Almar sá fimmti sem sækist eftir fyrsta sæti VG á Suðurlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. febrúar 2021 12:06 Almar sækist eftir fyrsta sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Aðsend Almar Sigurðsson, sem rekur Gistiheimilið á Lambastöðum í Flóahreppi, gefur kost á sér í forvali Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar, og sækist eftir fyrsta sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almari. Almar hefur gegnt formennsku í Svæðisfélagi VG í Árnessýslu, setið í stjórn kjördæmaráðs og verið formaður uppstilinganefnda í þing- og sveitastjórnarkosningum. „Ég bý á Lambastöðum í Flóahreppi en er fæddur og uppalinn á Selfossi. Ég hef því sterkar taugar til Suðurlands og vil láta gott af mér leiða. Ég hef fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, bæði sem launþegi og atvinnurekandi, en nú rek ég ásamt konu minni Gistiheimilið á Lambastöðum. Náttúruvernd er mitt hjartans mál og ég styð frumvarp um þjóðgarð á hálendinu. Það eru náttúruperlur víða á Suðurlandi sem þarf að verja fyrir stórframkvæmdum, Eldvörpin á Reykjanesi, Þjórsáin, Mýrdalurinn norðan Dyrhólaós og Fjallabakssvæðið, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef tekið virkan þátt í baráttu gegn áformum um virkjanir í neðri hluta Þjórsá. Enn þá er ekki búið að raska náttúrunni og lífríkinu þar og enn getum við unnið þann slag. Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja og endurreisa atvinnulífið á Suðurlandi. Margir hafa orðið fyrir þungu höggi í okkar kjördæmi að undanförnu og verkefnið hlýtur að vera að endurheimta störfin. Ferðaþjónustan skipar stórt hlutverk í endurreisninni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Almar landbúnað vera mikilvæga stoð í atvinnulífinu og að aðstæður á Suðurlandi séu ákjósanlegar til matvælaframleiðslu. Mikilvægt sé að standa vörð um greinina. „Það er mín skoðun að við eigum að byggja afkomu okkar á litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum, það þýðir dreifða eignaraðild og blómlega búsetu og atvinnu um allt kjördæmið.“ Fyrir liggur að hart verður barist um efsta sætið á Suðurlandi, en áður en Almar tilkynnti um framboð lágu fyrir fjögur önnur. Þau Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði, Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og varaþingmaður, höfðu öll tilkynnt um að þau sæktust eftir sætinu. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Almar hefur gegnt formennsku í Svæðisfélagi VG í Árnessýslu, setið í stjórn kjördæmaráðs og verið formaður uppstilinganefnda í þing- og sveitastjórnarkosningum. „Ég bý á Lambastöðum í Flóahreppi en er fæddur og uppalinn á Selfossi. Ég hef því sterkar taugar til Suðurlands og vil láta gott af mér leiða. Ég hef fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, bæði sem launþegi og atvinnurekandi, en nú rek ég ásamt konu minni Gistiheimilið á Lambastöðum. Náttúruvernd er mitt hjartans mál og ég styð frumvarp um þjóðgarð á hálendinu. Það eru náttúruperlur víða á Suðurlandi sem þarf að verja fyrir stórframkvæmdum, Eldvörpin á Reykjanesi, Þjórsáin, Mýrdalurinn norðan Dyrhólaós og Fjallabakssvæðið, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef tekið virkan þátt í baráttu gegn áformum um virkjanir í neðri hluta Þjórsá. Enn þá er ekki búið að raska náttúrunni og lífríkinu þar og enn getum við unnið þann slag. Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja og endurreisa atvinnulífið á Suðurlandi. Margir hafa orðið fyrir þungu höggi í okkar kjördæmi að undanförnu og verkefnið hlýtur að vera að endurheimta störfin. Ferðaþjónustan skipar stórt hlutverk í endurreisninni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Almar landbúnað vera mikilvæga stoð í atvinnulífinu og að aðstæður á Suðurlandi séu ákjósanlegar til matvælaframleiðslu. Mikilvægt sé að standa vörð um greinina. „Það er mín skoðun að við eigum að byggja afkomu okkar á litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum, það þýðir dreifða eignaraðild og blómlega búsetu og atvinnu um allt kjördæmið.“ Fyrir liggur að hart verður barist um efsta sætið á Suðurlandi, en áður en Almar tilkynnti um framboð lágu fyrir fjögur önnur. Þau Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði, Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og varaþingmaður, höfðu öll tilkynnt um að þau sæktust eftir sætinu.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira