Stjórnmál, eitthvað fyrir mig? Sigrún Birna Steinarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon skrifa 15. febrúar 2021 08:01 Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra. Þetta á bæði við um ákvarðanir sveitarstjórna sem hafa mikil áhrif á það nærumhverfi sem hver og einn býr við. Við tilheyrum öll jú einhverju sveitarfélagi sem með sínum skipulagsákvörðunum mótar að minnsta kosti hið manngerða umhverfi, hefur með það að gera hvernig staðið er að leikskóla- og grunnskólamálum, veiti félagsþjónustu o.s.frv. En einnig og ekki síður skipta stjórnmálin á landsvísu okkur öll miklu máli og alveg sérstaklega móta ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórna þá framtíð sem bíður okkar. Það er að segja að svo miklu leiti sem það er á valdi okkar mannanna að hafa áhrif þar á. Það er því sérstaklega slæmt ef ungt fólk aðgreinir sig og sinn veruleika eða er aðgreint frá stjórnmálunum eins og einhverju sem varði það litlu og jafnvel að það hafi ekki þekkingu eða reynslu á málinu og þá skipti það þau ekki máli. Það er með stjórnmálin eins margt annað að þau geta lítið gert við hinu liðna. Aðstæður í núinu, á líðandi stund eru eins og þær eru og þeim er sjaldan hægt að breyta mikið öðruvísi en þannig að það fari smátt og smátt að hafa áhrif inn í framtíðinni. Eitt helsta baráttumál samtímans, hamfarahlýnun, er dæmi um slíkt. Vandamálið er það áríðandi að þörf er á aðgerðum strax en árangurinn mun hinsvegar sjást þegar komið er inn í framtíðina. Í raun snýst þetta því að mestu leyti um framtíðina. Að reyna með skynsamlegum ákvörðunum og framsýni að gera heiminn aðeins betri á morgun en hann er í dag eða var í gær. Þetta verkefni þurfum við öll að hjálpast að við. Ekki með því að fara öll í sveitarstjórnir eða á þing. Nei, heldur með því að láta okkur hlutina varða, kynna okkur þá, mynda okkur skoðun og reyna svo að beita okkur í samræmi við það. Það gerum við með því að vera ekki sama, taka þátt í umræðum, með því að færa rök fyrir okkar sjónarmiðum og með því að kjósa svo þá fulltrúa í sveitarstjórn eða á þing sem við erum mest sammála, sem við treystum best. Hér skiptir fjölbreytnin öllu máli. Það er nauðsynlegt að fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og skoðanir og af öllum kynjum taki þátt. Láti sínar raddir heyrast, láti sín sjónarmið koma fram og noti sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Svo þurfa einhverjir að bjóða fram krafta sína, vera tilbúnir til að vera fulltrúar tiltekinnar hugmyndafræði og sjónarmiða við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Og ekki bara einhverjir. Sá hópur þarf að vera fjölmennur og endurspegla vel fjölbreytileika samfélagsins. Ekki síst er það mikilvægt að ungt fólk blandi sér í málin. Ungt fólk er stór hluti samfélagsins sem því miður hefur átt alltof lítinn sess á sviði stjórnmálanna hingað til. Það er ekki sérlega rökrétt eða hvað að þau sem eldri eru taki hinar stóru ákvarðanir sem mestu skipta um það hvernig samfélagsgerðin verður eða náttúran og umhverfið verða á sig komin eftir 20, 30 eða 40 ár. Það eru auðvitað þeir sem nú eru að leggja af stað út í lífið sem eiga mest undir í þeim efnum. Þess vegna eru stjórnmálin eitthvað fyrir þig, eitthvað fyrir okkur öll. Við þurfum öll að eiga aðgang að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, hvort sem það sé innan grasrótar stjórnmálaflokka, sem kjörnir fulltrúar eða við kjörkassann. Auðvitað líka fyrir þá sem eiga efri árin fram undan og vilja geta eytt þeim við öruggar aðstæður og lifað þann tíma með reisn. En, stjórnmálin eru alveg sérstaklega eitthvað fyrir þau sem eiga mestalla ævina framundan. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Sigrún Birna Steinarsdóttir er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra. Þetta á bæði við um ákvarðanir sveitarstjórna sem hafa mikil áhrif á það nærumhverfi sem hver og einn býr við. Við tilheyrum öll jú einhverju sveitarfélagi sem með sínum skipulagsákvörðunum mótar að minnsta kosti hið manngerða umhverfi, hefur með það að gera hvernig staðið er að leikskóla- og grunnskólamálum, veiti félagsþjónustu o.s.frv. En einnig og ekki síður skipta stjórnmálin á landsvísu okkur öll miklu máli og alveg sérstaklega móta ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórna þá framtíð sem bíður okkar. Það er að segja að svo miklu leiti sem það er á valdi okkar mannanna að hafa áhrif þar á. Það er því sérstaklega slæmt ef ungt fólk aðgreinir sig og sinn veruleika eða er aðgreint frá stjórnmálunum eins og einhverju sem varði það litlu og jafnvel að það hafi ekki þekkingu eða reynslu á málinu og þá skipti það þau ekki máli. Það er með stjórnmálin eins margt annað að þau geta lítið gert við hinu liðna. Aðstæður í núinu, á líðandi stund eru eins og þær eru og þeim er sjaldan hægt að breyta mikið öðruvísi en þannig að það fari smátt og smátt að hafa áhrif inn í framtíðinni. Eitt helsta baráttumál samtímans, hamfarahlýnun, er dæmi um slíkt. Vandamálið er það áríðandi að þörf er á aðgerðum strax en árangurinn mun hinsvegar sjást þegar komið er inn í framtíðina. Í raun snýst þetta því að mestu leyti um framtíðina. Að reyna með skynsamlegum ákvörðunum og framsýni að gera heiminn aðeins betri á morgun en hann er í dag eða var í gær. Þetta verkefni þurfum við öll að hjálpast að við. Ekki með því að fara öll í sveitarstjórnir eða á þing. Nei, heldur með því að láta okkur hlutina varða, kynna okkur þá, mynda okkur skoðun og reyna svo að beita okkur í samræmi við það. Það gerum við með því að vera ekki sama, taka þátt í umræðum, með því að færa rök fyrir okkar sjónarmiðum og með því að kjósa svo þá fulltrúa í sveitarstjórn eða á þing sem við erum mest sammála, sem við treystum best. Hér skiptir fjölbreytnin öllu máli. Það er nauðsynlegt að fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og skoðanir og af öllum kynjum taki þátt. Láti sínar raddir heyrast, láti sín sjónarmið koma fram og noti sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Svo þurfa einhverjir að bjóða fram krafta sína, vera tilbúnir til að vera fulltrúar tiltekinnar hugmyndafræði og sjónarmiða við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Og ekki bara einhverjir. Sá hópur þarf að vera fjölmennur og endurspegla vel fjölbreytileika samfélagsins. Ekki síst er það mikilvægt að ungt fólk blandi sér í málin. Ungt fólk er stór hluti samfélagsins sem því miður hefur átt alltof lítinn sess á sviði stjórnmálanna hingað til. Það er ekki sérlega rökrétt eða hvað að þau sem eldri eru taki hinar stóru ákvarðanir sem mestu skipta um það hvernig samfélagsgerðin verður eða náttúran og umhverfið verða á sig komin eftir 20, 30 eða 40 ár. Það eru auðvitað þeir sem nú eru að leggja af stað út í lífið sem eiga mest undir í þeim efnum. Þess vegna eru stjórnmálin eitthvað fyrir þig, eitthvað fyrir okkur öll. Við þurfum öll að eiga aðgang að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, hvort sem það sé innan grasrótar stjórnmálaflokka, sem kjörnir fulltrúar eða við kjörkassann. Auðvitað líka fyrir þá sem eiga efri árin fram undan og vilja geta eytt þeim við öruggar aðstæður og lifað þann tíma með reisn. En, stjórnmálin eru alveg sérstaklega eitthvað fyrir þau sem eiga mestalla ævina framundan. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Sigrún Birna Steinarsdóttir er formaður Ungra vinstri grænna.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun