Loksins, loksins fá Sunnlendingar menningarsal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2021 12:29 Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg og nefndarmaður í byggingarnefnd Menningarsalsins á Selfossi, sem býður fólk velkomið í salinn í lok næsta árs ef allt gengur upp. Hann segir salinn verða mjög glæsilegan og að mikill metnaður verði lagður í hönnun og frágang hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlendingar eru nú að fara að eignast sinn eigin menningarsal, sem hefur þó staðið fokheldur í 35 ár. Salurinn er í Hótel Selfossi og mun rúma um þrjú hundruð manns í sæti. Nú þegar er búið að tryggja tæplega 500 milljónir króna til að ljúka verkefninu. Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að eignast menningarsal og alltaf hefur verið vitað af slíkum sal í Hótel Selfossi en það hefur þó ekki gerst neitt í honum síðustu 35 ár því hann hefur staðið fokheldur í Hótel Selfossi. Nú er hins vegar búið að skipa byggingarnefnd, sem hefur það hlutverk að koma salnum í gagnið. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg á meðal annars sæti í nefndinni. „Núna á næstu dögum verður málið sett í frumhönnun og svo á vordögum ætti að vera hægt að bjóða hönnun hússins í heild. Að því loknu þá munum við bjóða út verkið og þá koma framkvæmdaaðilar og klára þennan glæsilega menningarsal okkar,“ segir Kjartan. Nú þegar er komið heilmikið fjármagn til að ljúka öllum framkvæmdum við salinn. Salurinn hefur staðið fokheldur í 35 ár í Hótel Selfossi, sem er í rauninni ótrúlegt en samt staðreynd málsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er þannig að ríkisvaldið er að gera við okkur menningarsamning, sem hljóðar upp á 282 milljónir og áður höfðu þeir látið okkur hafa fimm milljónir til undirbúnings. Þeir hafa gert svona samninga um allt land við landshlutana og síðan kemur Sveitarfélagið Árborg með 200 milljónir og áður hafði sveitarfélagið sett 5 milljónir og þessir peningar samanlagt, tæplega 500 milljónir, ætlum að reyna að nýta þá mjög vel og vandlega til þess að geta gert hér glæsilegan menningarsal að veruleika eftir langa bið,“ segir Kjartan. Um 300 sæti verða í salnum, sem er með risa sviði og vandað verður til hljóðhönnunar salarins. En hvenær ætlar Kjartan og hans fólk að vígja Menningarsal Suðurlands? „Eins og tímalínan er núna hjá byggingarnefnd þá myndi ég trúa því að við gætum horft á það í lok árs 2022 ef okkur tekst að halda vel á spilum, þá trúi ég því að það verði veruleikinn.“ Menning Árborg Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að eignast menningarsal og alltaf hefur verið vitað af slíkum sal í Hótel Selfossi en það hefur þó ekki gerst neitt í honum síðustu 35 ár því hann hefur staðið fokheldur í Hótel Selfossi. Nú er hins vegar búið að skipa byggingarnefnd, sem hefur það hlutverk að koma salnum í gagnið. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg á meðal annars sæti í nefndinni. „Núna á næstu dögum verður málið sett í frumhönnun og svo á vordögum ætti að vera hægt að bjóða hönnun hússins í heild. Að því loknu þá munum við bjóða út verkið og þá koma framkvæmdaaðilar og klára þennan glæsilega menningarsal okkar,“ segir Kjartan. Nú þegar er komið heilmikið fjármagn til að ljúka öllum framkvæmdum við salinn. Salurinn hefur staðið fokheldur í 35 ár í Hótel Selfossi, sem er í rauninni ótrúlegt en samt staðreynd málsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er þannig að ríkisvaldið er að gera við okkur menningarsamning, sem hljóðar upp á 282 milljónir og áður höfðu þeir látið okkur hafa fimm milljónir til undirbúnings. Þeir hafa gert svona samninga um allt land við landshlutana og síðan kemur Sveitarfélagið Árborg með 200 milljónir og áður hafði sveitarfélagið sett 5 milljónir og þessir peningar samanlagt, tæplega 500 milljónir, ætlum að reyna að nýta þá mjög vel og vandlega til þess að geta gert hér glæsilegan menningarsal að veruleika eftir langa bið,“ segir Kjartan. Um 300 sæti verða í salnum, sem er með risa sviði og vandað verður til hljóðhönnunar salarins. En hvenær ætlar Kjartan og hans fólk að vígja Menningarsal Suðurlands? „Eins og tímalínan er núna hjá byggingarnefnd þá myndi ég trúa því að við gætum horft á það í lok árs 2022 ef okkur tekst að halda vel á spilum, þá trúi ég því að það verði veruleikinn.“
Menning Árborg Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira