Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 09:00 Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur. Hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar hefur Ísland fremur verið að reka lestina en að leiða með góðu fordæmi. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sent út yfirlýsingu um fyrirhugaða uppfærslu á landsmarkmiði (e. NDC) Íslands til Parísarsáttmálans, verður það ekki formlega sent inn fyrr en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en skv. 9. lið 4. gr sáttmálans áttu ríki að senda inn markmið fyrir árslok 2020. Enn fremur sendi Ísland ekki inn þróunaráætlun til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árslok 2020 líkt og ríki eru hvött til skv. 19. lið 4. gr. Það hafa hins vegar allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gert, sem og ESB, en von er á áætlun frá Íslandi fyrir næstu Loftslagsráðstefnu SÞ (COP26) í nóvember 2021. Markmið Íslands í loftslagsmálum eru heldur ekki til þess fallin að sýna Ísland sem loftslagsleiðtoga. Ísland stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040, en frumvarp þess efnis er nú í opnu umsagnarferli. Ísland hefur því ekki lögfest nein losunartengd markmið í loftslagsmálum en sé horft til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og yfirlýsingu stjórnvalda varðandi landsmarkmið til Parísarsáttmálans mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um allt að 46% frá 2005-2030 og binding aukast. Hér ber hins vegar að hafa í huga að þegar rætt er um losun á beinni ábyrgð Íslands er átt við losun frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum. Ef við hins vegar skoðum heildarlosun, sem tekur einnig tillit til losunar frá stóriðju og landnotkun, sjáum við einungis fram á 15% samdrátt árið 2030. Þar sem brýn þörf er á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda hafa aðildarfélög Loftslagsverkfallsins (UU, LÍS, SHÍ og SÍF) hafið herferðina Aðgerðir strax! en við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Það er lýsandi fyrir ástand loftslagsmála í heiminum að á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans, í desember síðastliðnum, hafi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kallað eftir því að öll ríki lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert en slík yfirlýsing viðurkennir alvarleika ástandsins og staðfestir vilja stjórnvalda til að bregðast við með viðeigandi hætti. Loftslagsmarkmið verði lögfest Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem og markmið um kolefnishlutleysi. Lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Með heildarlosun ásamt landnotkun er átt við þá losun sem fellur undir losun á beina ábyrgð Íslands (þ.e. frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum) ásamt losun frá stóriðju og losun vegna landnotkunar. Markmið um 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030 styður við áform íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (2030-2040), og rúmlega það. Losunarmarkmið sem hljóða uppá lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa því meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga) á komandi kynslóðir. Framtíð okkar er í húfi og við getum ekki beðið lengur. Við krefjumst aðgerða strax! Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Tinna Hallgrímsdóttir Tengdar fréttir Loftslagshamfarir og landnotkun Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. 13. febrúar 2021 19:01 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur. Hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar hefur Ísland fremur verið að reka lestina en að leiða með góðu fordæmi. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sent út yfirlýsingu um fyrirhugaða uppfærslu á landsmarkmiði (e. NDC) Íslands til Parísarsáttmálans, verður það ekki formlega sent inn fyrr en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en skv. 9. lið 4. gr sáttmálans áttu ríki að senda inn markmið fyrir árslok 2020. Enn fremur sendi Ísland ekki inn þróunaráætlun til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árslok 2020 líkt og ríki eru hvött til skv. 19. lið 4. gr. Það hafa hins vegar allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gert, sem og ESB, en von er á áætlun frá Íslandi fyrir næstu Loftslagsráðstefnu SÞ (COP26) í nóvember 2021. Markmið Íslands í loftslagsmálum eru heldur ekki til þess fallin að sýna Ísland sem loftslagsleiðtoga. Ísland stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040, en frumvarp þess efnis er nú í opnu umsagnarferli. Ísland hefur því ekki lögfest nein losunartengd markmið í loftslagsmálum en sé horft til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og yfirlýsingu stjórnvalda varðandi landsmarkmið til Parísarsáttmálans mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um allt að 46% frá 2005-2030 og binding aukast. Hér ber hins vegar að hafa í huga að þegar rætt er um losun á beinni ábyrgð Íslands er átt við losun frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum. Ef við hins vegar skoðum heildarlosun, sem tekur einnig tillit til losunar frá stóriðju og landnotkun, sjáum við einungis fram á 15% samdrátt árið 2030. Þar sem brýn þörf er á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda hafa aðildarfélög Loftslagsverkfallsins (UU, LÍS, SHÍ og SÍF) hafið herferðina Aðgerðir strax! en við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Það er lýsandi fyrir ástand loftslagsmála í heiminum að á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans, í desember síðastliðnum, hafi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kallað eftir því að öll ríki lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert en slík yfirlýsing viðurkennir alvarleika ástandsins og staðfestir vilja stjórnvalda til að bregðast við með viðeigandi hætti. Loftslagsmarkmið verði lögfest Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem og markmið um kolefnishlutleysi. Lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Með heildarlosun ásamt landnotkun er átt við þá losun sem fellur undir losun á beina ábyrgð Íslands (þ.e. frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum) ásamt losun frá stóriðju og losun vegna landnotkunar. Markmið um 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030 styður við áform íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (2030-2040), og rúmlega það. Losunarmarkmið sem hljóða uppá lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa því meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga) á komandi kynslóðir. Framtíð okkar er í húfi og við getum ekki beðið lengur. Við krefjumst aðgerða strax! Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Loftslagshamfarir og landnotkun Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. 13. febrúar 2021 19:01
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun