Jafnréttismálin aldrei mikilvægari á vinnumarkaðinum Sigmundur Halldórsson skrifar 5. mars 2021 09:01 Það er með umtalsverðu stolti sem við Íslendingar getum sagt frá því að við búum hér, að mati Sameinuðu Þjóðana, við mikið jafnrétti og að hér telst staða kvenna á vinnumarkaði með því allra besta sem gerist. En þrátt fyrir þetta eigum við enn langt í land þegar kemur að jafnréttismálum. Því þó margir vilji skilgreina jafnréttismál á þann hátt að þau snúi eingöngu að kynbundinni mismunun, þá er full þörf á því að skilgreina jafnrétti mun víðar og það höfum við í stjórn VR sannarlega gert. Ekki til þess að draga úr áherslu á jafnrétti kynjanna, heldur vegna þess að mismunun getur orsakast af fjölmörgum orsökum. Fátt er jafn samofið verkalýðshreyfingunni og krafan um jöfnuð. Jöfnuð sem byggist á því að við eigum öll jöfn tækifæri til þess að nýta krafta okkar á vinnumarkaði og að við eigum öll rétt á því að störf okkar séu metin til sömu launa, virðingar og réttinda. Þetta er það jafnrétti sem við berjumst stöðugt fyrir innan VR og endurspeglast vel í jafnréttisstefnu VR. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni,litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga sé virt, þ.e. konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Meirihluti félaga VR eru konur og það þarf ekki að hafa um það mörg orð að baráttu fyrir fullu jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Hér þarf að halda áfram því starfi sem VR hefur verið í forystu um. VR lagði grunn að þeirri lagabreytingu sem varð til þess að kynbundin launamunur er nú ekki aðeins ólöglegur, heldur er flestum fyrirtækjum gert að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni. Þrátt fyrir þetta vitum við að konur eru enn með verri launakjör en karlar. Slíkt getum við aldrei sætt okkur við. Því heyrðist stundu fleygt í umræðum um réttindabaráttu fólks að óeðlilegt sé að horfa til kynferðis. Að þessi réttindabarátta setji konur á hærri stall en karla og þeirra réttindi verði verra af þeim sökum. Raunin er auðvitað sú að réttindabarátta kvenna fyrir því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni er ekki barátta fyrir því að laun karla séu lækkuð. Heldur snýst sú baráttu um að laun kvenna séu hækkuð. Að störf séu metin algjörlega óháð því hvert kyn þess er sem framkvæmir. Af þessu leiðir að við hjá VR höfum útvíkkað okkar jafnréttisáherslur til þess að horfa til allra þeirra sem mögulega standa höllum fæti á vinnumarkaði. Ísland hefur borið gæfu til þess að hingað hefur viljað flytja fólk sem borið hefur hingað margvíslega þekkingu og færni. Við höfum á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera fremur einsleit þjóð, í fjölmenningarsamfélag. Eitthvað sem við fögnum, enda mannauður mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. VR gegnir þeirri skyldu að standa vörð um réttindi allra sinna félaga og að allir félagar í VR njóti þjónustu félagsins. Það er raunar margt sem svipar til þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir þegar kemur að stöðu þeirra sem eru af erlendum uppruna og kvenna. Svipaða sögu má segja af öðrum jaðarhópum. Engin skyldi draga þá ályktun af baráttu fyrir réttindum þessara hópa að einhverjum öðrum hópi sé ætlað að bera af því skaða. Þar er raunar ekki annað í gangi en sú gamla aðferð sem kennd er við Rómverja. Að deila og drottna og vonast til þess að sundra þannig þeim hópum sem ættu að standa saman í sinni baráttu. VR verður að hafna öllum þeim tilraunum sem gerðar eru til þessa og vera opið, lýðræðislegt félag sem stendur vörð um hagsmuni og virðingu allra sinna félaga. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það er með umtalsverðu stolti sem við Íslendingar getum sagt frá því að við búum hér, að mati Sameinuðu Þjóðana, við mikið jafnrétti og að hér telst staða kvenna á vinnumarkaði með því allra besta sem gerist. En þrátt fyrir þetta eigum við enn langt í land þegar kemur að jafnréttismálum. Því þó margir vilji skilgreina jafnréttismál á þann hátt að þau snúi eingöngu að kynbundinni mismunun, þá er full þörf á því að skilgreina jafnrétti mun víðar og það höfum við í stjórn VR sannarlega gert. Ekki til þess að draga úr áherslu á jafnrétti kynjanna, heldur vegna þess að mismunun getur orsakast af fjölmörgum orsökum. Fátt er jafn samofið verkalýðshreyfingunni og krafan um jöfnuð. Jöfnuð sem byggist á því að við eigum öll jöfn tækifæri til þess að nýta krafta okkar á vinnumarkaði og að við eigum öll rétt á því að störf okkar séu metin til sömu launa, virðingar og réttinda. Þetta er það jafnrétti sem við berjumst stöðugt fyrir innan VR og endurspeglast vel í jafnréttisstefnu VR. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni,litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga sé virt, þ.e. konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Meirihluti félaga VR eru konur og það þarf ekki að hafa um það mörg orð að baráttu fyrir fullu jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Hér þarf að halda áfram því starfi sem VR hefur verið í forystu um. VR lagði grunn að þeirri lagabreytingu sem varð til þess að kynbundin launamunur er nú ekki aðeins ólöglegur, heldur er flestum fyrirtækjum gert að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni. Þrátt fyrir þetta vitum við að konur eru enn með verri launakjör en karlar. Slíkt getum við aldrei sætt okkur við. Því heyrðist stundu fleygt í umræðum um réttindabaráttu fólks að óeðlilegt sé að horfa til kynferðis. Að þessi réttindabarátta setji konur á hærri stall en karla og þeirra réttindi verði verra af þeim sökum. Raunin er auðvitað sú að réttindabarátta kvenna fyrir því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni er ekki barátta fyrir því að laun karla séu lækkuð. Heldur snýst sú baráttu um að laun kvenna séu hækkuð. Að störf séu metin algjörlega óháð því hvert kyn þess er sem framkvæmir. Af þessu leiðir að við hjá VR höfum útvíkkað okkar jafnréttisáherslur til þess að horfa til allra þeirra sem mögulega standa höllum fæti á vinnumarkaði. Ísland hefur borið gæfu til þess að hingað hefur viljað flytja fólk sem borið hefur hingað margvíslega þekkingu og færni. Við höfum á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera fremur einsleit þjóð, í fjölmenningarsamfélag. Eitthvað sem við fögnum, enda mannauður mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. VR gegnir þeirri skyldu að standa vörð um réttindi allra sinna félaga og að allir félagar í VR njóti þjónustu félagsins. Það er raunar margt sem svipar til þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir þegar kemur að stöðu þeirra sem eru af erlendum uppruna og kvenna. Svipaða sögu má segja af öðrum jaðarhópum. Engin skyldi draga þá ályktun af baráttu fyrir réttindum þessara hópa að einhverjum öðrum hópi sé ætlað að bera af því skaða. Þar er raunar ekki annað í gangi en sú gamla aðferð sem kennd er við Rómverja. Að deila og drottna og vonast til þess að sundra þannig þeim hópum sem ættu að standa saman í sinni baráttu. VR verður að hafna öllum þeim tilraunum sem gerðar eru til þessa og vera opið, lýðræðislegt félag sem stendur vörð um hagsmuni og virðingu allra sinna félaga. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun