Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Kristján Már Unnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. febrúar 2021 23:39 Um 200 manns vinna beint að loðnuveiði og loðnuvinnslu í Vestmannaeyjum í þessari vertíð. Vísir/Egill Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. Jón Atli Gunnarsson, skiptstjóri á Kap VE 4, skipi Vinnslustöðvarinnar, segir það góða tilfinningu að landa fyrsta loðnufarminum í þrjú ár. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap, segir góða tilfinningu að landa fyrstu loðnunni.Vísir/Egill „Það var kominn tími til. Þetta setur allt í gang, hjólin fara að snúast og peningarnir fara að streyma inn,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir stemninguna um borð mjög góða. „Við erum bara búnir að undirbúa okkur mjög vel og það hafa komið að því að bæði fyrirtæki hér í Eyjum og uppi á landi, komið að þessu öllu til þess að fá hjólin að snúast enda við erum ekki búnir að kasta út fyrir loðnu í þrjú ár. Ég var mjög sáttur þegar við vorum búnir að taka fyrsta kastið,“ sagði Jón. Loðnan aldrei verið dýrari Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að hefði loðnan ekki fundist í ár hefði það orðið langtímatjón fyrir þjóðarbúið.Vísir/Egill Öll loðnan sem veitt verður fer til manneldis en áður fyrr fór stór hluti hennar í bræðslu. Verð á loðnu er því geysilega hátt. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að áhyggjur hafi verið komnar upp um að loðnumarkaðinn. „Það var enginn einasti vafi á því, þeir voru allir orðnir þurrir, allir tómir og það bíða allir kaupendur í ofvæni eftir því að fá afurðirnar. Japanirnir eru mjög spenntir og vilja fá gámana sína strax út, fyrstu gámana til að koma þessu inn á markaðinn,“ segir Sigurgeir. „Það skiptir máli, ef fólkið hefði ekki fengið loðnu í ár þá hefði þetta verið miklu stærra tjón en bara ein loðnuvertíð. Þetta hefði haft áhrif á tekjuflæði þjóðarinnar til margra ára,“ segir Sigurgeir. „Verðin eru há og ég get sagt það að þau hafa aldrei verið hærri en þau eru í ár. Þá er ég að tala um í erlendri mynt. Auðvitað er þetta mjög takmarkað magn og það fá ekki allir nóg. Það er alveg fyrirséð úr þessum kvóta fá ekki allir nóg. Það verða markaðir sem verða sveltir því þeir geta ekki borgað háu verðin,“ segir Sigurgeir. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það mikil gleðitíðindi að loðnuvertíðin sé hafin í Eyjum.Vísir/Egill Tíu milljarða króna vertíð Loðnuvertíð skiptir samfélög gríðarlega miklu máli. Í Vestmannaeyjum eru gerð út sex loðnuskip og það er áætlað að 200 manns vinni beint að loðnuveiðum og loðnuvinnslu. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir loðnutíðina mikil gleðitíðindi. „Þetta eru mikil gleðitíðindi eftir tveggja ára loðnubrest,það eru tæp þrjú ár síðan hér var landað loðnu síðast,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hún segist hafa fundið fyrir stemningsbreytingu í bænum. Verð á loðnunni er hátt í ár vegna mikils skorts á markaði.Vísir/Egill „Já, það verður bara ákveðin gleði. Við erum vertíðarsamfélag og loðnan gerir rosalega mikið fyrir okkur, eins og þjóðarbúið allt. Það að það sé komin loðna hérna í land gleður alla. Vertíð eins og þessi, sem er áætluð í kring um tíu milljarðar, hún ætti að gefa þrjá milljarða til Vestmannaeyja. Það eru ansi miklar tekjur,“ segir Íris. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Jón Atli Gunnarsson, skiptstjóri á Kap VE 4, skipi Vinnslustöðvarinnar, segir það góða tilfinningu að landa fyrsta loðnufarminum í þrjú ár. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap, segir góða tilfinningu að landa fyrstu loðnunni.Vísir/Egill „Það var kominn tími til. Þetta setur allt í gang, hjólin fara að snúast og peningarnir fara að streyma inn,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir stemninguna um borð mjög góða. „Við erum bara búnir að undirbúa okkur mjög vel og það hafa komið að því að bæði fyrirtæki hér í Eyjum og uppi á landi, komið að þessu öllu til þess að fá hjólin að snúast enda við erum ekki búnir að kasta út fyrir loðnu í þrjú ár. Ég var mjög sáttur þegar við vorum búnir að taka fyrsta kastið,“ sagði Jón. Loðnan aldrei verið dýrari Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að hefði loðnan ekki fundist í ár hefði það orðið langtímatjón fyrir þjóðarbúið.Vísir/Egill Öll loðnan sem veitt verður fer til manneldis en áður fyrr fór stór hluti hennar í bræðslu. Verð á loðnu er því geysilega hátt. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að áhyggjur hafi verið komnar upp um að loðnumarkaðinn. „Það var enginn einasti vafi á því, þeir voru allir orðnir þurrir, allir tómir og það bíða allir kaupendur í ofvæni eftir því að fá afurðirnar. Japanirnir eru mjög spenntir og vilja fá gámana sína strax út, fyrstu gámana til að koma þessu inn á markaðinn,“ segir Sigurgeir. „Það skiptir máli, ef fólkið hefði ekki fengið loðnu í ár þá hefði þetta verið miklu stærra tjón en bara ein loðnuvertíð. Þetta hefði haft áhrif á tekjuflæði þjóðarinnar til margra ára,“ segir Sigurgeir. „Verðin eru há og ég get sagt það að þau hafa aldrei verið hærri en þau eru í ár. Þá er ég að tala um í erlendri mynt. Auðvitað er þetta mjög takmarkað magn og það fá ekki allir nóg. Það er alveg fyrirséð úr þessum kvóta fá ekki allir nóg. Það verða markaðir sem verða sveltir því þeir geta ekki borgað háu verðin,“ segir Sigurgeir. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það mikil gleðitíðindi að loðnuvertíðin sé hafin í Eyjum.Vísir/Egill Tíu milljarða króna vertíð Loðnuvertíð skiptir samfélög gríðarlega miklu máli. Í Vestmannaeyjum eru gerð út sex loðnuskip og það er áætlað að 200 manns vinni beint að loðnuveiðum og loðnuvinnslu. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir loðnutíðina mikil gleðitíðindi. „Þetta eru mikil gleðitíðindi eftir tveggja ára loðnubrest,það eru tæp þrjú ár síðan hér var landað loðnu síðast,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hún segist hafa fundið fyrir stemningsbreytingu í bænum. Verð á loðnunni er hátt í ár vegna mikils skorts á markaði.Vísir/Egill „Já, það verður bara ákveðin gleði. Við erum vertíðarsamfélag og loðnan gerir rosalega mikið fyrir okkur, eins og þjóðarbúið allt. Það að það sé komin loðna hérna í land gleður alla. Vertíð eins og þessi, sem er áætluð í kring um tíu milljarðar, hún ætti að gefa þrjá milljarða til Vestmannaeyja. Það eru ansi miklar tekjur,“ segir Íris.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. 8. febrúar 2021 21:44
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56
Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32