Fólki sem hefur verið án atvinnu í meira en ár fjölgað um 156 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 15:01 Heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft mest áhrif á atvinnu þeirra sem starfa við ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/vilhelm Heildaratvinnleysi mældist 12,1% hér á landi í desember sem er óveruleg aukning frá nóvermber. Þar af var almennt atvinnuleysi 10,7% í desember og atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli 1,4%. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði á bilinu 11,3% til 11,7%. Almennt atvinnuleysi jókst um 0,1 prósentustig í desember en það mældist 10,6% í nóvember. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli stóð nærri í stað milli mánaða en 340 færri einstaklingar voru á hlutabótum í lok desember. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Alls höfðu 4.213 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok desember, en 1.648 í desemberlok 2019. Hefur þeim því fjölgað um 2.565 eða sem nemur 156% hækkun milli ára. 24% erlendra ríkisborgara án atvinnu Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.728 í lok desember. Þessi fjöldi samsvarar rúmu 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Alls voru 21.365 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok desembermánaðar og 5.108 í minnkaða starfshlutfallinu, eða samtals 26.473 manns. Alls bárust 3 tilkynningar um hópuppsagnir í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 í þjónustustarfsemi ýmiss konar, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Áfram langmest á Suðurnesjum Samanlagt atvinnuleysi í almenna kerfinu og í minnkaða starfshlutfallinu jókst alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem það var óbreytt. Hlutfallslega jókst það minnst á Austurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. Á Suðurnesjum fór heildaratvinnuleysið úr 22,8% í nóvember í 23,3% í desember og var sem fyrr mest á landinu. Var það næstmest á höfuðborgarsvæðinu eða 12,0%. Á Norðurlandi eystra jókst það úr 9,1% í nóvember í 9,4% í desember og á Austurlandi úr 7,9% í 8,1%. Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra eða 5,4% og á Vestfjörðum eða 5,6%. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla á flestum svæðum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi vestra er það svipað hjá körlum og konum. Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir 137 misstu vinnuna í þremur hópuppsögnum í desember Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021. 5. janúar 2021 13:12 Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. 12. janúar 2021 12:06 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Almennt atvinnuleysi jókst um 0,1 prósentustig í desember en það mældist 10,6% í nóvember. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli stóð nærri í stað milli mánaða en 340 færri einstaklingar voru á hlutabótum í lok desember. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Alls höfðu 4.213 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok desember, en 1.648 í desemberlok 2019. Hefur þeim því fjölgað um 2.565 eða sem nemur 156% hækkun milli ára. 24% erlendra ríkisborgara án atvinnu Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.728 í lok desember. Þessi fjöldi samsvarar rúmu 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Alls voru 21.365 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok desembermánaðar og 5.108 í minnkaða starfshlutfallinu, eða samtals 26.473 manns. Alls bárust 3 tilkynningar um hópuppsagnir í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 í þjónustustarfsemi ýmiss konar, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Áfram langmest á Suðurnesjum Samanlagt atvinnuleysi í almenna kerfinu og í minnkaða starfshlutfallinu jókst alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem það var óbreytt. Hlutfallslega jókst það minnst á Austurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. Á Suðurnesjum fór heildaratvinnuleysið úr 22,8% í nóvember í 23,3% í desember og var sem fyrr mest á landinu. Var það næstmest á höfuðborgarsvæðinu eða 12,0%. Á Norðurlandi eystra jókst það úr 9,1% í nóvember í 9,4% í desember og á Austurlandi úr 7,9% í 8,1%. Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra eða 5,4% og á Vestfjörðum eða 5,6%. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla á flestum svæðum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi vestra er það svipað hjá körlum og konum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir 137 misstu vinnuna í þremur hópuppsögnum í desember Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021. 5. janúar 2021 13:12 Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. 12. janúar 2021 12:06 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
137 misstu vinnuna í þremur hópuppsögnum í desember Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021. 5. janúar 2021 13:12
Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. 12. janúar 2021 12:06