„Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. janúar 2021 08:00 Mæðginin Guðrún Kristmundsdóttir og Baldur Ingi Halldórsson eru eigendur fjölskyldufyrirtækisins Bæjarins beztu pylsur. Afi Guðrúnar, Jón Sveinsson, hóf starfssemina árið 1937. Í áratugi stóð faðir hennar, Kristmundur Jónsson, síðan vaktina. Kristmundur er 92 ára í dag. Vísir/Vilhelm „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. Meðeigandi Guðrúnar er sonurinn Baldur Ingi Halldórsson. „Mér fannst skemmtilegast á næturvöktunum. Að afgreiða hratt en með smá dansi, kasta upp glösunum og fleira sem fólki hafði gaman af,“ segir Baldur og hlær þegar hann rifjar upp skemmtilega tíma úr pylsuvagninum á Tryggvagötu, sem allir þekkja. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Bæjarins beztu pylsur. Reksturinn hófst á Tryggvagötu en staðirnir eru í dag fimm: Í Tryggvagötu, í Hagkaup í Skeifunni, í Smáralind, hjá Byko Breiddinni og á Orkustöð Skeljungs á Vesturlandsvegi. Fyrirhugað er frekara samstarf með Skeljungi. Hjá Bæjarins beztu pylsur starfa 26 manns. Örfá svín en fullt af rollum Jón Sveinsson, afi Guðrúnar, var sá sem hóf reksturinn. Hann hafði verið á sjó en fékk krabbamein í maga og vildi vinna í landi eftir það. Þannig vildi síðan til að systir Jóns kynntist dönskum kjötiðnaðarmanni. Sá maður flutti til Íslands og fór að vinna hjá Sláturfélagi Suðurlands við pylsugerð. Íslendingar þekktu lítið pylsugerð í þá daga en Danir þekktu pylsugerð vel. Vandamálið var að hér voru örfá svín. Við vorum hins vegar með fullt af rollum. Þess vegna var farið í að þróa pylsugerð með íslensku lambakjöti,“ segir Guðrún. Fyrstu árin voru pylsurnar ekki bornar fram í brauði heldur bréfi. Árið 1948 var skömmtun á hveiti aflétt og þá var farið að bera pylsurnar fram í pylsubrauði. Þá segir Guðrún nafnið aldrei hafa verið formlega ákveðið. „En Bæjarins beztu pylsur festist við vagninn vegna vinsælda. Og þegar að því kom að skrá nafnið fengum við undanþágu því hefðin var orðin svo gömul. Þetta mætti ekki í dag.“ Í fyrstu voru pylsurnar afgreiddar í bréfi. Árið 1948 var skömmtun á hveiti aflétt og þá var farið að bera pylsurnar fram í pylsubrauði.Vísir/Vilhelm 14 ára sonurinn tekur við Árið 1952 deyr Jón af krabbameini og Kristmundur tekur við. Hann hafði þá þegar staðið vaktina í tæpan áratug. „Pabbi var bara 14 ára þegar hann hætti í skóla og fór að vinna. Það var árið 1943 því þá voru amma og afi mikið að fara erlendis til að reyna að fá meðferðarúrræði fyrir krabbameinið,“ segir Guðrún. Kristmundur Jónsson er í dag 92 ára. Hann er elstur fjögurra systkina og eini sonurinn. Guðrún segir tíðarandann hafa verið þann að eðlilegra þótti að drengir tækju við en dætur. Magnea, yngsta systir Kristmundar, starfaði þó hjá þeim í mörg ár. Sjálf var Guðrún aðeins um 15 ára gömul þegar hún byrjaði að vinna í pylsuvagninum. Ég segi oft að ég sé eini starfsmaðurinn sem hef aldrei fengið þjálfun því mér var bara hent út í laugina að leysa pabba af,“ segir Guðrún og hlær. Guðrún var farin að taka meira og minna við rekstrinum rúmlega tvítug. Hún keypti hlut í félaginu en síðar keypti hún föður sinn alveg út. Guðrún segir margt hafa breyst frá því að hún byrjaði að afgreiða í pylsuvagninum um 15 ára. Í þá daga mátti einungis drekka áfengi á sérstökum tímum og því oft mikið að gera eftir að hádegisbarinn lokaði um helgar.Vísir/Vilhelm Ekkert remúlaði á 17.júní Guðrún segir gæði í pylsum mun meiri en áður og mikil vöruþróun hefur farið fram. „Það til dæmis gerðist með rollurnar eins og okkur mannfólkið. Þær fóru að fitna. Þess vegna var farið í vöruþróun og gervigarnir urðu til. Því rollurnar voru hreinlega orðnar svo feitar að garnirnar urðu of stórar í pylsugerðina,“ segir Guðrún. Margt einkennir íslensku pylsuhefðina. Til dæmis íslenska Valstómatssósan og sinnepið er öðruvísi. Remúlaðið kom ekki fyrr en miklu síðar. Mæðginin rifja upp þá mótstöðu sem remúlaðið fékk í fyrstu hjá Kristmundi föður Guðrúnar. Já pabbi rukkaði 10 krónur aukalega fyrir remúlaðið í fyrstu. Nema á 17.júní, þá fékk enginn remúlaði. Því þá var svo mikið að gera og pabba fannst remúlaðið tefja afgreiðsluna,“ segir Guðrún og hlær. En margt annað hefur líka breyst. „Lengi keypti fólk ekki gos hjá okkur heldur fór í sjoppuna og keypti sér kók og Prince póló. Síðan kom það til okkar til að kaupa pulsuna og Prince pólóið var desertinn.“ Hádegisbar um helgar „Mér fannst miðbærinn verða öruggari þegar túristarnir komu því það er oft öruggara þar sem mikill fjöldi er,“ segir Baldur þegar talið berst að breytingum í miðborginni. Sem dæmi nefnir hann að í mörg ár hafi þau alltaf verið að lenda í því að glerið í vagninum á Tryggvagötunni var brotið. Þetta snarminnkaði þegar túristinn fór að koma og heyrir í dag til undantekninga. Þá segja þau lengri opnunartíma hafi verið jákvæða þróun. Því þegar loka þurfti klukkan þrjú gátu margir orðið reiðir sem stóðu í röð, þrjátíu til fjörtíu saman og flestir orðnir vel hífaðir. „Það er í rauninni miklu betra að gefa mönnum bara pulsu og þá eru allir rólegir,“ segir Baldur og brosir. En einu sinni var þetta þannig að það mátti bara drekka á sérstökum tímum. Þá var brjálað að gera eftir hádegisbarinn um helgar því þá ultu menn hreinlega út um veitingahúsin alveg blindfullir og komu til okkar. Miðvikudagarnir voru reyndar þurrir dagar, þá mátti enginn drekka,“ segir Guðrún og hlær að upprifjun um fyrri tíma. Mæja Margir hafa unnið lengi hjá fyrirtækinu, jafnvel í yfir fjörtíu ár. „Yndislega Mæja okkar er 76 ára og hún hætti í rauninni bara út af Covid,“ segja mæðginin. Mæja er konan sem afgreiddi Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta á sínum tíma. Clinton fékk sér reyndar ekki eina með öllu, heldur eina með miklu sinnepi. En hvernig kom það til að Clinton kom? Það var frekar rólegt hjá Mæju og hún var því bara að horfa út um lúguna þegar hún sá Clinton. Og þá kallaði hún bara út á ensku Heimsins bestu pylsur! Þetta vakti forvitni Clintons og hann kom,“ segir Guðrún og mæðginin hlæja. „Og með honum komu auðvitað milljón leyniþjónustumenn. Mæja sagðist hreinlega hafa haldið að þeir væru að leita að hryðjuverkamönnum ofan í ruslatunnunni hjá henni, svo mikið var umstangið.“ Baldur segir vinsældir Mæju hafa verið miklar. Þess vegna hafi verið erfiðast að leysa Mæju af. „Því þegar fastakúnnar komu urðu margir bara pirraðir og spurðu Hvar er Mæja?“ Það myndaðist oft mikil stemning hjá pylsuvagninum þegar Baldur sýndi listir sínar við afgreiðslu á næturvöktum um helgar. Afgreiddi hratt en henti glösum upp í loftið og fleira.Vísir/Vilhelm Fjórða kynslóðin En hvernig var það með Baldur: Blasti það alltaf við að vinna í fjölskyldufyrirtækinu? „Nei alls ekki, það bara æxlaðist þannig“ svarar Baldur. „Ég byrjaði 16 til 18 ára gamall en tók síðan pásu þar til ég varð svona 23 til 24 ára. Hætti samt aldrei alveg að afgreiða. En það kom að því að mér fannst vera þörf á því að ég kæmi inn í reksturinn líka. Mér hefur líka alltaf þótt svo vænt um fyrirtækið.“ „Ég ákvað snemma að spyrja hann aldrei,“ segir Guðrún en viðurkennir að hún hafi verið afar ánægð með það, þegar Baldur síðan spurði sjálfur. En hvernig er fyrir mæðgin að vinna svona mikið saman? „Þetta hefur gengið vel vegna þess að við höfum bara unnið mikið í því til að það yrði þannig,“ svarar Baldur í einlægni. Og Guðrún bætir við: „Í raun er það þannig að í vinnunni er ég ekki mamman og hann sonurinn, heldur erum við vinnufélagar sem störfum saman.“ „Þetta tók tíma en við unnum vel í því að láta þetta ganga upp. Helsta bitbeinið okkar í dag er því að ég vill kaupa nýjan lyftara en hún ekki,“ segir Baldur og bætir hlæjandi við: Og auðvitað finnst mér lúmskt gaman að segja mamma leyfir mér ekki að kaupa lyftara.“ Bæjarins beztu pylsur hafa haldið mikilli tryggð við uppruna sinn. Til dæmis við hönnun vagnana og útlit.Vísir/Vilhelm Rómantík í röðinni og í rekstrinum Í gegnum tíðina hefur það oft gerst að brúðhjón koma við á pylsuvagninum í Tryggvagötuna, í kjól og hvítt og fá sér eina pylsu. Mæðginin segja þetta afar skemmtilegt og skýrast af því að svo mörg pör hafa kynnst í röðinni hjá þeim. En það er ekki laust við að rómantíkina sé líka að finna í rekstrinum sjálfum. Viðarlúkkið í vögnunum skýrist til dæmis af því að verið er að halda sem mest í upprunann. Þá eru allir vagnar sér smíðaðir að hætti fjölskyldunnar. Pottarnir sem notaðir eru, koma frá hugmyndasmiðju Kristmundar, föður Guðrúnar. Partí- og veisluvagnarnir sem Bæjarins beztu reka, komu til í kjölfar þess að lengi sá fyrirtækið um veitingarnar á jólaskemmtun Oddfellow stúku Kristmundar föður Guðrúnar. Þá hefur fjöldinn allur af fjölskyldumeðlimum og tengdum aðilum unnið hjá fyrirtækinu í gegnum tíðina. Og eins er algengt að börn fyrrum starfsfólks fari að vinna hjá þeim þegar þau eldast. Mæðginin segjast ekkert óhress með miklar framkvæmdir á Tryggvagötunni því þar stefni allt í afar fallegt svæði í framtíðinni. Rúnturinn sem eitt sinn var er þó horfinn, því gatnakerfið í miðborginni hefur svo mikið breyst. Þá segjast mæðginin aldrei hafa haft skoðun á því hvort fólk segir pulsur eða pylsur. Í raun hafi það komið þeim á óvart þegar sú umræða fór af stað því þetta varð að hitamáli hjá svo mörgum. En pylsa, pulsa, eina mellu, pulla eða hvað sem fólk vill segja. Okkur er alveg sama svo lengi sem fólk kemur áfram til okkar og fær sér eina,“ segir Baldur og Guðrún kinkar kolli, sammála syninum. Gamla myndin Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna fékk sér eina pylsu hjá Mæju árið 2004. Með miklu sinnepi. Á þeim tíma var bandaríski herinn enn í Keflavík. Hermenn voru þá tíðir gestir á Bæjarins beztu í Smáralind en færðu sig þaðan og fóru að koma á Tryggvagötuna eftir heimsókn Clintons. Þeir vildu borða pylsu á sama stað og forsetinn þeirra hafði fengið sér. Uppfært: Bjarni Benediktsson sat í borgarstjórn Reykjavíkur 1934-1942 en varð ekki borgarstjóri fyrr en árið 1940. Í upphafi viðtals er þó vísað til hans sem „bæjarstjóri“ árið 1937 sem skýrist af því hvernig hann var ávarpaður í bréfi sem stofnandi Bæjarins beztu skrifaði það ár. Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00 „Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01 „Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01 „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Meðeigandi Guðrúnar er sonurinn Baldur Ingi Halldórsson. „Mér fannst skemmtilegast á næturvöktunum. Að afgreiða hratt en með smá dansi, kasta upp glösunum og fleira sem fólki hafði gaman af,“ segir Baldur og hlær þegar hann rifjar upp skemmtilega tíma úr pylsuvagninum á Tryggvagötu, sem allir þekkja. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Bæjarins beztu pylsur. Reksturinn hófst á Tryggvagötu en staðirnir eru í dag fimm: Í Tryggvagötu, í Hagkaup í Skeifunni, í Smáralind, hjá Byko Breiddinni og á Orkustöð Skeljungs á Vesturlandsvegi. Fyrirhugað er frekara samstarf með Skeljungi. Hjá Bæjarins beztu pylsur starfa 26 manns. Örfá svín en fullt af rollum Jón Sveinsson, afi Guðrúnar, var sá sem hóf reksturinn. Hann hafði verið á sjó en fékk krabbamein í maga og vildi vinna í landi eftir það. Þannig vildi síðan til að systir Jóns kynntist dönskum kjötiðnaðarmanni. Sá maður flutti til Íslands og fór að vinna hjá Sláturfélagi Suðurlands við pylsugerð. Íslendingar þekktu lítið pylsugerð í þá daga en Danir þekktu pylsugerð vel. Vandamálið var að hér voru örfá svín. Við vorum hins vegar með fullt af rollum. Þess vegna var farið í að þróa pylsugerð með íslensku lambakjöti,“ segir Guðrún. Fyrstu árin voru pylsurnar ekki bornar fram í brauði heldur bréfi. Árið 1948 var skömmtun á hveiti aflétt og þá var farið að bera pylsurnar fram í pylsubrauði. Þá segir Guðrún nafnið aldrei hafa verið formlega ákveðið. „En Bæjarins beztu pylsur festist við vagninn vegna vinsælda. Og þegar að því kom að skrá nafnið fengum við undanþágu því hefðin var orðin svo gömul. Þetta mætti ekki í dag.“ Í fyrstu voru pylsurnar afgreiddar í bréfi. Árið 1948 var skömmtun á hveiti aflétt og þá var farið að bera pylsurnar fram í pylsubrauði.Vísir/Vilhelm 14 ára sonurinn tekur við Árið 1952 deyr Jón af krabbameini og Kristmundur tekur við. Hann hafði þá þegar staðið vaktina í tæpan áratug. „Pabbi var bara 14 ára þegar hann hætti í skóla og fór að vinna. Það var árið 1943 því þá voru amma og afi mikið að fara erlendis til að reyna að fá meðferðarúrræði fyrir krabbameinið,“ segir Guðrún. Kristmundur Jónsson er í dag 92 ára. Hann er elstur fjögurra systkina og eini sonurinn. Guðrún segir tíðarandann hafa verið þann að eðlilegra þótti að drengir tækju við en dætur. Magnea, yngsta systir Kristmundar, starfaði þó hjá þeim í mörg ár. Sjálf var Guðrún aðeins um 15 ára gömul þegar hún byrjaði að vinna í pylsuvagninum. Ég segi oft að ég sé eini starfsmaðurinn sem hef aldrei fengið þjálfun því mér var bara hent út í laugina að leysa pabba af,“ segir Guðrún og hlær. Guðrún var farin að taka meira og minna við rekstrinum rúmlega tvítug. Hún keypti hlut í félaginu en síðar keypti hún föður sinn alveg út. Guðrún segir margt hafa breyst frá því að hún byrjaði að afgreiða í pylsuvagninum um 15 ára. Í þá daga mátti einungis drekka áfengi á sérstökum tímum og því oft mikið að gera eftir að hádegisbarinn lokaði um helgar.Vísir/Vilhelm Ekkert remúlaði á 17.júní Guðrún segir gæði í pylsum mun meiri en áður og mikil vöruþróun hefur farið fram. „Það til dæmis gerðist með rollurnar eins og okkur mannfólkið. Þær fóru að fitna. Þess vegna var farið í vöruþróun og gervigarnir urðu til. Því rollurnar voru hreinlega orðnar svo feitar að garnirnar urðu of stórar í pylsugerðina,“ segir Guðrún. Margt einkennir íslensku pylsuhefðina. Til dæmis íslenska Valstómatssósan og sinnepið er öðruvísi. Remúlaðið kom ekki fyrr en miklu síðar. Mæðginin rifja upp þá mótstöðu sem remúlaðið fékk í fyrstu hjá Kristmundi föður Guðrúnar. Já pabbi rukkaði 10 krónur aukalega fyrir remúlaðið í fyrstu. Nema á 17.júní, þá fékk enginn remúlaði. Því þá var svo mikið að gera og pabba fannst remúlaðið tefja afgreiðsluna,“ segir Guðrún og hlær. En margt annað hefur líka breyst. „Lengi keypti fólk ekki gos hjá okkur heldur fór í sjoppuna og keypti sér kók og Prince póló. Síðan kom það til okkar til að kaupa pulsuna og Prince pólóið var desertinn.“ Hádegisbar um helgar „Mér fannst miðbærinn verða öruggari þegar túristarnir komu því það er oft öruggara þar sem mikill fjöldi er,“ segir Baldur þegar talið berst að breytingum í miðborginni. Sem dæmi nefnir hann að í mörg ár hafi þau alltaf verið að lenda í því að glerið í vagninum á Tryggvagötunni var brotið. Þetta snarminnkaði þegar túristinn fór að koma og heyrir í dag til undantekninga. Þá segja þau lengri opnunartíma hafi verið jákvæða þróun. Því þegar loka þurfti klukkan þrjú gátu margir orðið reiðir sem stóðu í röð, þrjátíu til fjörtíu saman og flestir orðnir vel hífaðir. „Það er í rauninni miklu betra að gefa mönnum bara pulsu og þá eru allir rólegir,“ segir Baldur og brosir. En einu sinni var þetta þannig að það mátti bara drekka á sérstökum tímum. Þá var brjálað að gera eftir hádegisbarinn um helgar því þá ultu menn hreinlega út um veitingahúsin alveg blindfullir og komu til okkar. Miðvikudagarnir voru reyndar þurrir dagar, þá mátti enginn drekka,“ segir Guðrún og hlær að upprifjun um fyrri tíma. Mæja Margir hafa unnið lengi hjá fyrirtækinu, jafnvel í yfir fjörtíu ár. „Yndislega Mæja okkar er 76 ára og hún hætti í rauninni bara út af Covid,“ segja mæðginin. Mæja er konan sem afgreiddi Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta á sínum tíma. Clinton fékk sér reyndar ekki eina með öllu, heldur eina með miklu sinnepi. En hvernig kom það til að Clinton kom? Það var frekar rólegt hjá Mæju og hún var því bara að horfa út um lúguna þegar hún sá Clinton. Og þá kallaði hún bara út á ensku Heimsins bestu pylsur! Þetta vakti forvitni Clintons og hann kom,“ segir Guðrún og mæðginin hlæja. „Og með honum komu auðvitað milljón leyniþjónustumenn. Mæja sagðist hreinlega hafa haldið að þeir væru að leita að hryðjuverkamönnum ofan í ruslatunnunni hjá henni, svo mikið var umstangið.“ Baldur segir vinsældir Mæju hafa verið miklar. Þess vegna hafi verið erfiðast að leysa Mæju af. „Því þegar fastakúnnar komu urðu margir bara pirraðir og spurðu Hvar er Mæja?“ Það myndaðist oft mikil stemning hjá pylsuvagninum þegar Baldur sýndi listir sínar við afgreiðslu á næturvöktum um helgar. Afgreiddi hratt en henti glösum upp í loftið og fleira.Vísir/Vilhelm Fjórða kynslóðin En hvernig var það með Baldur: Blasti það alltaf við að vinna í fjölskyldufyrirtækinu? „Nei alls ekki, það bara æxlaðist þannig“ svarar Baldur. „Ég byrjaði 16 til 18 ára gamall en tók síðan pásu þar til ég varð svona 23 til 24 ára. Hætti samt aldrei alveg að afgreiða. En það kom að því að mér fannst vera þörf á því að ég kæmi inn í reksturinn líka. Mér hefur líka alltaf þótt svo vænt um fyrirtækið.“ „Ég ákvað snemma að spyrja hann aldrei,“ segir Guðrún en viðurkennir að hún hafi verið afar ánægð með það, þegar Baldur síðan spurði sjálfur. En hvernig er fyrir mæðgin að vinna svona mikið saman? „Þetta hefur gengið vel vegna þess að við höfum bara unnið mikið í því til að það yrði þannig,“ svarar Baldur í einlægni. Og Guðrún bætir við: „Í raun er það þannig að í vinnunni er ég ekki mamman og hann sonurinn, heldur erum við vinnufélagar sem störfum saman.“ „Þetta tók tíma en við unnum vel í því að láta þetta ganga upp. Helsta bitbeinið okkar í dag er því að ég vill kaupa nýjan lyftara en hún ekki,“ segir Baldur og bætir hlæjandi við: Og auðvitað finnst mér lúmskt gaman að segja mamma leyfir mér ekki að kaupa lyftara.“ Bæjarins beztu pylsur hafa haldið mikilli tryggð við uppruna sinn. Til dæmis við hönnun vagnana og útlit.Vísir/Vilhelm Rómantík í röðinni og í rekstrinum Í gegnum tíðina hefur það oft gerst að brúðhjón koma við á pylsuvagninum í Tryggvagötuna, í kjól og hvítt og fá sér eina pylsu. Mæðginin segja þetta afar skemmtilegt og skýrast af því að svo mörg pör hafa kynnst í röðinni hjá þeim. En það er ekki laust við að rómantíkina sé líka að finna í rekstrinum sjálfum. Viðarlúkkið í vögnunum skýrist til dæmis af því að verið er að halda sem mest í upprunann. Þá eru allir vagnar sér smíðaðir að hætti fjölskyldunnar. Pottarnir sem notaðir eru, koma frá hugmyndasmiðju Kristmundar, föður Guðrúnar. Partí- og veisluvagnarnir sem Bæjarins beztu reka, komu til í kjölfar þess að lengi sá fyrirtækið um veitingarnar á jólaskemmtun Oddfellow stúku Kristmundar föður Guðrúnar. Þá hefur fjöldinn allur af fjölskyldumeðlimum og tengdum aðilum unnið hjá fyrirtækinu í gegnum tíðina. Og eins er algengt að börn fyrrum starfsfólks fari að vinna hjá þeim þegar þau eldast. Mæðginin segjast ekkert óhress með miklar framkvæmdir á Tryggvagötunni því þar stefni allt í afar fallegt svæði í framtíðinni. Rúnturinn sem eitt sinn var er þó horfinn, því gatnakerfið í miðborginni hefur svo mikið breyst. Þá segjast mæðginin aldrei hafa haft skoðun á því hvort fólk segir pulsur eða pylsur. Í raun hafi það komið þeim á óvart þegar sú umræða fór af stað því þetta varð að hitamáli hjá svo mörgum. En pylsa, pulsa, eina mellu, pulla eða hvað sem fólk vill segja. Okkur er alveg sama svo lengi sem fólk kemur áfram til okkar og fær sér eina,“ segir Baldur og Guðrún kinkar kolli, sammála syninum. Gamla myndin Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna fékk sér eina pylsu hjá Mæju árið 2004. Með miklu sinnepi. Á þeim tíma var bandaríski herinn enn í Keflavík. Hermenn voru þá tíðir gestir á Bæjarins beztu í Smáralind en færðu sig þaðan og fóru að koma á Tryggvagötuna eftir heimsókn Clintons. Þeir vildu borða pylsu á sama stað og forsetinn þeirra hafði fengið sér. Uppfært: Bjarni Benediktsson sat í borgarstjórn Reykjavíkur 1934-1942 en varð ekki borgarstjóri fyrr en árið 1940. Í upphafi viðtals er þó vísað til hans sem „bæjarstjóri“ árið 1937 sem skýrist af því hvernig hann var ávarpaður í bréfi sem stofnandi Bæjarins beztu skrifaði það ár.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00 „Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01 „Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01 „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
„Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00
„Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01
„Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01
„Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00
„Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00