„Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2021 09:24 Efling skorar á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar um styttingu vinnuvikunnar. Vísir/Vilhelm Efling-stéttarfélag hefur sent bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi og Þorsteins Einarssonar, starfsmannastjóra þar sem skorað er á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar sínar í gildandi kjarasamningi um styttingu vinnuvikunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Eitt veigamesta ákvæði samningsins felur í sér skuldbindingu Kópavogsbæjar um að eiga samráð við starfsfólk um styttingu vinnuvikunnar um allt að 4 tíma á viku miðað við 40 stunda vinnuviku. Í könnun meðal Eflingarfélaga hjá Kópavogsbæ segir ríflega helmingur aðspurðra að stytting vinnuvikunnar hafi ekki verið innleidd á þeirra vinnustað. Langflestir þeirra sem hafa fengið styttingu hafa einungis fengið lágmarksstyttingu og aðeins örfáir starfsmenn hafa fengið 2-4 klukkustundir á viku. Því miður hafi vinnubrögð Kópavogsbæjar við samráð um styttinguna hjá félagsfólki Eflingar verið með öllu óboðleg. „Þrýst hefur verið að Eflingarfélaga í grunnskólum að samþykkja að stytting vinnuvikunnar felist í því einu að þeir fái áfram greitt fyrir vinnu í skólafríum í tengslum við vetrarfrí og stórhátíðir. Útfærslan leiðir ekki til neinnar styttingar frá því sem nú þegar er.“ Sé litið til tilkynningar um styttingu opnunartíma bæjarskrifstofa Kópavogs, þar sem flestir starfsmenn tilheyri stéttarfélögum faglærðra, megi ætla að Kópavogsbær mismuni starfsfólki eftir stéttarfélagsaðild og sé óásættanlegt að þar beri verka- og láglaunafólk skarðastan hlut frá borði. „Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég sá niðurstöður Kópavogsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar. Ómissandi starfsfólk í heimaþjónustu sem hefur starfað undir miklu álagi í Covid-faraldrinum fær algjöra lágmarksstyttingu. Og fólkið okkar í grunnskólunum sem er líka algjörlega ómissandi starfsfólk er í þeirri óboðlegu stöðu að fá í raun enga styttingu eftir að hafa orðið fyrir þrýstingi frá fulltrúum Kópavogsbæjar. Hverjir fá svo raunverulega styttingu vinnuvikunnar? Jú, starfsfólk bæjarskrifstofunnar en þar hefur verið ákveðið að einfaldlega loka alltaf kl. 13 á föstudögum. Það er augljóst að gæðunum er verulega misskipt í Kópavogsbæ” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu. Kópavogur Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Eitt veigamesta ákvæði samningsins felur í sér skuldbindingu Kópavogsbæjar um að eiga samráð við starfsfólk um styttingu vinnuvikunnar um allt að 4 tíma á viku miðað við 40 stunda vinnuviku. Í könnun meðal Eflingarfélaga hjá Kópavogsbæ segir ríflega helmingur aðspurðra að stytting vinnuvikunnar hafi ekki verið innleidd á þeirra vinnustað. Langflestir þeirra sem hafa fengið styttingu hafa einungis fengið lágmarksstyttingu og aðeins örfáir starfsmenn hafa fengið 2-4 klukkustundir á viku. Því miður hafi vinnubrögð Kópavogsbæjar við samráð um styttinguna hjá félagsfólki Eflingar verið með öllu óboðleg. „Þrýst hefur verið að Eflingarfélaga í grunnskólum að samþykkja að stytting vinnuvikunnar felist í því einu að þeir fái áfram greitt fyrir vinnu í skólafríum í tengslum við vetrarfrí og stórhátíðir. Útfærslan leiðir ekki til neinnar styttingar frá því sem nú þegar er.“ Sé litið til tilkynningar um styttingu opnunartíma bæjarskrifstofa Kópavogs, þar sem flestir starfsmenn tilheyri stéttarfélögum faglærðra, megi ætla að Kópavogsbær mismuni starfsfólki eftir stéttarfélagsaðild og sé óásættanlegt að þar beri verka- og láglaunafólk skarðastan hlut frá borði. „Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég sá niðurstöður Kópavogsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar. Ómissandi starfsfólk í heimaþjónustu sem hefur starfað undir miklu álagi í Covid-faraldrinum fær algjöra lágmarksstyttingu. Og fólkið okkar í grunnskólunum sem er líka algjörlega ómissandi starfsfólk er í þeirri óboðlegu stöðu að fá í raun enga styttingu eftir að hafa orðið fyrir þrýstingi frá fulltrúum Kópavogsbæjar. Hverjir fá svo raunverulega styttingu vinnuvikunnar? Jú, starfsfólk bæjarskrifstofunnar en þar hefur verið ákveðið að einfaldlega loka alltaf kl. 13 á föstudögum. Það er augljóst að gæðunum er verulega misskipt í Kópavogsbæ” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu.
Kópavogur Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira