„Tól í því að takast á við þennan táradal og þessa þyrnum stráðu leið sem lífið er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2021 10:31 Flosi hefur glímt við þunglyndi í áratugi. Félagarnir Flosi Þorgeirsson og Baldur Ragnarsson eru landsmönnum kunnir sem gítarleikarar úr hljómsveitunum HAM og Skálmöld en þeir hafa nú slegið í gegn á öðrum vettvangi þar sem þeir stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Draugum fortíðar. Þar fara þeir yfir óvenjulegar en sannar sögur úr mannkynssögunni en þættirnir hafa þó ekki síst vakið athygli fyrir opinskáar lýsingar þeirra félaga á eigin geðröskunum. Flosi hefur ekki farið í felur með að hann berst daglega við kvíða og þunglyndi á meðan Baldur er greindur með ADHD og hafa umræður þeirra um þá kvilla mælst vel fyrir hjá hlustendum. Hlaðvarpið á sér orðið stóran aðdáandahóp á Íslandi sem fer ört stækkandi en Frosti Logason settist niður með þeim félögum og fékk að heyra allt um Drauga fortíðar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er fyrst og fremst skemmtihlaðvarp og á að vera skemmtilegt að hlusta á þetta en ég vildi líka hafa þetta fræðslu,“ segir Flosi Þorgeirsson. „Við höfum þekkst í mjög mörg ár og ég hef alltaf vitað að Flosi er náttúrlega góður sögumaður. Hann hefur náttúrulegan hæfileika til þess að láta bæði hluti sem eru áhugaverðir og hlutir sem eru ekkert áhugaverðir verða frábæra. Þættirnir eru þannig uppbyggðir að hann segir mér frá einhverju einu máli og ég veit ekki hvað málið er fyrir fram,“ segir Baldur Ragnarsson. Hann bara stoppaði ekki Þannig er Baldur í hlutverki forvitna hlustandans sem spyr spurninga á meðan Flosi er hinn fróði sögumaður sem útskýrir fyrir honum allt mögulegt er snýr að málefni hvers þáttar. Upphaf hlaðvarpsins má að einhverju leiti rekja til þess þegar þeir félagar fóru saman til Kraká í Póllandi árið 2010 til að sjá þungarokksrisana í Metallica, Slayer, Megadeth og Anthrax saman á tónleikum. Þá lenti Flosi óvart í hlutverki leiðsögumanns um borgina þar sem frásagnargáfa hans fékk að njóta sín og Baldur áttaði sig á þeir væru með einhverja snilld í höndunum þó að hlaðvarpshugmynd hafi svo komið löngu síðar. Frosti Logason ræddi við þá Flosa og Baldur um hlaðvarpið Draugar fortíðar. „Þá labbaði ég heilan dag með Flosa og hann sagði mér frá Kraká og þá vissi ég bara að það verði að koma honum í þetta umhverfi. Hann bara stoppaði ekki,“ segir Baldur. Flosi segir að fyrst um sinn hafi hann bara viljað gera mjög sagnfræðilegt hlaðvarp sem einblíndi á heimssögulega viðburði, styrjaldir og þess háttar en efnistökin hafi fljótlega þróast út í að verða miklu almennari og stundum léttari. „Merkilegt nokk, þrátt fyrir að vera svona þunglyndur og fullar af doða og vonleysi svona vanalega þá hef ég áhuga á hlutum. Það lifnar oft yfir mér þegar ég fer að lesa viðtöl við fólk eða lýsingar á atburðum,“ segir Flosi. Sem fyrr segir hefur Flosi ekki farið leynt með að hann hefur um langa hríð þjáðst af mjög alvarlegu þunglyndi og hefur hann fengið mikið lof fyrir að tala opinskátt um ástand sitt í þáttunum. Hann hefur sagt frá því hvernig hann á sinni myrkustu stundu fyrir tíu árum síðan langaði mest til að deyja þegar hann leit á sjálfan sig í spegli og sá bara fertugan mann sem hafði kastað lífi sínu á glæ, með litla sem enga menntun eða framtíð og þar að auki á svörtum lista hjá öllum fjármálastofnunum á þeim tíma. Níu ára gamall til sálfræðings „Við fórum bara að tala opinskátt um þetta og það er langt síðan að þetta varð eitthvað feimnismál hjá mér. Maður verður að lifa í sátt við sína bresti og galla, annars ert þú á hraðleið til heljar ef þú gerir það ekki. Kímnin er mjög mikilvægt tól í því að takast á við þennan táradal og þessa þyrnum stráðu leið sem lífið er,“ segir Flosi. Flosi segist hafa glímt við þunglyndi eins lengi og hann man en hann fór fyrst til sálfræðings þegar hann var níu ára gamall. „En ég vissi ekki fyrr en um þrítugt að þá var horft á mig og sagt að ég væri með alvarlegt þunglyndi. Þetta er 1998 og ég spyr bara, hvað er það? Ég veit ekkert hvað það er.“ Flosi segir að hann hafi loksins fengið bót meina sinna þegar hann fór í eitt skiptið inn á geðdeild þegar hann hafði skaðað sjálfan sig illa með dúkahníf í harkalegu kvíðakasti. En þá sagði geðlæknir honum að það fyrsta sem hann þyrfti að gera væri að hætta algjörlega að drekka og nota önnur vímuefni sem hann og gerði og eftir það fór hann svo í hugræna atferlismeðferð. „Mér finnst hún alveg rosalega góð og sérstaklega í því að takast á við þetta niðurrif sem verður svo sjúkleg. Þú getur ekki losnað við þessar hugsanir. Þú ert sífellt að hugsa rosalega ert þú ömurlegur. Þunglyndi er svo mikil aftenging við allt. Maður hættir að borða eða maður sefur óeðlilega lengi eða maður getur ekki sofnað. Smá saman verður raunveruleikinn svo óraunverulegur.“ Flosi hefur um áratugaskeið verið meðlimur hinnar stórkostlegu hljómsveitar HAM en hún er að öðrum ólöstuðum ein albesta og virtasta rokkhljómsveit Íslandssögunnar. Þunglyndið hefur að sögn Flosa vissulega haft áhrif á störf hans í hljómsveitinni. „Þunglyndir virka oft eins og þeir hafi engan áhuga á neinu og eru ofsalega fúlir og leiðinlegir. Félagar mínir í HAM veltu oft því fyrir sér í gamla daga hvort ég hefði einhvern áhuga á þessu. Spurðu mig hvort mér fyndist leiðinlegt í þessu bandi og ég svaraði, nei nei mér finnst það alveg gaman. Þeir sáu það ekki því ég var alveg dofinn,“ segir Flosi og hlær. Baldur og Flosi haf nú gert um það bili 40 þætti af Draugum fortíðar og segja framtíðina vera bjarta fyrir hlaðvarpið svo lengi sem fólk verður áfram forvitið um áhugaverðar sögur úr mannlegri tilveru. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Þar fara þeir yfir óvenjulegar en sannar sögur úr mannkynssögunni en þættirnir hafa þó ekki síst vakið athygli fyrir opinskáar lýsingar þeirra félaga á eigin geðröskunum. Flosi hefur ekki farið í felur með að hann berst daglega við kvíða og þunglyndi á meðan Baldur er greindur með ADHD og hafa umræður þeirra um þá kvilla mælst vel fyrir hjá hlustendum. Hlaðvarpið á sér orðið stóran aðdáandahóp á Íslandi sem fer ört stækkandi en Frosti Logason settist niður með þeim félögum og fékk að heyra allt um Drauga fortíðar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er fyrst og fremst skemmtihlaðvarp og á að vera skemmtilegt að hlusta á þetta en ég vildi líka hafa þetta fræðslu,“ segir Flosi Þorgeirsson. „Við höfum þekkst í mjög mörg ár og ég hef alltaf vitað að Flosi er náttúrlega góður sögumaður. Hann hefur náttúrulegan hæfileika til þess að láta bæði hluti sem eru áhugaverðir og hlutir sem eru ekkert áhugaverðir verða frábæra. Þættirnir eru þannig uppbyggðir að hann segir mér frá einhverju einu máli og ég veit ekki hvað málið er fyrir fram,“ segir Baldur Ragnarsson. Hann bara stoppaði ekki Þannig er Baldur í hlutverki forvitna hlustandans sem spyr spurninga á meðan Flosi er hinn fróði sögumaður sem útskýrir fyrir honum allt mögulegt er snýr að málefni hvers þáttar. Upphaf hlaðvarpsins má að einhverju leiti rekja til þess þegar þeir félagar fóru saman til Kraká í Póllandi árið 2010 til að sjá þungarokksrisana í Metallica, Slayer, Megadeth og Anthrax saman á tónleikum. Þá lenti Flosi óvart í hlutverki leiðsögumanns um borgina þar sem frásagnargáfa hans fékk að njóta sín og Baldur áttaði sig á þeir væru með einhverja snilld í höndunum þó að hlaðvarpshugmynd hafi svo komið löngu síðar. Frosti Logason ræddi við þá Flosa og Baldur um hlaðvarpið Draugar fortíðar. „Þá labbaði ég heilan dag með Flosa og hann sagði mér frá Kraká og þá vissi ég bara að það verði að koma honum í þetta umhverfi. Hann bara stoppaði ekki,“ segir Baldur. Flosi segir að fyrst um sinn hafi hann bara viljað gera mjög sagnfræðilegt hlaðvarp sem einblíndi á heimssögulega viðburði, styrjaldir og þess háttar en efnistökin hafi fljótlega þróast út í að verða miklu almennari og stundum léttari. „Merkilegt nokk, þrátt fyrir að vera svona þunglyndur og fullar af doða og vonleysi svona vanalega þá hef ég áhuga á hlutum. Það lifnar oft yfir mér þegar ég fer að lesa viðtöl við fólk eða lýsingar á atburðum,“ segir Flosi. Sem fyrr segir hefur Flosi ekki farið leynt með að hann hefur um langa hríð þjáðst af mjög alvarlegu þunglyndi og hefur hann fengið mikið lof fyrir að tala opinskátt um ástand sitt í þáttunum. Hann hefur sagt frá því hvernig hann á sinni myrkustu stundu fyrir tíu árum síðan langaði mest til að deyja þegar hann leit á sjálfan sig í spegli og sá bara fertugan mann sem hafði kastað lífi sínu á glæ, með litla sem enga menntun eða framtíð og þar að auki á svörtum lista hjá öllum fjármálastofnunum á þeim tíma. Níu ára gamall til sálfræðings „Við fórum bara að tala opinskátt um þetta og það er langt síðan að þetta varð eitthvað feimnismál hjá mér. Maður verður að lifa í sátt við sína bresti og galla, annars ert þú á hraðleið til heljar ef þú gerir það ekki. Kímnin er mjög mikilvægt tól í því að takast á við þennan táradal og þessa þyrnum stráðu leið sem lífið er,“ segir Flosi. Flosi segist hafa glímt við þunglyndi eins lengi og hann man en hann fór fyrst til sálfræðings þegar hann var níu ára gamall. „En ég vissi ekki fyrr en um þrítugt að þá var horft á mig og sagt að ég væri með alvarlegt þunglyndi. Þetta er 1998 og ég spyr bara, hvað er það? Ég veit ekkert hvað það er.“ Flosi segir að hann hafi loksins fengið bót meina sinna þegar hann fór í eitt skiptið inn á geðdeild þegar hann hafði skaðað sjálfan sig illa með dúkahníf í harkalegu kvíðakasti. En þá sagði geðlæknir honum að það fyrsta sem hann þyrfti að gera væri að hætta algjörlega að drekka og nota önnur vímuefni sem hann og gerði og eftir það fór hann svo í hugræna atferlismeðferð. „Mér finnst hún alveg rosalega góð og sérstaklega í því að takast á við þetta niðurrif sem verður svo sjúkleg. Þú getur ekki losnað við þessar hugsanir. Þú ert sífellt að hugsa rosalega ert þú ömurlegur. Þunglyndi er svo mikil aftenging við allt. Maður hættir að borða eða maður sefur óeðlilega lengi eða maður getur ekki sofnað. Smá saman verður raunveruleikinn svo óraunverulegur.“ Flosi hefur um áratugaskeið verið meðlimur hinnar stórkostlegu hljómsveitar HAM en hún er að öðrum ólöstuðum ein albesta og virtasta rokkhljómsveit Íslandssögunnar. Þunglyndið hefur að sögn Flosa vissulega haft áhrif á störf hans í hljómsveitinni. „Þunglyndir virka oft eins og þeir hafi engan áhuga á neinu og eru ofsalega fúlir og leiðinlegir. Félagar mínir í HAM veltu oft því fyrir sér í gamla daga hvort ég hefði einhvern áhuga á þessu. Spurðu mig hvort mér fyndist leiðinlegt í þessu bandi og ég svaraði, nei nei mér finnst það alveg gaman. Þeir sáu það ekki því ég var alveg dofinn,“ segir Flosi og hlær. Baldur og Flosi haf nú gert um það bili 40 þætti af Draugum fortíðar og segja framtíðina vera bjarta fyrir hlaðvarpið svo lengi sem fólk verður áfram forvitið um áhugaverðar sögur úr mannlegri tilveru. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira