Sýn sækir liðsauka til Icelandair, Arion banka og Bláa lónsins Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2021 13:16 Erna Björk Sigurgeirsdóttir, Hákon Davíð Halldórsson, Hörður Bjarkason, Björgvin Gauti Bæringsson og Guðlaug Jökulsdóttir. SÝN Sýn hefur ráðið þau Hákon Davíð Halldórsson, Björgvin Gauta Bæringsson, Ernu Björk Sigurgeirsdóttur, Guðlaugu Jökulsdóttur og Hörð Bjarkason til starfa á rekstar-, fjármála- og mannauðssviði félagsins. Í tilkynningu frá Sýn segir að þau muni vinna að bættri upplifun viðskiptavina með einum eða öðrum hætti. „Hákon Davíð Halldórsson – forstöðumaður á rekstrarsviði Hákon starfaði áður hjá Icelandair þar sem hann var leiðtogi í CRM málum en þar áður í 5 ár hjá Símanum þar sem hann vann að viðskiptatengslum og þjónustuþróun. Hákon bætist í öflugt stjórnunarteymi á rekstrarsviði þar sem áherslan er á umbreytingu í vöruframboði, viðskiptaferlum og viðskiptakerfum. Björgvin Gauti Bæringsson – deildarstjóri á fjármálasviði Björgvin kemur til Sýnar frá Bláa Lóninu þar sem hann starfaði sem forstöðumaður hagdeildar síðastliðin 3 ár. Áður var Björgvin starfandi í Kaupmannahöfn hjá Demant þar sem hann sá um stuðning við greiningar og áætlunargerð hjá ákveðnum viðskiptaeiningum þess félags. Björgvin mun bera ábyrgð á stuðningi fjármálasviðs við viðskiptaeiningar félagsins út frá mánaðarlegum greiningum á frammistöðu og áætlunargerð hverrar einingar. Erna Björk Sigurgeirsdóttir – deildarstjóri á fjármálasviði Erna kemur frá Borgun þar sem hún starfaði undanfarið eitt og hálft ár. Erna leiddi vinnu við áætlunargerð Borgunar ásamt því að sjá um skýrslugerð til stjórnenda, arðsemisútreikninga, greiningar á mánaðaruppgjörum og öðrum lykilmælikvörðum þess félags. Áður en hún byrjaði hjá Borgun starfaði hún á ráðgjafasviði KPMG sem verkefnastjóri. Erna mun bera ábyrgð á áætlunar- og greiningavinnu félagsins í heild sinni á fjármálasviði. Guðlaug Jökulsdóttir – forstöðumaður verkefnastofu Guðlaug kemur frá Icelandair þar sem hún hafði starfað í rúmlega 7 ár. Síðustu árin starfaði hún á miðlægri verkefnastofu með áherslu á verkefni tengd stafrænni framþróun og þróun verkefnaferla. Guðlaug mun stýra uppbyggingu á faglegri framkvæmd verkefna og forgangsröðun verkefnabeiðna. Hörður Bjarkason – verkefnastjóri fræðslu Hörður starfaði sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Arion banka frá 2016 þar sem hans helstu verkefni voru innleiðing og ábyrgð á rafrænni fræðslu, gerð námskeiða og kynningar. Hörður er viðskiptafræðingur en hefur einnig talsverða reynslu af framkomu þar sem hann hefur starfað sem tónlistarmaður og skemmtikraftur samhliða hefðbundnum störfum,“ segir í tilkynningunni. Þar er ennfremur haft eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Sýnar, að það sé ekki sjálfgefið að sækja fram í því umhverfi sem ríki í dag. Félagið sé stolt af því að efla einstakan hóp starfsfólks síns og ráðningarnar muni gera það enn betra í að þjónusta viðskiptavini. Sýn á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Fjarskipti Icelandair Bláa lónið Íslenskir bankar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í tilkynningu frá Sýn segir að þau muni vinna að bættri upplifun viðskiptavina með einum eða öðrum hætti. „Hákon Davíð Halldórsson – forstöðumaður á rekstrarsviði Hákon starfaði áður hjá Icelandair þar sem hann var leiðtogi í CRM málum en þar áður í 5 ár hjá Símanum þar sem hann vann að viðskiptatengslum og þjónustuþróun. Hákon bætist í öflugt stjórnunarteymi á rekstrarsviði þar sem áherslan er á umbreytingu í vöruframboði, viðskiptaferlum og viðskiptakerfum. Björgvin Gauti Bæringsson – deildarstjóri á fjármálasviði Björgvin kemur til Sýnar frá Bláa Lóninu þar sem hann starfaði sem forstöðumaður hagdeildar síðastliðin 3 ár. Áður var Björgvin starfandi í Kaupmannahöfn hjá Demant þar sem hann sá um stuðning við greiningar og áætlunargerð hjá ákveðnum viðskiptaeiningum þess félags. Björgvin mun bera ábyrgð á stuðningi fjármálasviðs við viðskiptaeiningar félagsins út frá mánaðarlegum greiningum á frammistöðu og áætlunargerð hverrar einingar. Erna Björk Sigurgeirsdóttir – deildarstjóri á fjármálasviði Erna kemur frá Borgun þar sem hún starfaði undanfarið eitt og hálft ár. Erna leiddi vinnu við áætlunargerð Borgunar ásamt því að sjá um skýrslugerð til stjórnenda, arðsemisútreikninga, greiningar á mánaðaruppgjörum og öðrum lykilmælikvörðum þess félags. Áður en hún byrjaði hjá Borgun starfaði hún á ráðgjafasviði KPMG sem verkefnastjóri. Erna mun bera ábyrgð á áætlunar- og greiningavinnu félagsins í heild sinni á fjármálasviði. Guðlaug Jökulsdóttir – forstöðumaður verkefnastofu Guðlaug kemur frá Icelandair þar sem hún hafði starfað í rúmlega 7 ár. Síðustu árin starfaði hún á miðlægri verkefnastofu með áherslu á verkefni tengd stafrænni framþróun og þróun verkefnaferla. Guðlaug mun stýra uppbyggingu á faglegri framkvæmd verkefna og forgangsröðun verkefnabeiðna. Hörður Bjarkason – verkefnastjóri fræðslu Hörður starfaði sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Arion banka frá 2016 þar sem hans helstu verkefni voru innleiðing og ábyrgð á rafrænni fræðslu, gerð námskeiða og kynningar. Hörður er viðskiptafræðingur en hefur einnig talsverða reynslu af framkomu þar sem hann hefur starfað sem tónlistarmaður og skemmtikraftur samhliða hefðbundnum störfum,“ segir í tilkynningunni. Þar er ennfremur haft eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Sýnar, að það sé ekki sjálfgefið að sækja fram í því umhverfi sem ríki í dag. Félagið sé stolt af því að efla einstakan hóp starfsfólks síns og ráðningarnar muni gera það enn betra í að þjónusta viðskiptavini. Sýn á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Fjarskipti Icelandair Bláa lónið Íslenskir bankar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira