Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2021 19:53 Vísir/Vilhelm Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. Eftirspurn er enn lítil vegna faraldursunis en búist er við að hún fari að aukast á öðrum fjórðungi þessa árs. Tekjur Icelandair voru 8,2 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi 2020 og er það samdráttur um 81 prósent, samanborið við sama tímbail 2019. Tekjur af fraktflutningum jukust þó um 48 prósent á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem birt var í kvöld. Í tilkynningu vegna þess segir Bogi Nils Bogason, forstjóri, að árið 2020 hafi verið mest krefjandi ár flugsögunnar og félagið standi enn frammi fyrir mikilli óvissu. „Þróun faraldursins, dreifing bóluefna og hvernig reglur á landamærum þróast mun skipta sköpum varðandi framhaldið. Við erum hins vegar hóflega bjartsýn að geta aukið flug frá og með öðrum ársfjórðungi þessa árs,“ segir Bogi. Þá segist hann búst við því að Boeing Max flugvélarnar verði komnar aftur í rekstur á vormánuðunum. Í uppgjöri Icelandair kemur fram að eigið fé félagsins hafi verið 29,7 milljarðar króna í lok árs og eiginfjárhlutfall lækkað úr 29 prósentum í 25 prósent á milli ára. Lausafjárstaða félagsins var 42,3 milljarðar í lok árs og þar af handbært fé og lausafjársjóðir 21,6 milljarðar króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group: „Kórónuveirufaraldurinn hélt áfram að hafa áhrif á afkomu félagsins í fjórða ársfjórðungi og starfsemi félagsins var í lágmarki á tímabilinu. Með því að nýta sveigjanleika leiðakerfisins náðum við að auka flugframboð í desember til að mæta aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi yfir jól og áramót. Það er óhætt að segja að 2020 hafi verið mest krefjandi ár flugsögunnar. Við höfum tekið hlutverk okkar alvarlega frá upphafi faraldursins og tryggt mikilvægar flugsamgöngur til og frá Íslandi, bæði fyrir farþega og frakt. Við gripum til nauðsynlegra aðgerða á árinu til að draga úr kostnaði og útflæði fjármagns og styrktum samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma með því að ráðast í yfirgripsmikla fjárhagslega endurskipulagningu sem lauk með vel heppnuðu hlutafjárútboði. Við vorum þakklát fyrir góða þátttöku í útboðinu, þar sem 23 milljarðar króna í nýtt hlutafé söfnuðust og um sjö þúsund aðilar bættust í breiðan hóp hluthafa sem nú telur yfir 13 þúsund. Á sama tíma höfum við lagt áherslu á að verja mikilvæga innviði til að geta brugðist hratt við örum breytingum á mörkuðum okkar. Á þetta reyndi síðastliðið sumar þegar ferðatakmörkuðum var aflétt tímabundið. Þá náðum við að auka flugið hratt og örugglega til að mæta talverðri eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi. Þar að auki náðum við að auka tekjur á árinu með því að grípa ný tækifæri í leigu- og fraktflugi. Að tryggja heilsu og öryggi viðskiptavina okkar og starfsfólks hefur verið í forgrunni hjá okkur undanfarin misseri með víðtækum aðgerðum, auk áherslu á aukna upplýsingagjöf í síbreytilegum aðstæðum. Vegna verulegs samdráttar í flugi margfaldaðist fjöldi beiðna frá viðskiptavinum sem við lögðum okkur fram við að leysa. Það þurfti útsjónarsemi að koma þeim farþegum á áfangastað sem þurftu að ferðast og jafnframt kláruðum við að afgreiða endurgreiðslur og aðrar beiðnir um breytingar sem söfnuðust hratt upp á árinu. Við stöndum enn frammi fyrir verulegri óvissu. Þróun faraldursins, dreifing bóluefna og hvernig reglur á landamærum þróast mun skipta sköpum varðandi framhaldið. Við erum hins vegar hóflega bjartsýn að geta aukið flug frá og með öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er ánægjulegt að kyrrsetningu MAX vélanna hefur nú verið aflétt eftir gríðarlega umfangsmikið alþjóðlegt ferli og hafa fjölmörg flugfélög nú þegar tekið vélarnar í notkun. Við gerum ráð fyrir að vélarnar verði komnar í rekstur hjá okkur á vormánuðum og er undirbúningur þegar hafinn. Hann felur í sér ýmsar uppfærslur, viðhaldsverkefni og aukna þjálfun flugmanna með flugöryggi að leiðarljósi. Vélarnar eru bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en eldri vélar, munu gefa okkur aukinn sveigjanleika þegar við aukum flugið á ný og styðja þróun leiðakerfisins til framtíðar. Ég er þess fullviss að það verða talsverð tækifæri fyrir Ísland og þar með leiðakerfi Icelandair eftir faraldurinn. Ísland verður áfram eftirsóttur áfangastaður ferðamanna og, vegna breytinga í samkeppnisumhverfinu, sjáum einnig aukin tækifæri í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku í gegnum Ísland. Ég vil nýta tækifærið og þakka okkar frábæra starfsfólki fyrir þeirra mikilvæga framlag og þrautseigju á liðnu ári. Ég vil einnig þakka viðskiptavinum okkar og hluthöfum fyrir stuðninginn í gegnum þessa erfiðu tíma. Með skýrri framtíðarsýn, réttri forgangsröðun og samvinnu mun félagið koma sterkara til baka þegar flug og ferðalög glæðast á ný.” Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Risadagur í Kauphöllinni hjá Icelandair eftir flökkusöguhelgi Viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair voru 444 talsins í dag sem er fjórði stærsti dagurinn í fjölda viðskipta frá hlutafjárútboðinu síðastliðið haust og sá stærsti á árinu 2021. Veltan nam 544 milljónum króna svo meðalstærð viðskipta var 1,2 milljónir króna. 8. febrúar 2021 16:31 Icelandair auglýsir stöður flugstjóra Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu. 7. febrúar 2021 13:31 Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Eftirspurn er enn lítil vegna faraldursunis en búist er við að hún fari að aukast á öðrum fjórðungi þessa árs. Tekjur Icelandair voru 8,2 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi 2020 og er það samdráttur um 81 prósent, samanborið við sama tímbail 2019. Tekjur af fraktflutningum jukust þó um 48 prósent á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem birt var í kvöld. Í tilkynningu vegna þess segir Bogi Nils Bogason, forstjóri, að árið 2020 hafi verið mest krefjandi ár flugsögunnar og félagið standi enn frammi fyrir mikilli óvissu. „Þróun faraldursins, dreifing bóluefna og hvernig reglur á landamærum þróast mun skipta sköpum varðandi framhaldið. Við erum hins vegar hóflega bjartsýn að geta aukið flug frá og með öðrum ársfjórðungi þessa árs,“ segir Bogi. Þá segist hann búst við því að Boeing Max flugvélarnar verði komnar aftur í rekstur á vormánuðunum. Í uppgjöri Icelandair kemur fram að eigið fé félagsins hafi verið 29,7 milljarðar króna í lok árs og eiginfjárhlutfall lækkað úr 29 prósentum í 25 prósent á milli ára. Lausafjárstaða félagsins var 42,3 milljarðar í lok árs og þar af handbært fé og lausafjársjóðir 21,6 milljarðar króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group: „Kórónuveirufaraldurinn hélt áfram að hafa áhrif á afkomu félagsins í fjórða ársfjórðungi og starfsemi félagsins var í lágmarki á tímabilinu. Með því að nýta sveigjanleika leiðakerfisins náðum við að auka flugframboð í desember til að mæta aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi yfir jól og áramót. Það er óhætt að segja að 2020 hafi verið mest krefjandi ár flugsögunnar. Við höfum tekið hlutverk okkar alvarlega frá upphafi faraldursins og tryggt mikilvægar flugsamgöngur til og frá Íslandi, bæði fyrir farþega og frakt. Við gripum til nauðsynlegra aðgerða á árinu til að draga úr kostnaði og útflæði fjármagns og styrktum samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma með því að ráðast í yfirgripsmikla fjárhagslega endurskipulagningu sem lauk með vel heppnuðu hlutafjárútboði. Við vorum þakklát fyrir góða þátttöku í útboðinu, þar sem 23 milljarðar króna í nýtt hlutafé söfnuðust og um sjö þúsund aðilar bættust í breiðan hóp hluthafa sem nú telur yfir 13 þúsund. Á sama tíma höfum við lagt áherslu á að verja mikilvæga innviði til að geta brugðist hratt við örum breytingum á mörkuðum okkar. Á þetta reyndi síðastliðið sumar þegar ferðatakmörkuðum var aflétt tímabundið. Þá náðum við að auka flugið hratt og örugglega til að mæta talverðri eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi. Þar að auki náðum við að auka tekjur á árinu með því að grípa ný tækifæri í leigu- og fraktflugi. Að tryggja heilsu og öryggi viðskiptavina okkar og starfsfólks hefur verið í forgrunni hjá okkur undanfarin misseri með víðtækum aðgerðum, auk áherslu á aukna upplýsingagjöf í síbreytilegum aðstæðum. Vegna verulegs samdráttar í flugi margfaldaðist fjöldi beiðna frá viðskiptavinum sem við lögðum okkur fram við að leysa. Það þurfti útsjónarsemi að koma þeim farþegum á áfangastað sem þurftu að ferðast og jafnframt kláruðum við að afgreiða endurgreiðslur og aðrar beiðnir um breytingar sem söfnuðust hratt upp á árinu. Við stöndum enn frammi fyrir verulegri óvissu. Þróun faraldursins, dreifing bóluefna og hvernig reglur á landamærum þróast mun skipta sköpum varðandi framhaldið. Við erum hins vegar hóflega bjartsýn að geta aukið flug frá og með öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er ánægjulegt að kyrrsetningu MAX vélanna hefur nú verið aflétt eftir gríðarlega umfangsmikið alþjóðlegt ferli og hafa fjölmörg flugfélög nú þegar tekið vélarnar í notkun. Við gerum ráð fyrir að vélarnar verði komnar í rekstur hjá okkur á vormánuðum og er undirbúningur þegar hafinn. Hann felur í sér ýmsar uppfærslur, viðhaldsverkefni og aukna þjálfun flugmanna með flugöryggi að leiðarljósi. Vélarnar eru bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en eldri vélar, munu gefa okkur aukinn sveigjanleika þegar við aukum flugið á ný og styðja þróun leiðakerfisins til framtíðar. Ég er þess fullviss að það verða talsverð tækifæri fyrir Ísland og þar með leiðakerfi Icelandair eftir faraldurinn. Ísland verður áfram eftirsóttur áfangastaður ferðamanna og, vegna breytinga í samkeppnisumhverfinu, sjáum einnig aukin tækifæri í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku í gegnum Ísland. Ég vil nýta tækifærið og þakka okkar frábæra starfsfólki fyrir þeirra mikilvæga framlag og þrautseigju á liðnu ári. Ég vil einnig þakka viðskiptavinum okkar og hluthöfum fyrir stuðninginn í gegnum þessa erfiðu tíma. Með skýrri framtíðarsýn, réttri forgangsröðun og samvinnu mun félagið koma sterkara til baka þegar flug og ferðalög glæðast á ný.”
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Risadagur í Kauphöllinni hjá Icelandair eftir flökkusöguhelgi Viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair voru 444 talsins í dag sem er fjórði stærsti dagurinn í fjölda viðskipta frá hlutafjárútboðinu síðastliðið haust og sá stærsti á árinu 2021. Veltan nam 544 milljónum króna svo meðalstærð viðskipta var 1,2 milljónir króna. 8. febrúar 2021 16:31 Icelandair auglýsir stöður flugstjóra Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu. 7. febrúar 2021 13:31 Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Risadagur í Kauphöllinni hjá Icelandair eftir flökkusöguhelgi Viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair voru 444 talsins í dag sem er fjórði stærsti dagurinn í fjölda viðskipta frá hlutafjárútboðinu síðastliðið haust og sá stærsti á árinu 2021. Veltan nam 544 milljónum króna svo meðalstærð viðskipta var 1,2 milljónir króna. 8. febrúar 2021 16:31
Icelandair auglýsir stöður flugstjóra Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu. 7. febrúar 2021 13:31
Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47
Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. 1. febrúar 2021 22:15