„Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2021 18:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill stíga varlega til jarðar í öllum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. Þórólfur ræddi stöðu faraldursins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stöðuna fína; ánægjulegt væri að allir sem greindust með veiruna í gær hefðu verið í sóttkví. Síðustu sex daga hafa allir þeir sem greinast innanlands verið í sóttkví, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar er meðtalinn 21. janúar, þegar enginn greindist með veiruna. Góð staða miðað við Norðurlöndin Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 17. febrúar. Þórólfur var nokkuð jákvæður í garð mögulegra tilslakana. „Ég held að það gæti alveg orðið ef þetta heldur svona áfram en ég held við ættum að fara okkur mjög hægt,“ sagði Þórólfur, sem sat fund með sóttvarnalæknum Norðurlandanna í morgun. „Og þar er ástandið bara mjög slæmt. Það er nánast allt lokað og nú eru þeir að reyna að ná tökum á landamærunum, sem við erum búin að gera síðan síðastliðið sumar. Og nú eru menn allt í einu að sjá hvað er mikilvægt að takmarka flæði af veirunni erlendis frá. Við erum með mjög góða stöðu þannig að við eigum að reyna að halda henni og við höldum henni með því að fara okkur hægt í afléttingum. Veiran er enn þá úti í samfélaginu, í litlum mæli. En hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað.“ Engar persónugreinanlegar upplýsingar til Pfizer Þá sagði Þórólfur allt „á lágu nótunum“ í viðræðum við lyfjaframleiðandann Pfizer, sem staðið hafa yfir síðustu vikur. Ekkert væri að frétta og fólk væri „að hugsa málið“. En hvaða upplýsingar fengi Pfizer ef af rannsókninni yrði? „Þá myndi þetta vera rannsókn sem við gerðum. Engar persónugreinanlegar upplýsingar myndu fara til Pfizer, heldur bara myndu þessar upplýsingar sem við erum með deilast með þeim, það er að segja hversu margir bólusettir eru að greinast með veiruna, hversu margir óbólusettir eru að greinast með veiruna og þar fram eftir götunum.“ Ekki rétt að nota bóluefni sem upplýsingar fást ekki um Kína og Rússland hafa þróað sín eigin bóluefni við kórónuveirunni, sem þegar hafa verið gefin fólki í löndunum tveimur. Þórólfur sagði mjög erfitt að fá upplýsingar um þessi bóluefni. „Það er mjög erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á þessum bóluefnum og það sem maður hefur séð hefur verið gert á mjög fáum einstaklingum. Þannig að ég myndi nú ekki telja að það væri rétt að vera að fá eitthvert bóluefni sem við fáum ekki góðar upplýsingar um, um hvernig hefur gengið með í rannsóknum, bæði aukaverkanir og hvernig það virkar, bara til að fá eitthvað bóluefni,“ sagði Þórólfur. „Við verðum að vera viss um það að það bóluefni sem við ætlum að fara að bjóða þjóðinni sé eins vel rannsakað og eins góðar og hagstæðar niðurstöður úr þeim rannsóknum eins og mögulegt er.“ Þá nefndi Þórólfur að bæði á mánudag og í gær hefðu margir mætt í sýnatöku, sem væri ánægjulegt. Sóttvarnayfirvöld höfðu áður lýst yfir áhyggjum af því að fólk með einkenni mætti ekki í sýnatöku vegna fárra smita sem greinast. Heilt yfir kvað Þórólfur stöðuna góða en mörgum spurningum væri ósvarað. „Mér finnst þetta líta ágætlega út og niðurstöður úr rannsóknum á þessum bóluefnum eru bara mjög góðar. En það á eftir að svara fullt af spurningum um þessi bóluefni sem við erum að bjóðast til að reyna að svara með þessari samvinnu við Pfizer en það er bara ekki komið á neinn endapunkt enn þá,“ sagði Þórólfur. „Meðan það er munum við koma til með að mjatla þessu í þjóðina, eins og við fáum. Og ég held að það muni aukast þegar AstraZeneca fær leyfið og Janssen fær leyfið þá förum við náttúrulega að fá meira af bóluefni. [..] Þannig að ef við fáum ekki meira bóluefni en við teljum núna þá tekur þetta einhverjar vikur eða mánuði að fá stóran hluta þjóðarinnar bólusettan.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. 27. janúar 2021 18:05 Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. 27. janúar 2021 11:18 Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þórólfur ræddi stöðu faraldursins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stöðuna fína; ánægjulegt væri að allir sem greindust með veiruna í gær hefðu verið í sóttkví. Síðustu sex daga hafa allir þeir sem greinast innanlands verið í sóttkví, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar er meðtalinn 21. janúar, þegar enginn greindist með veiruna. Góð staða miðað við Norðurlöndin Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 17. febrúar. Þórólfur var nokkuð jákvæður í garð mögulegra tilslakana. „Ég held að það gæti alveg orðið ef þetta heldur svona áfram en ég held við ættum að fara okkur mjög hægt,“ sagði Þórólfur, sem sat fund með sóttvarnalæknum Norðurlandanna í morgun. „Og þar er ástandið bara mjög slæmt. Það er nánast allt lokað og nú eru þeir að reyna að ná tökum á landamærunum, sem við erum búin að gera síðan síðastliðið sumar. Og nú eru menn allt í einu að sjá hvað er mikilvægt að takmarka flæði af veirunni erlendis frá. Við erum með mjög góða stöðu þannig að við eigum að reyna að halda henni og við höldum henni með því að fara okkur hægt í afléttingum. Veiran er enn þá úti í samfélaginu, í litlum mæli. En hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað.“ Engar persónugreinanlegar upplýsingar til Pfizer Þá sagði Þórólfur allt „á lágu nótunum“ í viðræðum við lyfjaframleiðandann Pfizer, sem staðið hafa yfir síðustu vikur. Ekkert væri að frétta og fólk væri „að hugsa málið“. En hvaða upplýsingar fengi Pfizer ef af rannsókninni yrði? „Þá myndi þetta vera rannsókn sem við gerðum. Engar persónugreinanlegar upplýsingar myndu fara til Pfizer, heldur bara myndu þessar upplýsingar sem við erum með deilast með þeim, það er að segja hversu margir bólusettir eru að greinast með veiruna, hversu margir óbólusettir eru að greinast með veiruna og þar fram eftir götunum.“ Ekki rétt að nota bóluefni sem upplýsingar fást ekki um Kína og Rússland hafa þróað sín eigin bóluefni við kórónuveirunni, sem þegar hafa verið gefin fólki í löndunum tveimur. Þórólfur sagði mjög erfitt að fá upplýsingar um þessi bóluefni. „Það er mjög erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á þessum bóluefnum og það sem maður hefur séð hefur verið gert á mjög fáum einstaklingum. Þannig að ég myndi nú ekki telja að það væri rétt að vera að fá eitthvert bóluefni sem við fáum ekki góðar upplýsingar um, um hvernig hefur gengið með í rannsóknum, bæði aukaverkanir og hvernig það virkar, bara til að fá eitthvað bóluefni,“ sagði Þórólfur. „Við verðum að vera viss um það að það bóluefni sem við ætlum að fara að bjóða þjóðinni sé eins vel rannsakað og eins góðar og hagstæðar niðurstöður úr þeim rannsóknum eins og mögulegt er.“ Þá nefndi Þórólfur að bæði á mánudag og í gær hefðu margir mætt í sýnatöku, sem væri ánægjulegt. Sóttvarnayfirvöld höfðu áður lýst yfir áhyggjum af því að fólk með einkenni mætti ekki í sýnatöku vegna fárra smita sem greinast. Heilt yfir kvað Þórólfur stöðuna góða en mörgum spurningum væri ósvarað. „Mér finnst þetta líta ágætlega út og niðurstöður úr rannsóknum á þessum bóluefnum eru bara mjög góðar. En það á eftir að svara fullt af spurningum um þessi bóluefni sem við erum að bjóðast til að reyna að svara með þessari samvinnu við Pfizer en það er bara ekki komið á neinn endapunkt enn þá,“ sagði Þórólfur. „Meðan það er munum við koma til með að mjatla þessu í þjóðina, eins og við fáum. Og ég held að það muni aukast þegar AstraZeneca fær leyfið og Janssen fær leyfið þá förum við náttúrulega að fá meira af bóluefni. [..] Þannig að ef við fáum ekki meira bóluefni en við teljum núna þá tekur þetta einhverjar vikur eða mánuði að fá stóran hluta þjóðarinnar bólusettan.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. 27. janúar 2021 18:05 Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. 27. janúar 2021 11:18 Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. 27. janúar 2021 18:05
Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. 27. janúar 2021 11:18
Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34