Sendibréf til sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 8. febrúar 2021 07:01 Það hafa verið forréttindi að vera formaður sjúkraliða síðastliðin þrjú ár. Þessi ár hafa sannarlega verið viðburðarík. Fyrir utan erfiða kjarasamninga sem tóku rúmt ár brast á með fyrirvaralausum heimsfaraldri sem lagðist þungt á heilbrigðiskerfið. Ég kynntist því af eigin raun þegar ég starfaði sem bakvörður á kvöldvöktum á Covid-deild Landspítalans þegar kjarasamningum sleppti. Við þær aðstæður varð ég snortin af þeim mikla samhug sem skapaðist innan stéttarinnar. Sjálf var ég mjög stolt af framgöngu sjúkraliða, og stolt af mínu félagi. Sögulegir áfangar Á þessu tímabili hafa mikilvægir áfangar náðst fyrir sjúkraliða. Auk kjarasamninga, sem munu skila um 24% hækkun að meðaltali í lok samningstímans, náðist sögulegur áfangi um styttingu vinnuvikunnar. Annað sögulegt skref var stigið með samþykkt á kröfu okkar um fagnám á háskólastigi. Tveggja ára diplómanám fyrir sjúkraliða mun nú hefjast í haust, 2021, við Háskólann á Akureyri. Það var sömuleiðis mikill áfangi að ná fram gömlu baráttumáli sjúkraliða um fagráð á heilbrigðistofnunum, þar sem sjúkraliðar munu í fyrsta sinn í Íslandssögunni standa jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum um mótun hjúkrunarstefnu. Samhliða vinnu að þessu hef ég lagt mig fram um að koma sjúkraliðum á kortið sem burðarstétt og gera félagið sýnilegt í fjölmiðlum og innan kerfisins. Mikilvægur stuðningur Það var ekki sjálfgefið á sínum tíma að ég gæfi kost á mér til formennsku í Sjúkraliðafélagi Íslands. Það er mjög krefjandi starf, og á köflum erfitt. Þessi ár hafa hins vegar verið gefandi, og við höfum náð miklum áföngum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég hef notið, og hvatningarnar sem ég hef fengið frá sjúkraliðum um allt land á krefjandi augnablikum. Ég nýt þess líka að eiga gott samstarfsfólk, bæði á skrifstofu félagsins, meðal félagsstjórnar, trúnaðarmanna og í deildunum um land allt. Í dag er ólokið ýmsum brýnum og mikilvægum verkefnum sem við höfum í sameiningu hafið. Við þurfum að ná fram fjölgun sjúkraliða og nýrri mönnunarstefnu sem við höfum lagt áherslu á. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að kerfið, ekki síst stjórnendur stofnana, viðurkenni aukna færni og símenntun sjúkraliða með aukinni ábyrgð og nýjum tækifærum til starfsframa. Umfram allt þarf stéttin að halda áfram sókn sinni til betri kjara í formi hærri launa og heilsusamlegra vinnuumhverfis. Gef kost á endurkjöri Ég hef metnað til að takast á við framangreind verkefni, og önnur fleiri sem bíða. Þess vegna hef ég, eftir talsverða umhugsun og mikla hvatningu frá sjúkraliðum víðs vegar að, ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs formanns í Sjúkraliðafélagi Íslands. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið forréttindi að vera formaður sjúkraliða síðastliðin þrjú ár. Þessi ár hafa sannarlega verið viðburðarík. Fyrir utan erfiða kjarasamninga sem tóku rúmt ár brast á með fyrirvaralausum heimsfaraldri sem lagðist þungt á heilbrigðiskerfið. Ég kynntist því af eigin raun þegar ég starfaði sem bakvörður á kvöldvöktum á Covid-deild Landspítalans þegar kjarasamningum sleppti. Við þær aðstæður varð ég snortin af þeim mikla samhug sem skapaðist innan stéttarinnar. Sjálf var ég mjög stolt af framgöngu sjúkraliða, og stolt af mínu félagi. Sögulegir áfangar Á þessu tímabili hafa mikilvægir áfangar náðst fyrir sjúkraliða. Auk kjarasamninga, sem munu skila um 24% hækkun að meðaltali í lok samningstímans, náðist sögulegur áfangi um styttingu vinnuvikunnar. Annað sögulegt skref var stigið með samþykkt á kröfu okkar um fagnám á háskólastigi. Tveggja ára diplómanám fyrir sjúkraliða mun nú hefjast í haust, 2021, við Háskólann á Akureyri. Það var sömuleiðis mikill áfangi að ná fram gömlu baráttumáli sjúkraliða um fagráð á heilbrigðistofnunum, þar sem sjúkraliðar munu í fyrsta sinn í Íslandssögunni standa jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum um mótun hjúkrunarstefnu. Samhliða vinnu að þessu hef ég lagt mig fram um að koma sjúkraliðum á kortið sem burðarstétt og gera félagið sýnilegt í fjölmiðlum og innan kerfisins. Mikilvægur stuðningur Það var ekki sjálfgefið á sínum tíma að ég gæfi kost á mér til formennsku í Sjúkraliðafélagi Íslands. Það er mjög krefjandi starf, og á köflum erfitt. Þessi ár hafa hins vegar verið gefandi, og við höfum náð miklum áföngum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég hef notið, og hvatningarnar sem ég hef fengið frá sjúkraliðum um allt land á krefjandi augnablikum. Ég nýt þess líka að eiga gott samstarfsfólk, bæði á skrifstofu félagsins, meðal félagsstjórnar, trúnaðarmanna og í deildunum um land allt. Í dag er ólokið ýmsum brýnum og mikilvægum verkefnum sem við höfum í sameiningu hafið. Við þurfum að ná fram fjölgun sjúkraliða og nýrri mönnunarstefnu sem við höfum lagt áherslu á. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að kerfið, ekki síst stjórnendur stofnana, viðurkenni aukna færni og símenntun sjúkraliða með aukinni ábyrgð og nýjum tækifærum til starfsframa. Umfram allt þarf stéttin að halda áfram sókn sinni til betri kjara í formi hærri launa og heilsusamlegra vinnuumhverfis. Gef kost á endurkjöri Ég hef metnað til að takast á við framangreind verkefni, og önnur fleiri sem bíða. Þess vegna hef ég, eftir talsverða umhugsun og mikla hvatningu frá sjúkraliðum víðs vegar að, ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs formanns í Sjúkraliðafélagi Íslands. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun