„Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. janúar 2021 13:37 Frá vettvangi banaslyssins í Skötufirði á laugardag. Varðstjóri á Ísafirði segir að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins á laugardag. Hann vonar að slysið ýti við þeim sem ráða og að brugðist verði við brotalömum sem blasa við íbúum Vestfjarða. Kona á þrítugsaldri lést í banaslysinu sem varð í Skötufirði á laugardag. Karlmaður og ungt barn dvelja nú á sjúkrahúsi í Reykjavík en lögreglunni fyrir vestan var ekki kunnugt um ástand þeirra. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, segir fólk vera orðið langþreytt á að tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda og að banaslysið í þessu litla samfélagi sé mikið reiðarslag. Hann segir slysið hafa undirstrikað ýmislegt sem þurfi að laga hið fyrsta. Fjarskipti séu sannarlega eitt þeirra. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum.“ Gylfi var á meðal þeirra sem fór í útkallið og hann segir að færð á vegum hafi ekki verið viðunandi. „Við erum þarna klukkutíma á leiðinni að fara þessa vegalengd sem telur eitthvað um áttatíu kílómetra og það í forgangsakstri. Þarna var glerhálka og skrítið að það skuli ekki vera passað betur upp á að halda veginum færum.“ Bólusetning framlínustarfsfólks sé líka eitthvað sem viðbragðsaðilar hafi rætt sín á milli. Vestfirðir misstu tuttugu framlínustarfsmenn í úrvinnslusóttkví í rúman sólarhring vegna slyssins. „Að það skuli ekki vera hægt að tryggja framvarðasveitum bólusetningu. Mér skilst að einn læknir af fimm hafi verið kominn með bólusetningu fyrir COVID. Þarna voru sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og gæslan sem hafði ekki fengið bólusetningu.“ Samgönguslys Samgöngur Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Banaslys í Skötufirði Fjarskipti Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hann vonar að slysið ýti við þeim sem ráða og að brugðist verði við brotalömum sem blasa við íbúum Vestfjarða. Kona á þrítugsaldri lést í banaslysinu sem varð í Skötufirði á laugardag. Karlmaður og ungt barn dvelja nú á sjúkrahúsi í Reykjavík en lögreglunni fyrir vestan var ekki kunnugt um ástand þeirra. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, segir fólk vera orðið langþreytt á að tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda og að banaslysið í þessu litla samfélagi sé mikið reiðarslag. Hann segir slysið hafa undirstrikað ýmislegt sem þurfi að laga hið fyrsta. Fjarskipti séu sannarlega eitt þeirra. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum.“ Gylfi var á meðal þeirra sem fór í útkallið og hann segir að færð á vegum hafi ekki verið viðunandi. „Við erum þarna klukkutíma á leiðinni að fara þessa vegalengd sem telur eitthvað um áttatíu kílómetra og það í forgangsakstri. Þarna var glerhálka og skrítið að það skuli ekki vera passað betur upp á að halda veginum færum.“ Bólusetning framlínustarfsfólks sé líka eitthvað sem viðbragðsaðilar hafi rætt sín á milli. Vestfirðir misstu tuttugu framlínustarfsmenn í úrvinnslusóttkví í rúman sólarhring vegna slyssins. „Að það skuli ekki vera hægt að tryggja framvarðasveitum bólusetningu. Mér skilst að einn læknir af fimm hafi verið kominn með bólusetningu fyrir COVID. Þarna voru sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og gæslan sem hafði ekki fengið bólusetningu.“
Samgönguslys Samgöngur Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Banaslys í Skötufirði Fjarskipti Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18
Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37
Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30
Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05
Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06