Áhrifavaldar og áhugafjárfestar Baldur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2021 07:31 Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta. Söguskýringin er nokkuð einföld: Bjánar á internetinu kaupa hlutabréf til þess eins að klekkja á vondum vogunarsjóðum. Þegar betur er að gáð er málið flóknara – og áhugaverðara – en svo. Óhefluð framkoma áhugafjárfestanna, hvort sem það er á spjallsíðum eða í viðtölum, hefur dregið athygli fólks frá þeirri staðreynd að í grunninn til byggja þessi viðskipti á nokkuð ítarlegum greiningum netverja, hvað sem fólki kann að finnast um viðskiptahættina eða áhrifin sem þetta hefur haft. Aðrir hafa sagt sína skoðun á þessum málum og viðeigandi yfirvöld munu væntanlega fara ofan í saumana á atburðarrásinni. Ég ætla því að láta það vera. Það sem mér finnst sjálfum spennandi í þessu eru öflin sem búa þarna að baki og möguleikarnir sem felast í samtakamætti fjöldans, ef honum er beitt með réttum hætti. Áhugafjárfestar hafa til þessa verið tiltölulega áhrifalausir. Fagfjárfestar hafa leitt og hinir hafa elt. Jafnvel í hópfjármögnun hlutabréfa (e. equity crowdfunding), sem gengur í grunninn til út á sniðganga hefðbundnar fjármögnunarleiðir og ná til áhugafjárfesta, hefur yfirleitt verið talin þörf á fagfjárfestum til að leiða fjármögnunina og trekkja að fjöldann. Aðgerðir síðustu vikna eru því algjör nýjung. Þegar þetta er skrifað hafa hækkanir á hlutabréfaverði flestra áðurnefndra fyrirtækja gengið að töluverðu leyti til baka.“. Einhverjir áhugafjárfestar hafa setið eftir með sárt ennið á meðan aðrir hafa malað gull. Sömu sögu má segja á fagfjárfestahliðinni. Fólk hrasar oft við að feta ótroðnar slóðir, en af flestum mistökum má draga lærdóm. Við ættum ekki vanmeta þá þekkingu og greiningargetu sem leynist í fjöldanum. Margir sjá þessa atburði sem enn aðra birtingarmynd þess að óyfirstíganleg gjá hefur myndast milli elítunnar og almúgans, Wall Street og Main Street, 1% og 99%. Ég sé þetta sem tækifæri til að brúa þetta bil og efla fjármálamarkaðina til góðs. Við sem störfum á markaðnum þurfum fyrst og fremst að reyna að skilja þessa hreyfingu, í stað þess að líta niður á hana og fordæma. Munum við sjá fjöldahreyfingar eins og þær sem leiddu áðurnefnda atburðarrás vera í leiðandi hlutverki í fjármögnun spennandi fyrirtækja í framtíðinni? Eða beita sér fyrir auknum áherslum fyrirtækja á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, eða ESG á ensku)? Það verður í öllu falli áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi hreyfing mun þróast. Ef við ætlum að beisla krafta fjöldans til góðs þurfum við aukið samtal og meiri fræðslu. Við erum meira en til í það. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Sjá meira
Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta. Söguskýringin er nokkuð einföld: Bjánar á internetinu kaupa hlutabréf til þess eins að klekkja á vondum vogunarsjóðum. Þegar betur er að gáð er málið flóknara – og áhugaverðara – en svo. Óhefluð framkoma áhugafjárfestanna, hvort sem það er á spjallsíðum eða í viðtölum, hefur dregið athygli fólks frá þeirri staðreynd að í grunninn til byggja þessi viðskipti á nokkuð ítarlegum greiningum netverja, hvað sem fólki kann að finnast um viðskiptahættina eða áhrifin sem þetta hefur haft. Aðrir hafa sagt sína skoðun á þessum málum og viðeigandi yfirvöld munu væntanlega fara ofan í saumana á atburðarrásinni. Ég ætla því að láta það vera. Það sem mér finnst sjálfum spennandi í þessu eru öflin sem búa þarna að baki og möguleikarnir sem felast í samtakamætti fjöldans, ef honum er beitt með réttum hætti. Áhugafjárfestar hafa til þessa verið tiltölulega áhrifalausir. Fagfjárfestar hafa leitt og hinir hafa elt. Jafnvel í hópfjármögnun hlutabréfa (e. equity crowdfunding), sem gengur í grunninn til út á sniðganga hefðbundnar fjármögnunarleiðir og ná til áhugafjárfesta, hefur yfirleitt verið talin þörf á fagfjárfestum til að leiða fjármögnunina og trekkja að fjöldann. Aðgerðir síðustu vikna eru því algjör nýjung. Þegar þetta er skrifað hafa hækkanir á hlutabréfaverði flestra áðurnefndra fyrirtækja gengið að töluverðu leyti til baka.“. Einhverjir áhugafjárfestar hafa setið eftir með sárt ennið á meðan aðrir hafa malað gull. Sömu sögu má segja á fagfjárfestahliðinni. Fólk hrasar oft við að feta ótroðnar slóðir, en af flestum mistökum má draga lærdóm. Við ættum ekki vanmeta þá þekkingu og greiningargetu sem leynist í fjöldanum. Margir sjá þessa atburði sem enn aðra birtingarmynd þess að óyfirstíganleg gjá hefur myndast milli elítunnar og almúgans, Wall Street og Main Street, 1% og 99%. Ég sé þetta sem tækifæri til að brúa þetta bil og efla fjármálamarkaðina til góðs. Við sem störfum á markaðnum þurfum fyrst og fremst að reyna að skilja þessa hreyfingu, í stað þess að líta niður á hana og fordæma. Munum við sjá fjöldahreyfingar eins og þær sem leiddu áðurnefnda atburðarrás vera í leiðandi hlutverki í fjármögnun spennandi fyrirtækja í framtíðinni? Eða beita sér fyrir auknum áherslum fyrirtækja á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, eða ESG á ensku)? Það verður í öllu falli áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi hreyfing mun þróast. Ef við ætlum að beisla krafta fjöldans til góðs þurfum við aukið samtal og meiri fræðslu. Við erum meira en til í það. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun