur er mjög farið að lengja eftir aðgerðum sem raunverulega skila bættri stöðu í innlagnarmálum.“ Staðan eins og hún er núna sé alls ekki nógu góð. „Það er ekki ásættanlegt að fólk sem er slasað eða bráðveikt þurfi að leita á bráðamóttöku og að þar þurfi að vera lengri bið en á pósthúsinu eða almennt eins gengur og gerist í þjónustu í samfélaginu. Þetta er sá tímapunktur í lífinu þar sem maður vill fá fljótasta þjónustu og það á að vera möguleiki að byggja upp það en það er ómögulegt að gera á meðan staðan í innlagnarmálum á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu er með þessum hætti.“
Landspítalinn Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mögulega á leið inn í nýja umbrotahrinu en ekki þar með sagt að hún „snúi öllu á hvolf“ Mjög ólíklegt er að hraun loki öllum vegum á Reykjanesi, komi til eldgoss, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings. Mesta hraunrennslið yrði í upphafi eldgossins og toppurinn gæti varað í einhverja daga. Hann telur líklegt að við séum á leið inn í nýtt umbrotatímabil á Reykjanesi - en það þýði þó ekki að allt „snúist á hvolf“. 2. mars 2021 17:09 „Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49 Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Mögulega á leið inn í nýja umbrotahrinu en ekki þar með sagt að hún „snúi öllu á hvolf“ Mjög ólíklegt er að hraun loki öllum vegum á Reykjanesi, komi til eldgoss, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings. Mesta hraunrennslið yrði í upphafi eldgossins og toppurinn gæti varað í einhverja daga. Hann telur líklegt að við séum á leið inn í nýtt umbrotatímabil á Reykjanesi - en það þýði þó ekki að allt „snúist á hvolf“. 2. mars 2021 17:09
„Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49
Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent