Færu beint í hörðustu aðgerðir ef til fjórðu bylgju kæmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 18:45 Víðir Reynisson segir að ráðist verði í hörðustu aðgerðir ef til fjórðu bylgju kemur. Ljósmynd/Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að gripið yrði strax til harðra aðgerða ef vísbendingar kæmu upp um að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins væri að hefjast hér á landi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákvað í dag að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig, í fyrsta skipti síðan 4. október síðastliðinn. „Eitt af því sem við erum búin að læra er að vera undirbúin undir það að ef að við förum að fá vísbendingar um það að hér sé að byrja fjórða bylgja að grípa strax til hörðustu aðgerða. Ekki að taka margar vikur í að segja „heyrðu við prófum þetta núna“ svo tökum við eftir tvær vikur ákvörðun um að herða aðgerðir aðeins meira,“ sagði Víðir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir það hafa sýnt sig að þegar harðar aðgerðir voru settar á hafi það borið bestan árangur. „Ég held að við eigum ekki að taka það í einhverjum skrefum þegar að vísbendingar eru um næstu bylgju heldur að grípa strax til harðra aðgerða og keyra þetta niður í það að vera viðráðanlegt og geta þá slakað á,“ segir Víðir. Staðan hér á landi er talin nokkuð góð, fáir greinast smitaðir af veirunni dag hvern, enginn liggur inni á Landspítala vegna veirunnar og bólusetningar eru farnar af stað af mikill alvöru. Greint var frá því í dag að Íslandi berist fleiri bóluefnaskammtar gegn veirunni en gert var ráð fyrir en þegar hefur bóluefni fyrir alla landsmenn verið tryggt. „Staðan er auðvitað góð, ég held að við hljótum að vera sammála um það að það eru orðnir ansi margir mánuðir, ég held að staðan hafi ekki verið svona góð síðan áður en að önnur bylgjan var að byrja í ágúst á síðasta ári,“ segir Víðir. „Þetta er gríðarlega verðmæt staða fyrir okkur og við sem samfélag verðum að læra af reynslunni frá því síðasta sumar og síðasta haust, hvernig við ætlum að fara með þetta.“ Hann segir mikilvægt hve almenn þátttaka hafi verið í sóttvarnaaðgerðum. Það sé það sem skipti megin máli og skilji okkur að frá löndunum í kring um okkur, þar sem faraldurinn geisar enn af miklum ofsa. „Það eru flest lönd að fást við það að vera í vandræðum með að fá alla, eins og þarf, til að vera með í aðgerðum. Til að virða sóttvarnareglurnar, til að skilja aðgerðirnar og taka þátt í þessu eins og mér finnst íslenska samfélagið hafa gert,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 12. febrúar 2021 13:44 Þriðju vikuna í röð er Ísland eina græna landið Eins og raunin hefur verið undanfarnar tvær vikur er Ísland áfram eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. 12. febrúar 2021 07:10 Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. 11. febrúar 2021 16:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Eitt af því sem við erum búin að læra er að vera undirbúin undir það að ef að við förum að fá vísbendingar um það að hér sé að byrja fjórða bylgja að grípa strax til hörðustu aðgerða. Ekki að taka margar vikur í að segja „heyrðu við prófum þetta núna“ svo tökum við eftir tvær vikur ákvörðun um að herða aðgerðir aðeins meira,“ sagði Víðir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir það hafa sýnt sig að þegar harðar aðgerðir voru settar á hafi það borið bestan árangur. „Ég held að við eigum ekki að taka það í einhverjum skrefum þegar að vísbendingar eru um næstu bylgju heldur að grípa strax til harðra aðgerða og keyra þetta niður í það að vera viðráðanlegt og geta þá slakað á,“ segir Víðir. Staðan hér á landi er talin nokkuð góð, fáir greinast smitaðir af veirunni dag hvern, enginn liggur inni á Landspítala vegna veirunnar og bólusetningar eru farnar af stað af mikill alvöru. Greint var frá því í dag að Íslandi berist fleiri bóluefnaskammtar gegn veirunni en gert var ráð fyrir en þegar hefur bóluefni fyrir alla landsmenn verið tryggt. „Staðan er auðvitað góð, ég held að við hljótum að vera sammála um það að það eru orðnir ansi margir mánuðir, ég held að staðan hafi ekki verið svona góð síðan áður en að önnur bylgjan var að byrja í ágúst á síðasta ári,“ segir Víðir. „Þetta er gríðarlega verðmæt staða fyrir okkur og við sem samfélag verðum að læra af reynslunni frá því síðasta sumar og síðasta haust, hvernig við ætlum að fara með þetta.“ Hann segir mikilvægt hve almenn þátttaka hafi verið í sóttvarnaaðgerðum. Það sé það sem skipti megin máli og skilji okkur að frá löndunum í kring um okkur, þar sem faraldurinn geisar enn af miklum ofsa. „Það eru flest lönd að fást við það að vera í vandræðum með að fá alla, eins og þarf, til að vera með í aðgerðum. Til að virða sóttvarnareglurnar, til að skilja aðgerðirnar og taka þátt í þessu eins og mér finnst íslenska samfélagið hafa gert,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 12. febrúar 2021 13:44 Þriðju vikuna í röð er Ísland eina græna landið Eins og raunin hefur verið undanfarnar tvær vikur er Ísland áfram eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. 12. febrúar 2021 07:10 Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. 11. febrúar 2021 16:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 12. febrúar 2021 13:44
Þriðju vikuna í röð er Ísland eina græna landið Eins og raunin hefur verið undanfarnar tvær vikur er Ísland áfram eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. 12. febrúar 2021 07:10
Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. 11. febrúar 2021 16:21