Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 17:00 Andrés Ingi Jónsson sat á þingi fyrir Vinstri græn þar til 2019, þegar hann sagði sig úr þingflokknum. Hann hefur setið á þingi sem þingmaður utan þingflokka síðan. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður utan þingflokka sem áður sat á þingi fyrir Vinstri græn, hefur gengið til liðs við þingflokk Pírata. Frá þessu greinir Andrés sjálfur frá nú síðdegis. „Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu. Ég vil vera hluti af hóp sem er hægt að treysta til að taka djarfar ákvarðanir og tel að innan þingflokks Pírata muni hugsjónum mínum vera best borgið. Í framhaldinu mun ég gefa kost á mér í prófkjöri Pírata til að sjá hvort grasrótin vilji treysta mér fyrir áframhaldandi verkefnum eftir kosningar,“ segir Andrés Ingi í tilkynningu á Facebook-síðu sinni. Þá kveðst Andrés alltaf hafa unnið vel með Pírötum á þingi, sama hvort litið sé á „aðgerðir í kringum uppreist æru, baráttuna fyrir réttindum hælisleitenda eða almennt samstarf okkar í fastanefndum þingsins.“ Hugmyndafræði hans og flokksins hafi átt vel saman. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu....Posted by Andrés Ingi á þingi on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021 Fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Pírata að hann hafi samþykkti einróma á þingflokksfundi í morgun bjóða Andrés Inga velkominn í hópinn. Andrés Ingi og þingflokkurinn hafi átt í góðu samstarfi, flutt saman fjölda þingmála og unnið náið saman í nefndum þingsins. „Með tímanum hefur komið í ljós að um er að ræða náttúrulega bandamenn með margar sameiginlegar áherslur. Andrés er gríðarlega öflugur þingmaður sem hefur áorkað miklu einn síns liðs og er því mikill fengur fyrir þingflokk Pírata. Hann er hugsjónamaður með sterka réttlætiskennd sem þorir að færa rök fyrir stórum hugmyndum. Við lítum því á inngöngu Andrésar í þingflokkinn, sem og flokkinn í heild, sem góðan liðsstyrk fyrir verkefnin framundan,“ segir í tilkynningu Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sagði sig úr flokknum í september síðastliðnum og gekk til liðs við Samfylkinguna í desember.Vísir/vilhelm Gengin í nýja flokka Andrés Ingi sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í nóvember 2019 og tilkynnti jafnframt að hann hygðist starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Hann bar því fyrir sig á sínum tíma að stjórnarsamstarfið hefði verið erfitt og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um málefni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig einnig úr þingflokki Vinstri grænna í september í fyrra. Hún sagði á sínum tíma að ástæða úrsagnarinnar væri brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar - en náði á endanum ekki fram að ganga. Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar í desember. Alþingi Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu. Ég vil vera hluti af hóp sem er hægt að treysta til að taka djarfar ákvarðanir og tel að innan þingflokks Pírata muni hugsjónum mínum vera best borgið. Í framhaldinu mun ég gefa kost á mér í prófkjöri Pírata til að sjá hvort grasrótin vilji treysta mér fyrir áframhaldandi verkefnum eftir kosningar,“ segir Andrés Ingi í tilkynningu á Facebook-síðu sinni. Þá kveðst Andrés alltaf hafa unnið vel með Pírötum á þingi, sama hvort litið sé á „aðgerðir í kringum uppreist æru, baráttuna fyrir réttindum hælisleitenda eða almennt samstarf okkar í fastanefndum þingsins.“ Hugmyndafræði hans og flokksins hafi átt vel saman. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu....Posted by Andrés Ingi á þingi on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021 Fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Pírata að hann hafi samþykkti einróma á þingflokksfundi í morgun bjóða Andrés Inga velkominn í hópinn. Andrés Ingi og þingflokkurinn hafi átt í góðu samstarfi, flutt saman fjölda þingmála og unnið náið saman í nefndum þingsins. „Með tímanum hefur komið í ljós að um er að ræða náttúrulega bandamenn með margar sameiginlegar áherslur. Andrés er gríðarlega öflugur þingmaður sem hefur áorkað miklu einn síns liðs og er því mikill fengur fyrir þingflokk Pírata. Hann er hugsjónamaður með sterka réttlætiskennd sem þorir að færa rök fyrir stórum hugmyndum. Við lítum því á inngöngu Andrésar í þingflokkinn, sem og flokkinn í heild, sem góðan liðsstyrk fyrir verkefnin framundan,“ segir í tilkynningu Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sagði sig úr flokknum í september síðastliðnum og gekk til liðs við Samfylkinguna í desember.Vísir/vilhelm Gengin í nýja flokka Andrés Ingi sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í nóvember 2019 og tilkynnti jafnframt að hann hygðist starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Hann bar því fyrir sig á sínum tíma að stjórnarsamstarfið hefði verið erfitt og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um málefni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig einnig úr þingflokki Vinstri grænna í september í fyrra. Hún sagði á sínum tíma að ástæða úrsagnarinnar væri brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar - en náði á endanum ekki fram að ganga. Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar í desember.
Alþingi Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira