Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 17:57 Albert Klahn Skaftason, Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson (nú Júlíusson), Guðjón Skarphéðinsson, Erla Bolladóttir og Tryggvi Rúnar Leifsson. Árið 2019 sýknaði Hæstaréttur alla nema Erlu af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974 Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. Dómur í málinu féll í gær en var birtur á vef dómstólanna nú síðdegis. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars, hefði krafist bóta á grundvelli laga um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Arnar Þór er fæddur árið 1973 og var á áttunda aldursári þegar faðir hans, sem hlaut 13 ára fangelsisdóm, var látinn laus árið 1981. Arnar Þór var svo ættleiddur árið 1985, þá tólf ára. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 en eftirlifandi eiginkona hans og dóttir, sem hann ættleiddi, fengu samtals 171 milljón króna í bætur vegna málsins. Arnar Þór byggði kröfu sína gegn ríkinu á því að óumdeilt væri að hann sé sonur Tryggva Rúnars, auk þess sem konurnar tvær hefðu fengið bætur. Lögin nái ekki til ættleiddra barna Ríkið kvað skorta lagaheimild til greiðslu bótanna. Þá taldi ríkið að lögin, sem kveða á um heimild til bótagreiðslu vegna málsins, nái ekki til ættleiddra barna. Arnar Þór hefði ekki talist barn Tryggva Rúnars eftir ættleiðinguna. Ef vilji hefði staðið til að ættleiddum börnum yrðu greiddar bætur hefði það jafnframt verið tekið skýrt fram í lögunum - en svo er ekki. Forsætisráðherra væri þannig óheimilt að greiða Arnari Þór bætur. Héraðsdómur féllst á þessi rök ríkisins; hann taldi skýrt í lögunum að ekki ætti að greiða öðrum bætur en eftirlifandi maka og börnum. Ef svo væri hefði það verið tekið fram í lögunum. Ríkið var þannig sýknað af öllum kröfum Arnars Þórs og honum gert að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14 Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Dómur í málinu féll í gær en var birtur á vef dómstólanna nú síðdegis. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars, hefði krafist bóta á grundvelli laga um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Arnar Þór er fæddur árið 1973 og var á áttunda aldursári þegar faðir hans, sem hlaut 13 ára fangelsisdóm, var látinn laus árið 1981. Arnar Þór var svo ættleiddur árið 1985, þá tólf ára. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 en eftirlifandi eiginkona hans og dóttir, sem hann ættleiddi, fengu samtals 171 milljón króna í bætur vegna málsins. Arnar Þór byggði kröfu sína gegn ríkinu á því að óumdeilt væri að hann sé sonur Tryggva Rúnars, auk þess sem konurnar tvær hefðu fengið bætur. Lögin nái ekki til ættleiddra barna Ríkið kvað skorta lagaheimild til greiðslu bótanna. Þá taldi ríkið að lögin, sem kveða á um heimild til bótagreiðslu vegna málsins, nái ekki til ættleiddra barna. Arnar Þór hefði ekki talist barn Tryggva Rúnars eftir ættleiðinguna. Ef vilji hefði staðið til að ættleiddum börnum yrðu greiddar bætur hefði það jafnframt verið tekið skýrt fram í lögunum - en svo er ekki. Forsætisráðherra væri þannig óheimilt að greiða Arnari Þór bætur. Héraðsdómur féllst á þessi rök ríkisins; hann taldi skýrt í lögunum að ekki ætti að greiða öðrum bætur en eftirlifandi maka og börnum. Ef svo væri hefði það verið tekið fram í lögunum. Ríkið var þannig sýknað af öllum kröfum Arnars Þórs og honum gert að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14 Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32
Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14
Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26