Páll svarar sögusögnum um bólusetningar stjórnenda á Landspítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2021 13:59 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Vísir/vilhelm Forstjóri Landspítala, framkvæmdastjórn eða aðrir stjórnendur spítalans hafa ekki verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar forstjóra í dag, þar sem hann svarar sögusögnum um bólusetningu stjórnendateymisins. Páll fer um víðan völl í forstjórapistli dagsins. Hann segir viðbrögð starfsfólks Landspítalans við tveimur kórónuveirusmitum hjá sjúklingum í vikunni hafa verið fumlaus; annað greindist á hjartadeild og hitt á blóð- og krabbameinslækningadeild. „Í fyrra tilvikinu reyndist um eldra smit að ræða sem greindist við útskrift sjúklings en í hinu síðara fannst fyrir árverkni starfsfólks virkt smit hjá sjúklingi sem lagst hafði inn deginum áður, eftir að hafa fengið þjónustu á annarri heilbrigðisstofnun. […] Snör vinnubrögð þrautþjálfaðra starfsmanna spítalans og öflugar sýkingarvarnir þeirra fyrir og eftir þessa alvarlegu atburði skiptu sköpum. Frekari smit hafa ekki greinst en viðbrögðin voru hárrétt og viðeigandi,“ segir Páll. Verða öll að virða forgangsröðun Þá fjallar Páll um bólusetningarmál innan spítalans. Hann, auk fulltrúa farsóttarnefndar, hafi fengið fjölmargar rökstuddar óskir um að ákveðnir hópar innan spítalans þurfi að ganga fyrir öðrum í bólusetningu. „Þótt ég hafi fullan skilning á því að stjórnendur beri hag starfsfólks síns sér fyrir brjósti og vilji verja sem best þá þjónustu sem veitt er og þótt ég skilji vel að fólk óttist það að sýkjast þá verðum við öll að virða forgangsröðun sem sett hefur verið fram. Eftir því sem bóluefni berst til landsins þá verða landsmenn bólusettir og þar er fylgt þeirri forgangsröðun sem liggur fyrir,“ segir Páll. Sama gildir um Jón og séra Jón Þá víkur hann að sögusögnum um að stjórnendur Landspítalans hafi fengið bólusetningu við Covid en vikið var að umræddum sögusögnum á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í gær. Páll segir það sama gilda „fyrir Jón og séra Jón“ varðandi bólusetningar. „[…] og ég vil sérstaklega taka fram, vegna sögusagna um annað, að forstjóri og framkvæmdastjórn eða aðrir stjórnendur spítalans hafa ekki verið bólusettir fyrir COVID-19,“ segir Páll. „Undantekningar frá þessu eru auðvitað þær ef fólk sinnir einnig beinum sjúklingasamskiptum í framlínu og tilheyrir þannig þegar skilgreindum forgangshópum. Við hin bíðum róleg þar til að okkur kemur, í þeirri vissu að framar okkur í röðinni er sannarlega fólk sem þarf meira á bólusetningu að halda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44 Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52 „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Páll fer um víðan völl í forstjórapistli dagsins. Hann segir viðbrögð starfsfólks Landspítalans við tveimur kórónuveirusmitum hjá sjúklingum í vikunni hafa verið fumlaus; annað greindist á hjartadeild og hitt á blóð- og krabbameinslækningadeild. „Í fyrra tilvikinu reyndist um eldra smit að ræða sem greindist við útskrift sjúklings en í hinu síðara fannst fyrir árverkni starfsfólks virkt smit hjá sjúklingi sem lagst hafði inn deginum áður, eftir að hafa fengið þjónustu á annarri heilbrigðisstofnun. […] Snör vinnubrögð þrautþjálfaðra starfsmanna spítalans og öflugar sýkingarvarnir þeirra fyrir og eftir þessa alvarlegu atburði skiptu sköpum. Frekari smit hafa ekki greinst en viðbrögðin voru hárrétt og viðeigandi,“ segir Páll. Verða öll að virða forgangsröðun Þá fjallar Páll um bólusetningarmál innan spítalans. Hann, auk fulltrúa farsóttarnefndar, hafi fengið fjölmargar rökstuddar óskir um að ákveðnir hópar innan spítalans þurfi að ganga fyrir öðrum í bólusetningu. „Þótt ég hafi fullan skilning á því að stjórnendur beri hag starfsfólks síns sér fyrir brjósti og vilji verja sem best þá þjónustu sem veitt er og þótt ég skilji vel að fólk óttist það að sýkjast þá verðum við öll að virða forgangsröðun sem sett hefur verið fram. Eftir því sem bóluefni berst til landsins þá verða landsmenn bólusettir og þar er fylgt þeirri forgangsröðun sem liggur fyrir,“ segir Páll. Sama gildir um Jón og séra Jón Þá víkur hann að sögusögnum um að stjórnendur Landspítalans hafi fengið bólusetningu við Covid en vikið var að umræddum sögusögnum á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í gær. Páll segir það sama gilda „fyrir Jón og séra Jón“ varðandi bólusetningar. „[…] og ég vil sérstaklega taka fram, vegna sögusagna um annað, að forstjóri og framkvæmdastjórn eða aðrir stjórnendur spítalans hafa ekki verið bólusettir fyrir COVID-19,“ segir Páll. „Undantekningar frá þessu eru auðvitað þær ef fólk sinnir einnig beinum sjúklingasamskiptum í framlínu og tilheyrir þannig þegar skilgreindum forgangshópum. Við hin bíðum róleg þar til að okkur kemur, í þeirri vissu að framar okkur í röðinni er sannarlega fólk sem þarf meira á bólusetningu að halda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44 Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52 „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44
Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52
„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20