Býst við hærra spennustigi í aðdraganda kosninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 12:11 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráhðerra, með grímu í sæti sínu á Alþingi. Vísir/Vilhelm Bankasala, miðhálendisþjóðgarður og breytingar á stjórnarskrá eru meðal stórra mála sem bíða umfjöllunar hjá Alþingi sem kemur saman í dag eftir jólafrí. Forsætisráðherra býst við hærra spennustigi nú í aðdraganda kosninga og reiknar með að það hafi áhrif á þingstörfin. Fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefst klukkan þrjú í dag á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Að honum loknum verður tekin fyrir skýrslubeiðni nokkurra þingmanna úr meðal annars röðum Pírötum og Flokki fólksins um úttekt á starfsemi Vegarðinnar. Þá mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra -flytja munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er eitt margra hitamála sem bíða umfjöllunar í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur margt í umræðunni um söluna endurspegla umræðuna í kringum einkavæðingu bankanna. „En það laga- og regluverk sem við búum við núna er auðvitað allt annað og hér er verið að gera ráð fyrir að þessi sala fari fram með eins opnum og gagnsæum hætti og hægt er,“ segir Katrín. „Eins og ég les nú stöðuna þá hafa nú mjög fáir lýst yfir andstöðu við sölu á eignarhlut í prinsippi, ef ég hlusta eftir því sem forsvarsmenn flokkanna á Alþingi eru að segja. Það eru fæstir sem eru á þeim stað. Heldur er verið að gagnrýna tímasetninguna.“ Önnur átakamál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars frumvörp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, fjölmiðla og til breytinga á stjórnarskrá auk þess sem brýnt er talið að afgreiða ný sóttvarnalög. „Það eru auðvitað mörg stór mál framundan en það sem ég held að sé flestum efst í huga þegar við förum inn í þetta ár er hvernig við ætlum að takast á við atvinnuleysi, hvernig við ætlum að ná því niður og hvernig við ætlum að tryggja að efnahagsleg viðspyrna geti orðið snörp. Og hvernig við höldum áfram að takast á við þennan heimsfaraldur, sem er auðvitað það mál sem hefur yfirskyggt önnur.“ Kosningar eru fyrirhugaðar í september og Katrín býst við að kosningaveturinn muni lita stjórnmálin. „Við vitum öll hvernig það er, að það er alltaf aðeins hærra spennustig í aðdraganda kosninga en ella. Þannig ég svona reikna með að það muni hafa áhrif á þingstörfin,“ segir Katrín. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefst klukkan þrjú í dag á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Að honum loknum verður tekin fyrir skýrslubeiðni nokkurra þingmanna úr meðal annars röðum Pírötum og Flokki fólksins um úttekt á starfsemi Vegarðinnar. Þá mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra -flytja munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er eitt margra hitamála sem bíða umfjöllunar í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur margt í umræðunni um söluna endurspegla umræðuna í kringum einkavæðingu bankanna. „En það laga- og regluverk sem við búum við núna er auðvitað allt annað og hér er verið að gera ráð fyrir að þessi sala fari fram með eins opnum og gagnsæum hætti og hægt er,“ segir Katrín. „Eins og ég les nú stöðuna þá hafa nú mjög fáir lýst yfir andstöðu við sölu á eignarhlut í prinsippi, ef ég hlusta eftir því sem forsvarsmenn flokkanna á Alþingi eru að segja. Það eru fæstir sem eru á þeim stað. Heldur er verið að gagnrýna tímasetninguna.“ Önnur átakamál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars frumvörp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, fjölmiðla og til breytinga á stjórnarskrá auk þess sem brýnt er talið að afgreiða ný sóttvarnalög. „Það eru auðvitað mörg stór mál framundan en það sem ég held að sé flestum efst í huga þegar við förum inn í þetta ár er hvernig við ætlum að takast á við atvinnuleysi, hvernig við ætlum að ná því niður og hvernig við ætlum að tryggja að efnahagsleg viðspyrna geti orðið snörp. Og hvernig við höldum áfram að takast á við þennan heimsfaraldur, sem er auðvitað það mál sem hefur yfirskyggt önnur.“ Kosningar eru fyrirhugaðar í september og Katrín býst við að kosningaveturinn muni lita stjórnmálin. „Við vitum öll hvernig það er, að það er alltaf aðeins hærra spennustig í aðdraganda kosninga en ella. Þannig ég svona reikna með að það muni hafa áhrif á þingstörfin,“ segir Katrín.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira